Erlent

Evrópuþingmenn ósáttir við skipulag fundar með Zuckerberg

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins, virðir Zuckerberg fyrir sér. Tajani segir að Zuckerberg hafi ekki beðið um hið umdeilda fyrirkomulag fundarins.
Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins, virðir Zuckerberg fyrir sér. Tajani segir að Zuckerberg hafi ekki beðið um hið umdeilda fyrirkomulag fundarins.
Margir Evrópuþingmenn eru mjög óánægðir með skipulag fundar með Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, sem fór fram í Brussel í gær. Í stað þess að einstakir þingmenn fengju að yfirheyra Zuckerberg, líkt og þegar hann kom fyrir bandaríska þingnefnd á dögunum, fengu Evrópuþingmennirnir aðeins að varpa fram röð spurninga sem síðan var safnað saman og Zuckerberg svaraði í löngu máli.

Fyrir vikið komst Zuckerberg upp með að svara ekki öllum spurningum og rétt snerta á sumum. Nokkrir Evrópuþingmenn sökuðu Facebook um undanbrögð en Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins, segir að þetta fyrirkomulag hafi verið ákveðið án samráðs við fyrirtækið. Þá segir hann að Zuckerberg muni skila ítarlegri svörum skriflega.


Tengdar fréttir

Zuckerberg biðst afsökunar

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag.

Zuckerberg kemur fyrir Evrópuþing

Zuckerberg verður gert að svara fyrir gjörðir stjórnarmanna en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með greiningarfyrirtækinu Cambridge Analytica.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×