Ferðaþjónusta á tímamótum Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm og Jakob S. Jónsson skrifar 22. maí 2018 12:00 Reykjavík – ferðaþjónusta í sátt við íbúa og umhverfi Ferðaþjónustan stendur á tímamótum og það skiptir máli hvaða stefna verður tekin af borgaryfirvöldum og borgarbúum. Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur skýra stefnu í málefnum ferðaþjónustu og er fyrsta stjórnmálaaflið á Íslandi, sem hefur mótað sér slíka stefnu, enda er um að ræða aðal gjaldeyristekjulind okkar Íslendinga. Ferðaþjónustan bjargaði okkur algerlega eftir hrun, og við verðum að tryggja að þessi mikilvæga atvinnugrein geti blómstrað áfram. Mikilvægt er að borgaryfirvöld eigi frumkvæði að því að móta stefnuna í raunverulegri samvinnu við borgarbúa.Reykvíkingar njóti vafans Reykjavík er segull í ferðaþjónustu, enda koma þar við til lengri eða skemmri tíma nær allir ferðamenn sem á annað borð koma til landsins. Reykjavík er því ekki aðeins áfangastaður heldur einnig viðkomustaður; hvort tveggja verður að hafa í huga þegar mótuð er stefna í ferðaþjónustu fyrir borgina. En Reykjavík er líka heimabyggð og menning borgarinnar, þ.e. mannlíf hennar, íbúarnir eru „auðlind“ í ferðaþjónustu. Íbúarnir eru hin iðandi kös fjölbreytileikans, sögunnar og menningarinnar sem fanga auga og aðdáun hinna erlendu gesta. Ferðaþjónustan getur aldrei þrifist í ósætti við íbúa. Skynsamleg stefna í málefnum ferðaþjónustunnar tekur mið af þessu. Aðgerða er þörf víða, til dæmis verður að herða eftirlit með heimagistingu á vegum Airbnb.Það skiptir höfuðmáli að öll uppbygging innviða fyrir ferðaþjónustu gerist í sátt og samlyndi við íbúa borgarinnar og umhverfi hennar. Flestir ferðamenn koma til Íslands til að njóta náttúrunnar. Hér hefur Reykjavík upp á gríðarmikið að bjóða. Það verður að gæta þess að borgin í heild og einstök svæði innan hennar hljóti ekki þau örlög að spillast af ofnýtingu eða aðgæsluleysi. Við eigum t.d. tafarlaust að friðlýsa lundabyggðina í Akurey, og borgin á að stofna borgarfriðland sem teygir sig sig frá heiðum út á sundin, fjölga upplýsingaskiltum og vinna með leiðsögumönnum að því að fræða ferðamenn um umgengni við íslenska náttúru. Íbúar borgarinnar og náttúra hennar á að njóta vafans þegar þolmörk eru skilgreind.Samvinna við ferðaþjónustuna Reykjavíkurborg á að leggja áherslu á að leiðsögumenn auki þekkingu sína á borginni. Borgarsöfnin geta t.d. skipulagt námskeið fyrir leiðsögumenn í samvinnu við ferðaþjónustuna um menningu og sögu borgarinnar, vistkerfi hennar og náttúru. Leiðsögn um borgina á að vera hluti af þeirri starfsemi borgarinnar sem miðlar sögu hennar og túlkar hana útfrá sjónarhóli borgarbúa, náttúru hennar og vistkerfi. Reykjavík á að vera mannvæn borg sem gott er að búa í og heimsækja. Markviss stefna í málefnum ferðaþjónustu auðgar borgina og gerir hana mannvænlegri. Reykjavík á að vera áfangastaður fyrir alla - Ferðaþjónusta í sátt við borgarbúa og náttúru!Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm. Höfundur er flugfreyja og leikkona, og skipar 4 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar.Jakob S. Jónsson. Höfundur er leiðsögumaður og skipar 29 sæti á framboðslista VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm Kosningar 2018 Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Sjá meira
Reykjavík – ferðaþjónusta í sátt við íbúa og umhverfi Ferðaþjónustan stendur á tímamótum og það skiptir máli hvaða stefna verður tekin af borgaryfirvöldum og borgarbúum. Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur skýra stefnu í málefnum ferðaþjónustu og er fyrsta stjórnmálaaflið á Íslandi, sem hefur mótað sér slíka stefnu, enda er um að ræða aðal gjaldeyristekjulind okkar Íslendinga. Ferðaþjónustan bjargaði okkur algerlega eftir hrun, og við verðum að tryggja að þessi mikilvæga atvinnugrein geti blómstrað áfram. Mikilvægt er að borgaryfirvöld eigi frumkvæði að því að móta stefnuna í raunverulegri samvinnu við borgarbúa.Reykvíkingar njóti vafans Reykjavík er segull í ferðaþjónustu, enda koma þar við til lengri eða skemmri tíma nær allir ferðamenn sem á annað borð koma til landsins. Reykjavík er því ekki aðeins áfangastaður heldur einnig viðkomustaður; hvort tveggja verður að hafa í huga þegar mótuð er stefna í ferðaþjónustu fyrir borgina. En Reykjavík er líka heimabyggð og menning borgarinnar, þ.e. mannlíf hennar, íbúarnir eru „auðlind“ í ferðaþjónustu. Íbúarnir eru hin iðandi kös fjölbreytileikans, sögunnar og menningarinnar sem fanga auga og aðdáun hinna erlendu gesta. Ferðaþjónustan getur aldrei þrifist í ósætti við íbúa. Skynsamleg stefna í málefnum ferðaþjónustunnar tekur mið af þessu. Aðgerða er þörf víða, til dæmis verður að herða eftirlit með heimagistingu á vegum Airbnb.Það skiptir höfuðmáli að öll uppbygging innviða fyrir ferðaþjónustu gerist í sátt og samlyndi við íbúa borgarinnar og umhverfi hennar. Flestir ferðamenn koma til Íslands til að njóta náttúrunnar. Hér hefur Reykjavík upp á gríðarmikið að bjóða. Það verður að gæta þess að borgin í heild og einstök svæði innan hennar hljóti ekki þau örlög að spillast af ofnýtingu eða aðgæsluleysi. Við eigum t.d. tafarlaust að friðlýsa lundabyggðina í Akurey, og borgin á að stofna borgarfriðland sem teygir sig sig frá heiðum út á sundin, fjölga upplýsingaskiltum og vinna með leiðsögumönnum að því að fræða ferðamenn um umgengni við íslenska náttúru. Íbúar borgarinnar og náttúra hennar á að njóta vafans þegar þolmörk eru skilgreind.Samvinna við ferðaþjónustuna Reykjavíkurborg á að leggja áherslu á að leiðsögumenn auki þekkingu sína á borginni. Borgarsöfnin geta t.d. skipulagt námskeið fyrir leiðsögumenn í samvinnu við ferðaþjónustuna um menningu og sögu borgarinnar, vistkerfi hennar og náttúru. Leiðsögn um borgina á að vera hluti af þeirri starfsemi borgarinnar sem miðlar sögu hennar og túlkar hana útfrá sjónarhóli borgarbúa, náttúru hennar og vistkerfi. Reykjavík á að vera mannvæn borg sem gott er að búa í og heimsækja. Markviss stefna í málefnum ferðaþjónustu auðgar borgina og gerir hana mannvænlegri. Reykjavík á að vera áfangastaður fyrir alla - Ferðaþjónusta í sátt við borgarbúa og náttúru!Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm. Höfundur er flugfreyja og leikkona, og skipar 4 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar.Jakob S. Jónsson. Höfundur er leiðsögumaður og skipar 29 sæti á framboðslista VG.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar