Innlent

Tveir af átján flutningum lögheimilis taldir löglegir

Kristján Már Unnarsson skrifar
Frá Finnbogastöðum í Trékyllisvík. Þar er grunnskóli Árneshrepps. Reykjaneshyrna sést fjær til vinstri.
Frá Finnbogastöðum í Trékyllisvík. Þar er grunnskóli Árneshrepps. Reykjaneshyrna sést fjær til vinstri. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Þjóðskrá Íslands felldi í dag úr gildi lögheimilisflutninga þriggja einstaklinga inn í Árneshrepp, en samþykkti einn inn, sem áður var búið að hafna; Hrafn Jökulsson rithöfund. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.

Þar með er búið að fjalla um allar átján lögheimilsskráningarnar, sem teknar voru til rannsóknar, vegna gruns um að þær væru til málamynda vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Niðurstaða Þjóðskrár var að lögheimilisskráningar tveggja einstaklinga voru taldar samrýmast lögum en skráningar sextán einstaklinga eru fallnar úr gildi.

Frá Gjögri í Árneshreppi. Reykjarfjörður opnast til hægri en fjær sést í mynni Veiðileysufjarðar. Fjallið Kambur er á milli fjarðanna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Hreppsnefnd Árneshrepps kemur saman í kvöld til að ákveða hvort kjörskráin verði leiðrétt til samræmis við niðurstöðu Þjóðskrár Íslands.

Hér má sjá frétt Stöðvar 2:


Tengdar fréttir

Hægt að gera breytingar á kjörskrá fram á kjördag

Þjóðskrá Íslands stefnir á að ljúka athugun sinni á lögheimilisskráningum fólks í Árneshrepp sem áttu sér stað um síðustu mánaðamót öðru hvoru megin við helgina, það er í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×