Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í máli um hugverkaþjófnað Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. maí 2018 19:00 Pétur Már Halldórsson forstjóri Nox Medical. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í dómsmáli á hendur bandaríska lækningavörufyrirtækinu Natus Neurology í einhverju stærsta og dýrasta máli sem íslenskt félag hefur höfðað. Kviðdómur í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að Natus hefði stolið hönnun Nox Medical á búnaði til svefnrannsókna sem er varin af einkaleyfi. Nox Medical er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem er orðið leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á búnaði til svefnrannsókna. Starfsmenn Nox Medical eru um fimmtíu, velta fyrirtækisins er nálægt 11 milljónum evra, jafnvirði 1,4 milljarða króna, og eru vörur þess notaðar á mörgum af virtustu sjúkrahúsum í heimi en félagið hefur líka verið leiðandi í þróun á búnaði til svefnmælinga sem fólk notar heima hjá sér. Félagið hefur vaxið hratt á síðustu árum og var á lista Financial Times yfir þau fyrirtæki í Evrópu sem uxu hraðast milli áranna 2012 og 2015. Nox Medical höfðaði mál fyrir dómstól í Delaware á hendur bandaríska fyrirtækinu Natus Neurology vegna brots á einkaleyfi sem Nox Medical hefur fyrir sérstakan búnað sem mælir svefnmynstur. Um er að ræða sérstakan öndunarnema, belti úr teygju sem tengist búnaði sem mælir síðan öndun við svefn. „Varan kemur á markað árið 2011 en í byrjun árs 2014 verðum við þess áskynja að okkar helsti keppinautur (Natus Neurology), risafyrirtæki í Bandaríkjunum, hefur afritað okkar vöru. Hefur í raun hafið framleiðslu á nákvæmlega eins öndunarnema,“ segir Pétur Már Halldórsson forstjóri Nox Medical. Nox Medical hafði fengið skráð einkaleyfi á þessa hönnun í bæði Evrópusambandinu og í Bandaríkjunum. Eftir að hafa varið einkaleyfið á báðum vígstöðvum höfðaði fyrirtækið mál á hendur Natus. Kviðdómur í Delaware komst síðan á mánudag að þeirri niðurstöðu að Natus hefði vísvitandi afritað hönnun Nox Medical með ólögmætum hætti og af þeim sökum ætti félagið rétt á skaðabótum en nákvæm fjárhæð þeirra verður ákveðin af dómara.Reyndu fjórum sinnum að hanna sinn eigin öndunarnema „Þetta gerðist ekki fyrir slysni. Natus reyndi fjórum sinnum að hanna sambærilega vöru. Þeim mistókst og í síðustu tilrauninni þá ákváðu þeir að kaupa okkar vöru, senda hana til Kína og framleiða nákvæmlega eins. Reyndar hjá þeim aðila sem franleiðir okkar vöru líka, svo það sýnir dálítið viðskiptasiðferðið í Kína,“ segir Pétur. Málið Delaware er líklega ein dýrasta málshöfðun sem íslenskt félag hefur rekið en málskostnaðurinn er kominn yfir þrjú hundruð milljónir króna. Sú fjárhæð mun hækka enda verður dómnum áfrýjað. „Við hefðum að öllum líkindum aldrei farið út í þetta mál ef okkur hefði órað fyrir hvað í vændum var. En þetta er náttúrulega staðfesting á því sem við höfum alltaf haldið fram. Að einkaleyfið skuli halda. Það skiptir sannarlega máli að vinna gagnvart bótunum sem við fáum og það skiptir máli gagnvart möguleikum okkar á markaði að stöðva þetta. Auðvitað vitum við að okkar keppinautur mun að einhverju leyti reyna að komast framhjá okkar einkaleyfi með því að reyna að breyta hönnun vörunnar en það breytir því ekki að við höfum unnið sigur í þessu máli og hann skiptir mjög miklu máli upp á framhaldið,“ segir Pétur. Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í dómsmáli á hendur bandaríska lækningavörufyrirtækinu Natus Neurology í einhverju stærsta og dýrasta máli sem íslenskt félag hefur höfðað. Kviðdómur í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að Natus hefði stolið hönnun Nox Medical á búnaði til svefnrannsókna sem er varin af einkaleyfi. Nox Medical er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem er orðið leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á búnaði til svefnrannsókna. Starfsmenn Nox Medical eru um fimmtíu, velta fyrirtækisins er nálægt 11 milljónum evra, jafnvirði 1,4 milljarða króna, og eru vörur þess notaðar á mörgum af virtustu sjúkrahúsum í heimi en félagið hefur líka verið leiðandi í þróun á búnaði til svefnmælinga sem fólk notar heima hjá sér. Félagið hefur vaxið hratt á síðustu árum og var á lista Financial Times yfir þau fyrirtæki í Evrópu sem uxu hraðast milli áranna 2012 og 2015. Nox Medical höfðaði mál fyrir dómstól í Delaware á hendur bandaríska fyrirtækinu Natus Neurology vegna brots á einkaleyfi sem Nox Medical hefur fyrir sérstakan búnað sem mælir svefnmynstur. Um er að ræða sérstakan öndunarnema, belti úr teygju sem tengist búnaði sem mælir síðan öndun við svefn. „Varan kemur á markað árið 2011 en í byrjun árs 2014 verðum við þess áskynja að okkar helsti keppinautur (Natus Neurology), risafyrirtæki í Bandaríkjunum, hefur afritað okkar vöru. Hefur í raun hafið framleiðslu á nákvæmlega eins öndunarnema,“ segir Pétur Már Halldórsson forstjóri Nox Medical. Nox Medical hafði fengið skráð einkaleyfi á þessa hönnun í bæði Evrópusambandinu og í Bandaríkjunum. Eftir að hafa varið einkaleyfið á báðum vígstöðvum höfðaði fyrirtækið mál á hendur Natus. Kviðdómur í Delaware komst síðan á mánudag að þeirri niðurstöðu að Natus hefði vísvitandi afritað hönnun Nox Medical með ólögmætum hætti og af þeim sökum ætti félagið rétt á skaðabótum en nákvæm fjárhæð þeirra verður ákveðin af dómara.Reyndu fjórum sinnum að hanna sinn eigin öndunarnema „Þetta gerðist ekki fyrir slysni. Natus reyndi fjórum sinnum að hanna sambærilega vöru. Þeim mistókst og í síðustu tilrauninni þá ákváðu þeir að kaupa okkar vöru, senda hana til Kína og framleiða nákvæmlega eins. Reyndar hjá þeim aðila sem franleiðir okkar vöru líka, svo það sýnir dálítið viðskiptasiðferðið í Kína,“ segir Pétur. Málið Delaware er líklega ein dýrasta málshöfðun sem íslenskt félag hefur rekið en málskostnaðurinn er kominn yfir þrjú hundruð milljónir króna. Sú fjárhæð mun hækka enda verður dómnum áfrýjað. „Við hefðum að öllum líkindum aldrei farið út í þetta mál ef okkur hefði órað fyrir hvað í vændum var. En þetta er náttúrulega staðfesting á því sem við höfum alltaf haldið fram. Að einkaleyfið skuli halda. Það skiptir sannarlega máli að vinna gagnvart bótunum sem við fáum og það skiptir máli gagnvart möguleikum okkar á markaði að stöðva þetta. Auðvitað vitum við að okkar keppinautur mun að einhverju leyti reyna að komast framhjá okkar einkaleyfi með því að reyna að breyta hönnun vörunnar en það breytir því ekki að við höfum unnið sigur í þessu máli og hann skiptir mjög miklu máli upp á framhaldið,“ segir Pétur.
Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira