Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. maí 2018 14:00 Atli Már í dómsal í dag íklæddur bol með áletruninni: Hvar er Frikki? visir/vilhelm Atli Már Gylfason var í Héraðsdómi Reykjaness í dag sýknaður af stefnu Guðmundar Spartakusar Ómarssonar þar sem farið var fram á ómerkingu á ærumeiðandi ummælum og greiðslu miskabóta vegna ítrekaðra ærumeiðinga og brota á friðhelgi einkalífs stefnanda, eins og sagði í stefnunni. Guðmundi var gert að greiða 600 þúsund krónur í málskostnað. Málið hefur verið fyrirferðarmikið í fjölmiðlum og snýr að meintum fíkniefnaumsvifum Guðmundar Spartakusar og hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Sneri það að grein sem Atli Már skrifaði fyrir stundina og var birt 1. desember 2016 og fjallaði um hvarf Friðriks. Fór Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Guðmundar Spartakusar, fram á að 10 milljónir í miskabætur vegna tilhæfulauss fréttaflutnings á hendur Guðmundi Spartakusi, með vöxtum. Auk þess var farið fram á ómerkingu á „ærumeiðandi ummælum og greiðslu miskabóta vegna ítrekaðra ærumeiðinga og brota á friðhelgi einkalífs stefnanda, í fréttum sem birtar voru í fjölmiðlum meðstefnda Stundarinnar, í útvarpsþættinum Harmageddon og í viðtali í hljóði og mynd á Facebook og www.sudurnes.net, dagana 1. 2. og 30. desember 2016,“ eins og sagði í stefnu. Alls er um 30 ummæli að ræða.Atli Már mætti við réttarhöldin í máli Guðmundar Spartarkusar á hendur honum í héraðsdómi í byrjun mánaðarins íklæddur bol með áletruninni: Hvar er Frikki?visir/vilhelmHópi fréttamanna stefnt Auk Atla Más var útgáfufélagi Stundarinnar stefnt í málinu en hann er ekki einir fréttamaðurinn sem Guðmundur Spartakus stefndi vegna fréttaflutnings af honum. Krafðist hann tíu milljóna króna bætur frá fréttamönnum RÚV. Frá Jóhanni Hlíðari Harðarsyni fréttamanni (8 milljónir), Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra (1 milljón), Pálma Jónassyni fréttamanni (700 þúsund) og Hjálmari Friðrikssyni fyrrverandi fréttamanni RÚV (300 þúsund krónur).Sjá einnig: RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Samþykkti RÚV að greiða honum samtals 2,5 milljónir króna vegna málsins. Sáttagreiðslan var harðlega gagnrýnd á sínum tíma og er mikil óánægja með sáttagreiðsluna á meðal fréttamanna RÚV. Þá sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur Sigmund Erni Rúnarssyni af kröfum Guðmundar Spartakusar vegna frétta sem birtust á vef sjónvarpsstöðvarinnar. Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV og Jóhann Hlíðar Harðarson fengu stefnu frá Guðmundi Spartakusi.Neitaði að nafngreina „ónefnda manninn“ Aðalmeðferð í málinu fór fram í byrjun mánaðarins og snerist málflutningurinn að miklu leyti um hvort að Guðmundur Spartakus væri „ónefndi maðurinn“ í grein Atla Más. Var Atli Már meðal annars þráspurður um það af Vilhjálmi, lögmanni Guðmundar. „Það er ástæða fyrir því að nafn hans er ekki birt í greininni. Ég get ekki gert það án þess að stefna heimildarmönnum mínum í hættu,“ svaraði Atli Már. Guðmundur Spartakus lét ekki sjá sig við aðalmeðferðina en einnig var tekin skýrsla af Cándido Figueredo Ruiz, blaðamanni frá Paragvæ sem fjallað hefur um hvarf Friðriks í Paragvæ auk þess sem hann hefur veitt íslenskum blaðamönnum upplýsingar um málið, meðal annars Atla Má. Byggðist grein Atla Más að þó nokkru leyti á fréttum Ruiz í Paragvæ. Sagiðst Ruiz ekki geta svarað fyrir fréttaflutning íslenskra fréttamanna af málefnum Guðmundar Spartakusar en að hann stæði við allar sínar fréttir af málinu, enda byggðu þær á traustum heimildum, meðal annars frá lögregluyfirvöldum. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ruiz talar norsku og stendur við fréttaflutning sinn af Guðmundi Spartakusi Aðalmeðferð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn blaðamanninum Atla Má Gylfasyni hófst í dag. 3. maí 2018 12:30 RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00 Sigmundur Ernir mátti segja fréttir af Guðmundi Spartakusi Hæstiréttur staðfestir dóm héraðs. 3. maí 2018 15:14 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Atli Már Gylfason var í Héraðsdómi Reykjaness í dag sýknaður af stefnu Guðmundar Spartakusar Ómarssonar þar sem farið var fram á ómerkingu á ærumeiðandi ummælum og greiðslu miskabóta vegna ítrekaðra ærumeiðinga og brota á friðhelgi einkalífs stefnanda, eins og sagði í stefnunni. Guðmundi var gert að greiða 600 þúsund krónur í málskostnað. Málið hefur verið fyrirferðarmikið í fjölmiðlum og snýr að meintum fíkniefnaumsvifum Guðmundar Spartakusar og hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Sneri það að grein sem Atli Már skrifaði fyrir stundina og var birt 1. desember 2016 og fjallaði um hvarf Friðriks. Fór Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Guðmundar Spartakusar, fram á að 10 milljónir í miskabætur vegna tilhæfulauss fréttaflutnings á hendur Guðmundi Spartakusi, með vöxtum. Auk þess var farið fram á ómerkingu á „ærumeiðandi ummælum og greiðslu miskabóta vegna ítrekaðra ærumeiðinga og brota á friðhelgi einkalífs stefnanda, í fréttum sem birtar voru í fjölmiðlum meðstefnda Stundarinnar, í útvarpsþættinum Harmageddon og í viðtali í hljóði og mynd á Facebook og www.sudurnes.net, dagana 1. 2. og 30. desember 2016,“ eins og sagði í stefnu. Alls er um 30 ummæli að ræða.Atli Már mætti við réttarhöldin í máli Guðmundar Spartarkusar á hendur honum í héraðsdómi í byrjun mánaðarins íklæddur bol með áletruninni: Hvar er Frikki?visir/vilhelmHópi fréttamanna stefnt Auk Atla Más var útgáfufélagi Stundarinnar stefnt í málinu en hann er ekki einir fréttamaðurinn sem Guðmundur Spartakus stefndi vegna fréttaflutnings af honum. Krafðist hann tíu milljóna króna bætur frá fréttamönnum RÚV. Frá Jóhanni Hlíðari Harðarsyni fréttamanni (8 milljónir), Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra (1 milljón), Pálma Jónassyni fréttamanni (700 þúsund) og Hjálmari Friðrikssyni fyrrverandi fréttamanni RÚV (300 þúsund krónur).Sjá einnig: RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Samþykkti RÚV að greiða honum samtals 2,5 milljónir króna vegna málsins. Sáttagreiðslan var harðlega gagnrýnd á sínum tíma og er mikil óánægja með sáttagreiðsluna á meðal fréttamanna RÚV. Þá sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur Sigmund Erni Rúnarssyni af kröfum Guðmundar Spartakusar vegna frétta sem birtust á vef sjónvarpsstöðvarinnar. Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV og Jóhann Hlíðar Harðarson fengu stefnu frá Guðmundi Spartakusi.Neitaði að nafngreina „ónefnda manninn“ Aðalmeðferð í málinu fór fram í byrjun mánaðarins og snerist málflutningurinn að miklu leyti um hvort að Guðmundur Spartakus væri „ónefndi maðurinn“ í grein Atla Más. Var Atli Már meðal annars þráspurður um það af Vilhjálmi, lögmanni Guðmundar. „Það er ástæða fyrir því að nafn hans er ekki birt í greininni. Ég get ekki gert það án þess að stefna heimildarmönnum mínum í hættu,“ svaraði Atli Már. Guðmundur Spartakus lét ekki sjá sig við aðalmeðferðina en einnig var tekin skýrsla af Cándido Figueredo Ruiz, blaðamanni frá Paragvæ sem fjallað hefur um hvarf Friðriks í Paragvæ auk þess sem hann hefur veitt íslenskum blaðamönnum upplýsingar um málið, meðal annars Atla Má. Byggðist grein Atla Más að þó nokkru leyti á fréttum Ruiz í Paragvæ. Sagiðst Ruiz ekki geta svarað fyrir fréttaflutning íslenskra fréttamanna af málefnum Guðmundar Spartakusar en að hann stæði við allar sínar fréttir af málinu, enda byggðu þær á traustum heimildum, meðal annars frá lögregluyfirvöldum.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ruiz talar norsku og stendur við fréttaflutning sinn af Guðmundi Spartakusi Aðalmeðferð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn blaðamanninum Atla Má Gylfasyni hófst í dag. 3. maí 2018 12:30 RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00 Sigmundur Ernir mátti segja fréttir af Guðmundi Spartakusi Hæstiréttur staðfestir dóm héraðs. 3. maí 2018 15:14 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ruiz talar norsku og stendur við fréttaflutning sinn af Guðmundi Spartakusi Aðalmeðferð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn blaðamanninum Atla Má Gylfasyni hófst í dag. 3. maí 2018 12:30
RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00
Sigmundur Ernir mátti segja fréttir af Guðmundi Spartakusi Hæstiréttur staðfestir dóm héraðs. 3. maí 2018 15:14