Gylfi segir Ragnar Þór skrumskæla sannleikann Jakob Bjarnar skrifar 25. maí 2018 15:58 Gylfi og Ragnar Þór hafa lengi eldað grátt silfur saman og eru átök þeirra á milli að harðna. visir/eyþór Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ telur Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR hafa rangt við í andstöðu við sig. Hann telur Ragnar Þór grafa undan sér með óheiðarlegum hætti og við það athæfi skrumskæli hann sannleikann. Þetta kemur fram í harðorðri yfirlýsingu sem Gylfi sendi frá sér nú fyrir skemmstu. „Það er alvarlegt þegar stærsta aðildarfélag Alþýðusambands Íslands lýsir yfir vantrausti á forseta samtakanna,“ segir Gylfi og vísar til þess að stjórn VR lýsti yfir vantrausti á sig. Vísir greindi frá þessu í gær. „Það er enn alvarlegra þegar það er gert á forsendum sem beinlíns eru rangar og stjórnarmenn blekktir af formanni sínum með ósannindum. Það veldur líka vonbrigðum að stjórn VR taki ákvörðun af þessu tagi án nokkurrar sameiginlegrar umræðu heldur með rafrænni atkvæðagreiðslu í gegnum tölvupósta,“ segir í yfirlýsingu Gylfa sem lesa má hér í heild sinni neðar. Í yfirlýsingu VR frá í gær sagði félagði treysti Gylfa ekki til að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir hönd stéttarfélagsins og að hann muni ekki tala í umboði þess. Í yfirlýsingu sinni segist Gylfi furða sig á þessari fullyrðingu þar sem Heimild ASÍ til viðræðna og samninga við stjórnvöld um aðra þætti kjaramála sé alfarið í höndum miðstjórnar samtakanna en ekki forseta þeirra. Gylfi rekur efni tölvupósta hans til miðstjórnar ASÍ sem formaður VR vitnar til. Og segir það verulega skrumskælingu á sannleikanum.Yfirlýsing Gylfa Arnbjörnssonar í heild sinniYfirlýsing og áskorun vegna vantrausts stjórnar VR á forseta ASÍÞað er alvarlegt þegar stærsta aðildarfélag Alþýðusambands Íslands lýsir yfir vantrausti á forseta samtakanna. Það er enn alvarlegra þegar það er gert á forsendum sem beinlíns eru rangar og stjórnarmenn blekktir af formanni sínum með ósannindum. Það veldur líka vonbrigðum að stjórn VR taki ákvörðun af þessu tagi án nokkurrar sameiginlegrar umræðu heldur með rafrænni atkvæðagreiðslu í gegnum tölvupósta.Ég hef innan veggja ASÍ alla tíð forðast afskipti af ákvörðunum einstakra aðildarfélaga og virt allar þær lýðræðislegu hefðir og reglur sem þróast hafa í innviðum verkalýðshreyfingarinnar í rúmlega hundrað ára farsælli sögu hennar. Í þessu tilfelli, þegar upplognar sakir eru bornar á mig til að villa stjórnarmönnum VR sýn, er hins vegar óhjákvæmilegt að ég bendi á þá staðlausu stafi sem hann leyfir sér að bera á borð.Í tölvupósti formannsins til stjórnarmanna sinna sagði m.a.: „Nú hefur forseti ASÍ sent tölvupóst á miðstjórn og samninganefnd ASÍ um að hann muni leiða viðræður við stjórnvöld í gegnum þjóðhagsráð án sérstaks umboðs frá félögunum. Ég tel brýnt að við tökum af allan vafa um hvar umboð hans liggur í þessari vegferð. Meðfylgjandi er yfirlýsing stjórnar VR um að samningsumboðið er hjá okkur en ekki forseta ASÍ og hann njóti ekki trausts til að leiða þær viðræður sem framundan eru. Þar sem fyrsti fundur með þjóðhagsráði er á morgun tel ég brýnt að senda þetta með tölvupósti til samþykktar eða synjunar.‘‘Þetta er veruleg skrumskæling á sannleikanum. Í þeim tölvupósti mínum til miðstjórnar ASÍ sem formaður VR vitnar til sagði ég m.a.: Þar sem ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um samstarf landssambanda og stærstu félaga á grundvelli samstarfssamningsins varðandi næstu samningalotu, er ljóst að Samninganefndin hefur ekkert umboð á hendi og þar af leiðandi ekki viðræðunefndin heldur. Samskipti við stjórnvöld eru hins vegar almennt á borði miðstjórnar ASÍ skv. bæði samþykktum ASÍ og þeirri verkaskiptingu sem er milli ASÍ og aðildarfélaganna. Ég mun því mæta á fyrrgreindan fund með forsætisráðherra ásamt framkvæmdastjóra ASÍ og gera grein fyrir niðurstöðum hagdeildar ASÍ á þróun skattkerfisins m.t.t. mismunandi tekjuhópa. Jafnframt mun ég gera grein fyrir ályktunum þinga ASÍ ásamt miðstjórn ASÍ varðandi kröfuna um aukið tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins og mikilvægi þess að efla bæði barnabóta- og húsnæðisbótakerfin en ekki leggja fram neinar beinar tillögur til úrbóta. Efnahags- og skattanefnd ASÍ hefur fengið það verkefni að ræða mismunandi leiðir að þessu markmiði en sú vinna er rétt að hefjast og því ekki til frásagnar.Ég treysti því að um þessa skipan mála geti verið sátt og mun ég gera nánari grein fyrir fundinum á næsta miðstjórnarfundi.‘‘Mér er fyrirmunað að skilja hvernig hægt er að lesa út úr þessum texta að ég hafi ákveðið að fara gegn ákvörðun miðstjórnar ASÍ, sem að minni tillögu samþykkti fyrir nokkru síðan að setjast ekki í Þjóðhagsráð vegna þess að svigrúmið sem stjórnvöld vildu skenkja velferðar- og skattamálum var alltof lítið. Auðvitað myndi mér aldrei detta í hug að ákveða upp á eigin spýtur, þvert á ákvörðun miðstjórnar ASÍ, að taka þar sæti. Og auðvitað veit formaður VR betur þegar hann fullyrðir hið gagnstæða og ruglar þar að auki saman, og væntanlega viljandi, annars vegar upplýsingaskyldu ASÍ gagnvart stjórnvöldum og hins vegar einhverskonar „samningsumboði“. Rétt er að ítreka að ASÍ, og ennþá síður forseti þess, hefur ekki umboð til að semja um kjör fyrir hönd einstakra aðildarfélaga. Það gera þau sjálf. Heimild ASÍ til viðræðna og samninga við stjórnvöld um aðra þætti kjaramála er alfarið í höndum miðstjórnar samtakanna en ekki forseta þeirra.Um þetta er öllum miðstjórnarmönnum vafalaust kunnugt. Ragnar Þór Ingólfsson er einn þeirra. Leyfi ég mér að skora á hann að benda á hvar í tölvupósti mínum til miðstjórnar hann finnur þeim fullyrðingum sínum stað að ég hyggist „leiða viðræður við stjórnvöld í gegnum Þjóðhagsráð án sérstaks umboðs frá félögunum“. Leyfi ég mér einnig að hvetja fjölmiðla til þess að inna hann eftir þeim rökstuðningi.Reykjavík 25. maí 2018Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ Kjaramál Tengdar fréttir Tekist á um vantraust en samþykkt með miklum meirihluta 25. maí 2018 06:00 Stjórn VR treystir ekki forseta ASÍ Stjórn VR ber ekki traust til Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, til að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir hönd stéttarfélagsins og mun hann ekki tala í umboði þess. 24. maí 2018 14:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ telur Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR hafa rangt við í andstöðu við sig. Hann telur Ragnar Þór grafa undan sér með óheiðarlegum hætti og við það athæfi skrumskæli hann sannleikann. Þetta kemur fram í harðorðri yfirlýsingu sem Gylfi sendi frá sér nú fyrir skemmstu. „Það er alvarlegt þegar stærsta aðildarfélag Alþýðusambands Íslands lýsir yfir vantrausti á forseta samtakanna,“ segir Gylfi og vísar til þess að stjórn VR lýsti yfir vantrausti á sig. Vísir greindi frá þessu í gær. „Það er enn alvarlegra þegar það er gert á forsendum sem beinlíns eru rangar og stjórnarmenn blekktir af formanni sínum með ósannindum. Það veldur líka vonbrigðum að stjórn VR taki ákvörðun af þessu tagi án nokkurrar sameiginlegrar umræðu heldur með rafrænni atkvæðagreiðslu í gegnum tölvupósta,“ segir í yfirlýsingu Gylfa sem lesa má hér í heild sinni neðar. Í yfirlýsingu VR frá í gær sagði félagði treysti Gylfa ekki til að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir hönd stéttarfélagsins og að hann muni ekki tala í umboði þess. Í yfirlýsingu sinni segist Gylfi furða sig á þessari fullyrðingu þar sem Heimild ASÍ til viðræðna og samninga við stjórnvöld um aðra þætti kjaramála sé alfarið í höndum miðstjórnar samtakanna en ekki forseta þeirra. Gylfi rekur efni tölvupósta hans til miðstjórnar ASÍ sem formaður VR vitnar til. Og segir það verulega skrumskælingu á sannleikanum.Yfirlýsing Gylfa Arnbjörnssonar í heild sinniYfirlýsing og áskorun vegna vantrausts stjórnar VR á forseta ASÍÞað er alvarlegt þegar stærsta aðildarfélag Alþýðusambands Íslands lýsir yfir vantrausti á forseta samtakanna. Það er enn alvarlegra þegar það er gert á forsendum sem beinlíns eru rangar og stjórnarmenn blekktir af formanni sínum með ósannindum. Það veldur líka vonbrigðum að stjórn VR taki ákvörðun af þessu tagi án nokkurrar sameiginlegrar umræðu heldur með rafrænni atkvæðagreiðslu í gegnum tölvupósta.Ég hef innan veggja ASÍ alla tíð forðast afskipti af ákvörðunum einstakra aðildarfélaga og virt allar þær lýðræðislegu hefðir og reglur sem þróast hafa í innviðum verkalýðshreyfingarinnar í rúmlega hundrað ára farsælli sögu hennar. Í þessu tilfelli, þegar upplognar sakir eru bornar á mig til að villa stjórnarmönnum VR sýn, er hins vegar óhjákvæmilegt að ég bendi á þá staðlausu stafi sem hann leyfir sér að bera á borð.Í tölvupósti formannsins til stjórnarmanna sinna sagði m.a.: „Nú hefur forseti ASÍ sent tölvupóst á miðstjórn og samninganefnd ASÍ um að hann muni leiða viðræður við stjórnvöld í gegnum þjóðhagsráð án sérstaks umboðs frá félögunum. Ég tel brýnt að við tökum af allan vafa um hvar umboð hans liggur í þessari vegferð. Meðfylgjandi er yfirlýsing stjórnar VR um að samningsumboðið er hjá okkur en ekki forseta ASÍ og hann njóti ekki trausts til að leiða þær viðræður sem framundan eru. Þar sem fyrsti fundur með þjóðhagsráði er á morgun tel ég brýnt að senda þetta með tölvupósti til samþykktar eða synjunar.‘‘Þetta er veruleg skrumskæling á sannleikanum. Í þeim tölvupósti mínum til miðstjórnar ASÍ sem formaður VR vitnar til sagði ég m.a.: Þar sem ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um samstarf landssambanda og stærstu félaga á grundvelli samstarfssamningsins varðandi næstu samningalotu, er ljóst að Samninganefndin hefur ekkert umboð á hendi og þar af leiðandi ekki viðræðunefndin heldur. Samskipti við stjórnvöld eru hins vegar almennt á borði miðstjórnar ASÍ skv. bæði samþykktum ASÍ og þeirri verkaskiptingu sem er milli ASÍ og aðildarfélaganna. Ég mun því mæta á fyrrgreindan fund með forsætisráðherra ásamt framkvæmdastjóra ASÍ og gera grein fyrir niðurstöðum hagdeildar ASÍ á þróun skattkerfisins m.t.t. mismunandi tekjuhópa. Jafnframt mun ég gera grein fyrir ályktunum þinga ASÍ ásamt miðstjórn ASÍ varðandi kröfuna um aukið tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins og mikilvægi þess að efla bæði barnabóta- og húsnæðisbótakerfin en ekki leggja fram neinar beinar tillögur til úrbóta. Efnahags- og skattanefnd ASÍ hefur fengið það verkefni að ræða mismunandi leiðir að þessu markmiði en sú vinna er rétt að hefjast og því ekki til frásagnar.Ég treysti því að um þessa skipan mála geti verið sátt og mun ég gera nánari grein fyrir fundinum á næsta miðstjórnarfundi.‘‘Mér er fyrirmunað að skilja hvernig hægt er að lesa út úr þessum texta að ég hafi ákveðið að fara gegn ákvörðun miðstjórnar ASÍ, sem að minni tillögu samþykkti fyrir nokkru síðan að setjast ekki í Þjóðhagsráð vegna þess að svigrúmið sem stjórnvöld vildu skenkja velferðar- og skattamálum var alltof lítið. Auðvitað myndi mér aldrei detta í hug að ákveða upp á eigin spýtur, þvert á ákvörðun miðstjórnar ASÍ, að taka þar sæti. Og auðvitað veit formaður VR betur þegar hann fullyrðir hið gagnstæða og ruglar þar að auki saman, og væntanlega viljandi, annars vegar upplýsingaskyldu ASÍ gagnvart stjórnvöldum og hins vegar einhverskonar „samningsumboði“. Rétt er að ítreka að ASÍ, og ennþá síður forseti þess, hefur ekki umboð til að semja um kjör fyrir hönd einstakra aðildarfélaga. Það gera þau sjálf. Heimild ASÍ til viðræðna og samninga við stjórnvöld um aðra þætti kjaramála er alfarið í höndum miðstjórnar samtakanna en ekki forseta þeirra.Um þetta er öllum miðstjórnarmönnum vafalaust kunnugt. Ragnar Þór Ingólfsson er einn þeirra. Leyfi ég mér að skora á hann að benda á hvar í tölvupósti mínum til miðstjórnar hann finnur þeim fullyrðingum sínum stað að ég hyggist „leiða viðræður við stjórnvöld í gegnum Þjóðhagsráð án sérstaks umboðs frá félögunum“. Leyfi ég mér einnig að hvetja fjölmiðla til þess að inna hann eftir þeim rökstuðningi.Reykjavík 25. maí 2018Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Kjaramál Tengdar fréttir Tekist á um vantraust en samþykkt með miklum meirihluta 25. maí 2018 06:00 Stjórn VR treystir ekki forseta ASÍ Stjórn VR ber ekki traust til Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, til að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir hönd stéttarfélagsins og mun hann ekki tala í umboði þess. 24. maí 2018 14:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira
Stjórn VR treystir ekki forseta ASÍ Stjórn VR ber ekki traust til Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, til að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir hönd stéttarfélagsins og mun hann ekki tala í umboði þess. 24. maí 2018 14:16