Meiri lúxus Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 22. maí 2018 10:00 Víðs vegar í Reykjavík má sjá merki um miklar byggingaframkvæmdir og verið er að reisa ný hús í stað þeirra gömlu sem voru rifin. Einhver þessara húsa máttu eflaust hverfa en við eigum eftir að sjá hvað kemur í stað þeirra. Óhætt er að segja að margir bíði með öndina í hálsinum eftir því hvernig til tekst og vona heitt og innilega að útkoman verði ekki einhver óskapnaður. Það er leiðinlegt að segja það, en íslenskur nútímaarkitektúr er einfaldlega þannig að ekki er alltaf ástæða til að hrópa húrra fyrir honum. Þess vegna á að vera auðvelt að hafa skilning og samúð með kvíða þeirra sem vilja að höfuðborgin sé falleg en óttast að þróunin sé í þveröfuga átt. Við Hafnartorg standa yfir miklar framkvæmdir sem borgarbúar komast ekki hjá að verða varir við. Þar eiga að verða til íbúðir. Íbúðir skortir einmitt á höfuðborgarsvæðinu en almenningur hefur samt enga ástæðu til að fagna. Þessar íbúðir eru nefnilega alls ekki ætlaðar venjulegu fólki. Þetta eru lúxusíbúðir þar sem ekkert er til sparað. Óhófið er reyndar svo mikið að þær dýrustu munu kosta um 400 milljónir. Það er eins og einhverjir einstaklingar hafi fengið svæsið nostalgíukast og þrái að hverfa aftur til áranna fyrir hrun þegar flottræfilshátturinn var svo umsvifamikill að gull var jafnvel lagt sér til munns í veislum, eins og frægt varð. Íbúðirnar við Hafnartorg eru hannaðar fyrir þá allra ríkustu. Ólíklegt er þó að íslenskir auðmenn muni hreiðra um sig í þessum lúxusíbúðum. Þeir þola ekki hverjir aðra. Það yrði þeim ofraun að þurfa að mætast reglulega í lyftunni eða á stigaganginum og neyðast til að bjóða góðan daginn. Þeir gætu aldrei sætt sig við slíkt sambýli. Íbúðirnar hljóta því að vera hugsaðar fyrir erlenda auðkýfinga. Ólíklegt er að þeir setjist hér að, en ekki er útilokað að þeir vilji eiga hér afdrep þegar þeir þrá tilbreytingu frá lífi í stórborgum á borð við New York, París og Róm. Fólk þarf ekki að vera í Sósíalistaflokknum til að spyrja sjálfsagðra spurninga eins og af hverju slík ofuráhersla sé lögð á hag auðjöfra að þeim sé ætlaður alveg sérstakur staður í hjarta Reykjavíkur. Það má svo velta fyrir sér af hverju ekkert heyrist frá borgarstjórnarmeirihlutanum um allan þennan ofurlúxus sem þarna er fyrirhugað að skapa. Ekki er hægt að ætla annað en meirihlutanum þyki þetta hið besta mál. Allavega heyrast ekki óánægjuraddir úr þeim ranni. Finnst Vinstri grænum í borginni það virkilega vera brýnt forgangsmál að hlaða undir auðmenn? Hvar er jafnaðarstefna Samfylkingarinnar, er henni bara veifað stundum en falin þess á milli? Og eru Píratar að breytast í örgustu kapítalista? Er Björt framtíð svo buguð að hún getur ekki lengur tjáð sig? Gott væri að fá svör við þessum spurningum fyrir kosningar. Og um leið á að spyrja þennan sama meirihluta: Eruð þið búin að selja verktökum og fjárfestum sál ykkar og sannfæringu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Víðs vegar í Reykjavík má sjá merki um miklar byggingaframkvæmdir og verið er að reisa ný hús í stað þeirra gömlu sem voru rifin. Einhver þessara húsa máttu eflaust hverfa en við eigum eftir að sjá hvað kemur í stað þeirra. Óhætt er að segja að margir bíði með öndina í hálsinum eftir því hvernig til tekst og vona heitt og innilega að útkoman verði ekki einhver óskapnaður. Það er leiðinlegt að segja það, en íslenskur nútímaarkitektúr er einfaldlega þannig að ekki er alltaf ástæða til að hrópa húrra fyrir honum. Þess vegna á að vera auðvelt að hafa skilning og samúð með kvíða þeirra sem vilja að höfuðborgin sé falleg en óttast að þróunin sé í þveröfuga átt. Við Hafnartorg standa yfir miklar framkvæmdir sem borgarbúar komast ekki hjá að verða varir við. Þar eiga að verða til íbúðir. Íbúðir skortir einmitt á höfuðborgarsvæðinu en almenningur hefur samt enga ástæðu til að fagna. Þessar íbúðir eru nefnilega alls ekki ætlaðar venjulegu fólki. Þetta eru lúxusíbúðir þar sem ekkert er til sparað. Óhófið er reyndar svo mikið að þær dýrustu munu kosta um 400 milljónir. Það er eins og einhverjir einstaklingar hafi fengið svæsið nostalgíukast og þrái að hverfa aftur til áranna fyrir hrun þegar flottræfilshátturinn var svo umsvifamikill að gull var jafnvel lagt sér til munns í veislum, eins og frægt varð. Íbúðirnar við Hafnartorg eru hannaðar fyrir þá allra ríkustu. Ólíklegt er þó að íslenskir auðmenn muni hreiðra um sig í þessum lúxusíbúðum. Þeir þola ekki hverjir aðra. Það yrði þeim ofraun að þurfa að mætast reglulega í lyftunni eða á stigaganginum og neyðast til að bjóða góðan daginn. Þeir gætu aldrei sætt sig við slíkt sambýli. Íbúðirnar hljóta því að vera hugsaðar fyrir erlenda auðkýfinga. Ólíklegt er að þeir setjist hér að, en ekki er útilokað að þeir vilji eiga hér afdrep þegar þeir þrá tilbreytingu frá lífi í stórborgum á borð við New York, París og Róm. Fólk þarf ekki að vera í Sósíalistaflokknum til að spyrja sjálfsagðra spurninga eins og af hverju slík ofuráhersla sé lögð á hag auðjöfra að þeim sé ætlaður alveg sérstakur staður í hjarta Reykjavíkur. Það má svo velta fyrir sér af hverju ekkert heyrist frá borgarstjórnarmeirihlutanum um allan þennan ofurlúxus sem þarna er fyrirhugað að skapa. Ekki er hægt að ætla annað en meirihlutanum þyki þetta hið besta mál. Allavega heyrast ekki óánægjuraddir úr þeim ranni. Finnst Vinstri grænum í borginni það virkilega vera brýnt forgangsmál að hlaða undir auðmenn? Hvar er jafnaðarstefna Samfylkingarinnar, er henni bara veifað stundum en falin þess á milli? Og eru Píratar að breytast í örgustu kapítalista? Er Björt framtíð svo buguð að hún getur ekki lengur tjáð sig? Gott væri að fá svör við þessum spurningum fyrir kosningar. Og um leið á að spyrja þennan sama meirihluta: Eruð þið búin að selja verktökum og fjárfestum sál ykkar og sannfæringu?
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun