Horfði á fréttir af eigin "morði“ úr líkhúsi Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2018 19:46 Arkady Babchenko á blaðamannafundi í dag. Vísir/AP Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko hélt blaðamannafund í dag þar sem hann varði aðgerðir leyniþjónustu Úkraínu varðandi sviðsetningu morðs hans. Fregnir bárust af því í fyrradag að Babchenko hefði verið skotinn í bakið í húsi sínu og hann hefði verið úrskurðaður látinn á leið á sjúkrahús. Degi seinna mætti hann á blaðamannafund þar sem yfirvöld Úkraínu sögðu morð hans hafa verið sviðsett til að laða þá sem ætluðu sér að koma honum fyrir kattarnef úr felum.Einn hefur verið handtekinn vegna málsins. Á blaðamannafundinum í dag sagði Babchenko að ógnin hefði svo sannarlega verið raunveruleg. Eftir að honum var tilkynnt að búið væri að leggja fé honum til höfuðs, voru hans fyrstu viðbrögð að flýja. „En síðan áttaði ég mig, hvar felur þú þig? Skripal reyndi einnig að fela sig,“ sagði Babchenko. Þess í stað ákvað hann að taka þátt í áætlun leyniþjónustu Úkraínu um að sviðsetja morð hans. Aðgerð þessi hefur verið harðlega gagnrýnd af blaðamönnum víða um heim og er hún sögð hafa dregið úr trausti á fjölmiðla og spilað upp í hendur gagnrýnenda. Hann sagði ákvörðun sína ekki hafa snúið að fölskum fréttum eða áróðri. Hann hafi eingöngu verið að hugsa um að lifa af. Á blaðamannafundinum lýsti Babchenko því hvernig sviðsetningin fór fram og sagðist hann meðal annars hafa fylgst með fréttum af „morði“ sínu frá líkhúsinu sem hann var fluttur á.Babchenko þjónaði á árum áður í her Rússlands og varð seinna einn af fremstu stríðsblaðamönnum Rússlands. Á undanförnum árum hafði hann verið mjög gagnrýninn á aðgerðir Rússlands í Úkraínu og Sýrlandi. Rússneski embættismenn höfðu fordæmt hann fyrir ummæli sín um loftárásir í Sýrlandi og árásir Rússa í garð Úkraínu. Babchenko skrifaði um hótanirnar í sinn garð í Guardian í fyrra. Þar segir hann að þingmenn hafi kallað eftir því að hann yrði fangelsaður og sviptur ríkisborgararétti sínum.Undrast gagnrýni Yfirvöld Úkraínu segja að Rússar hefðu ráðið Úkraínumann til að sjá um að Babchenko yrði ráðinn af dögum. Sá maður hefði meðal annars boðið fyrrverandi hermanni rúmar þrjár milljónir króna fyrir að myrða blaðamanninn. Hermaðurinn sá fór hins vegar til leyniþjónustu Úkraínu og lét vita af tilboðinu. Arsen Avakov, innanríkisráðherra Úkraínu, segir gagnrýnina sem beinst hafi af yfirvöldum Úkraínu koma sér verulega á óvart. „Yfirlýsingar fjölda alþjóðasamtaka, þar sem við erum sagðir hafa afvegaleitt samfélagið, koma okkur á óvart. Vilduð þið frekar að Babchenko hefði verið myrtur?“ hefur Guardian eftir Avakov.Hann sagðist telja að héðan af muni öryggisstofnanir Úkraínu ekki láta stýrast af almenningsáliti, heldur þess í stað þörfinni að tryggja frið og verja fólk gegn árásum. Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45 Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10 Lygileg atburðarás í Kænugarði Forsætisráðherra Úkraínu kenndi Rússum um morð á blaðamanni sem hefur gagnrýnt yfirvöld í Kreml. Rússar sögðust blásaklausir og reiddust grönnum sínum. Úkraínska leyniþjónustan sviðsetti hins vegar morðið og maðurinn birtist óvænt á blaðamannafundi. 31. maí 2018 06:00 Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko hélt blaðamannafund í dag þar sem hann varði aðgerðir leyniþjónustu Úkraínu varðandi sviðsetningu morðs hans. Fregnir bárust af því í fyrradag að Babchenko hefði verið skotinn í bakið í húsi sínu og hann hefði verið úrskurðaður látinn á leið á sjúkrahús. Degi seinna mætti hann á blaðamannafund þar sem yfirvöld Úkraínu sögðu morð hans hafa verið sviðsett til að laða þá sem ætluðu sér að koma honum fyrir kattarnef úr felum.Einn hefur verið handtekinn vegna málsins. Á blaðamannafundinum í dag sagði Babchenko að ógnin hefði svo sannarlega verið raunveruleg. Eftir að honum var tilkynnt að búið væri að leggja fé honum til höfuðs, voru hans fyrstu viðbrögð að flýja. „En síðan áttaði ég mig, hvar felur þú þig? Skripal reyndi einnig að fela sig,“ sagði Babchenko. Þess í stað ákvað hann að taka þátt í áætlun leyniþjónustu Úkraínu um að sviðsetja morð hans. Aðgerð þessi hefur verið harðlega gagnrýnd af blaðamönnum víða um heim og er hún sögð hafa dregið úr trausti á fjölmiðla og spilað upp í hendur gagnrýnenda. Hann sagði ákvörðun sína ekki hafa snúið að fölskum fréttum eða áróðri. Hann hafi eingöngu verið að hugsa um að lifa af. Á blaðamannafundinum lýsti Babchenko því hvernig sviðsetningin fór fram og sagðist hann meðal annars hafa fylgst með fréttum af „morði“ sínu frá líkhúsinu sem hann var fluttur á.Babchenko þjónaði á árum áður í her Rússlands og varð seinna einn af fremstu stríðsblaðamönnum Rússlands. Á undanförnum árum hafði hann verið mjög gagnrýninn á aðgerðir Rússlands í Úkraínu og Sýrlandi. Rússneski embættismenn höfðu fordæmt hann fyrir ummæli sín um loftárásir í Sýrlandi og árásir Rússa í garð Úkraínu. Babchenko skrifaði um hótanirnar í sinn garð í Guardian í fyrra. Þar segir hann að þingmenn hafi kallað eftir því að hann yrði fangelsaður og sviptur ríkisborgararétti sínum.Undrast gagnrýni Yfirvöld Úkraínu segja að Rússar hefðu ráðið Úkraínumann til að sjá um að Babchenko yrði ráðinn af dögum. Sá maður hefði meðal annars boðið fyrrverandi hermanni rúmar þrjár milljónir króna fyrir að myrða blaðamanninn. Hermaðurinn sá fór hins vegar til leyniþjónustu Úkraínu og lét vita af tilboðinu. Arsen Avakov, innanríkisráðherra Úkraínu, segir gagnrýnina sem beinst hafi af yfirvöldum Úkraínu koma sér verulega á óvart. „Yfirlýsingar fjölda alþjóðasamtaka, þar sem við erum sagðir hafa afvegaleitt samfélagið, koma okkur á óvart. Vilduð þið frekar að Babchenko hefði verið myrtur?“ hefur Guardian eftir Avakov.Hann sagðist telja að héðan af muni öryggisstofnanir Úkraínu ekki láta stýrast af almenningsáliti, heldur þess í stað þörfinni að tryggja frið og verja fólk gegn árásum.
Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45 Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10 Lygileg atburðarás í Kænugarði Forsætisráðherra Úkraínu kenndi Rússum um morð á blaðamanni sem hefur gagnrýnt yfirvöld í Kreml. Rússar sögðust blásaklausir og reiddust grönnum sínum. Úkraínska leyniþjónustan sviðsetti hins vegar morðið og maðurinn birtist óvænt á blaðamannafundi. 31. maí 2018 06:00 Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45
Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10
Lygileg atburðarás í Kænugarði Forsætisráðherra Úkraínu kenndi Rússum um morð á blaðamanni sem hefur gagnrýnt yfirvöld í Kreml. Rússar sögðust blásaklausir og reiddust grönnum sínum. Úkraínska leyniþjónustan sviðsetti hins vegar morðið og maðurinn birtist óvænt á blaðamannafundi. 31. maí 2018 06:00
Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05