Hefur fulla trú á getu Trump til að koma á friði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. maí 2018 23:30 Moon Jae-in forseti Suður-Kóreu fyrir utan Hvíta húsið í dag. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti og Moon Jae-in forseti Suður-Kóreu funduðu í dag um fyrirhugaðan fund Trump og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Fundurinn fór fram í Hvíta húsinu í Washington. Með fundinum átti að reyna að tryggja það að af leiðtogafundinum verði. Eins og kom fram á Vísi í dag sagði Trump fyrir fundinn að mögulega yrði þessum sögulega fundi frestað. Embættismenn í Suður-Kóreu segjast samt 99,9 prósent vissir um að fundurinn verði haldinn. Til stendur að halda fundinn í Singapúr þann 12. júní. Moon sagði við blaðamenn í Washington í gær að „örlög og framtíð Kóreuskagans“ velti á þessum fundi. Chung Eui-yong, yfirmaður þjóðaröryggisráðs Suður-Kóreu, sagði við fjölmiðla í dag að þrátt fyrir að þeir væru vissir um að af fundinum yrði, væri verið að skoða alla möguleika. Trump sagði við blaðamenn að Kim hafi ekki uppfyllt ónefndar kröfur fyrir þessum fundi. Hann sagði þó einnig að hann trúi því að Kim sé alvara um viðræðurnar samkvæmt frétt AFP. Moon var mjög bjartsýnn og jákvæður og sagðist hafa fulla trú á getu Trump til þess að halda þennan fund og koma á friði og ná „sögulegum sigri sem enginn annar hefði náð á síðustu áratugum.“ Hann hrósaði Trump í hástert. „Þökk sé þinni sýn á að ná friði með styrk og sterkri leiðtogahæfni erum við einu skrefi nær þeim draumi um kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaganum.“ Donald Trump Tengdar fréttir Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53 Sérstök mynt slegin til minningar um leiðtogafund Trumps og Kims Trump Bandaríkjaforseti hefur látið slá sérstaka mynt til minningar um leiðtogafund sinn með Kim Jong-un sem stendur til að verði haldinn í Singapúr í næsta mánuði. 22. maí 2018 10:14 Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Moon Jae-in forseti Suður-Kóreu funduðu í dag um fyrirhugaðan fund Trump og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Fundurinn fór fram í Hvíta húsinu í Washington. Með fundinum átti að reyna að tryggja það að af leiðtogafundinum verði. Eins og kom fram á Vísi í dag sagði Trump fyrir fundinn að mögulega yrði þessum sögulega fundi frestað. Embættismenn í Suður-Kóreu segjast samt 99,9 prósent vissir um að fundurinn verði haldinn. Til stendur að halda fundinn í Singapúr þann 12. júní. Moon sagði við blaðamenn í Washington í gær að „örlög og framtíð Kóreuskagans“ velti á þessum fundi. Chung Eui-yong, yfirmaður þjóðaröryggisráðs Suður-Kóreu, sagði við fjölmiðla í dag að þrátt fyrir að þeir væru vissir um að af fundinum yrði, væri verið að skoða alla möguleika. Trump sagði við blaðamenn að Kim hafi ekki uppfyllt ónefndar kröfur fyrir þessum fundi. Hann sagði þó einnig að hann trúi því að Kim sé alvara um viðræðurnar samkvæmt frétt AFP. Moon var mjög bjartsýnn og jákvæður og sagðist hafa fulla trú á getu Trump til þess að halda þennan fund og koma á friði og ná „sögulegum sigri sem enginn annar hefði náð á síðustu áratugum.“ Hann hrósaði Trump í hástert. „Þökk sé þinni sýn á að ná friði með styrk og sterkri leiðtogahæfni erum við einu skrefi nær þeim draumi um kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaganum.“
Donald Trump Tengdar fréttir Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53 Sérstök mynt slegin til minningar um leiðtogafund Trumps og Kims Trump Bandaríkjaforseti hefur látið slá sérstaka mynt til minningar um leiðtogafund sinn með Kim Jong-un sem stendur til að verði haldinn í Singapúr í næsta mánuði. 22. maí 2018 10:14 Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Sjá meira
Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53
Sérstök mynt slegin til minningar um leiðtogafund Trumps og Kims Trump Bandaríkjaforseti hefur látið slá sérstaka mynt til minningar um leiðtogafund sinn með Kim Jong-un sem stendur til að verði haldinn í Singapúr í næsta mánuði. 22. maí 2018 10:14