Bilic fer yfir Króatíu: Bestu leikmennirnir, stjórinn og hverjir geta sprungið út Anton Ingi Leifsson skrifar 31. maí 2018 22:30 Króatar fagna marki í undankeppninni. vísir/getty Það eru tuttugu ár síðan að Króatía tryggði sig inn á sitt fyrsta Heimsmeistaramót. Hlutirnir hafa ekki farið eins og þeir vildu á síðustu mótum en nú fá þeir enn eitt tækifærið, HM í Rússlandi. Króatía er í riðli með okkur Íslendingum ásamt Argentínu og Króatíu. Sky fréttastofan fékk fyrrum stjóra Króatíu, frá 2006-2012, til þess að fara yfir liðið, stjórann og ungu leikmennina. „Fólk ætlast til þess að þú komast á stórmót eins og Þýskaland, Spánn, Ítalía og England. Svo þegar þú ert kominn þangað vill það að þú farir upp úr riðlinum,” sagði Bilic. „Við höfum einungis misst af nokkrum stórmótum. Við höfum alltaf haft góða leikmenn og gott lið. Ég var stjórinn í sex ár og í um sextíu leikjum var ekki einn leikur þar sem við sögðum að annað liðið væri betra og við myndum sætta okkur við stig.” „Þú þarft að fá alla leikmenn liðsins til að eiga gott stórmót og svo þarftu einhverja sem koma með eitthvað aukalega sem skilar sér til liðsins. Einhverjir þurfa að spila leiki lífsins og komi það allt saman getur eitthvað sérstakt gerst eins og 1998.”Lykilmennirnir „Við erum með frábært lið á pappírunum ef þú lítur á leikmennina og hvar þeir eru að spila. 1998 þegar við lentum í þriðja sætinu þá vorum við ekki þetta sterkir og með svo mikla reynslu.” „Luka Modric er lykilmaður hjá Real, Rakitic er mikilvægur hjá Barcelona, Kovavic er yngri en einnig hjá Madrid. Svo höfum við Ivan Perisic og Marcelo Brozovic hjá Inter, Mandzukiz hjá Juve, Kalinic hjá Milan og Vsraljko hjá Atl. Madrid. Allir að spila hjá stórum félögum.” „Þú þarft ekki að vera fótboltasérfræðingur til þess að sjá það að Modric er lykilmaður. Innan og utan vallar hefur hann þroskast og er orðinn leiðtogi. Hann er fyrirliðinn. Hann er aðal maðurinn á vellinum.” „Ég fékk þann heiður að vinna með góðum leikmönnum hjá Króatíu, Besiktas og West Ham en ef ég þyrfti að velja þann besta sem ég hef unnið með þá myndi ég velja Modric.”Stjórinn, Zlatko Dalic „Þegar ég var í unglingaliði Hajduk Split þá var hann einnig hjá félaginu. Hann hefur búið til sitt nafn í Mið-Austurlöndunum. Hann gerði vel í Sádi-Arabíu og svo í Abu-Dhabi þar sem hann fór með Al-Ain í úrslitaleik asísku Meistaradeildarinnar.” „Hann hefur lagt hart að sér og hann er góður, hreinskilinn maður á sínum blóma. Hann tók við liðinu á slæmum tímapunkti og byrjaði mjög vel svo hann á skilið tækifærið. Allt landið mun flykkja sér á bakvið hann.”Nikola Vlasic.vísir/gettyHverjir slá í gegn af þeim yngri? „Nikola Vlasic er fri mínum heimabæ, Split. Hann kemur frá íþróttafjölskyldu og systir hans, Blanka, er ein stærsta íþróttastjarnan í Króatíu. Hún var hástökkvari og vann íþróttakona ársins fimm eða sex ár í röð. Hún vann silfur á Ólympíuleikunum í Beijing og var heimsmeistari.” „Vlasic æfði einnig með syni mínum og ég vildi taka hann til West Ham en ég var of seinn. Hann er að verða mjög góður leikmaður og byrjaði vel hjá Everton en því miður þá skiptu þeir um stjóra. Núna er hann ekki að spila en þegar hann fékk tækifæri gerði hann vel. Hann er ungur en vel undirbúinn og hefur þroskast.” „Einnig eru Pjaca hjá Juventus og Rog hjá Napoli. Væntingarnar voru miklar til Halilovic en hann fór of ungur til Barcelona og það er erfitt að spila þar. Ferill hans hefur ekki farið eins og hann vildi, frá Hamburg tli Las Palmas, en hann er enn ungur og getur náð langt. Hann er að spila í La Liga og hefur alla möguleika á að ná langt.” HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Það eru tuttugu ár síðan að Króatía tryggði sig inn á sitt fyrsta Heimsmeistaramót. Hlutirnir hafa ekki farið eins og þeir vildu á síðustu mótum en nú fá þeir enn eitt tækifærið, HM í Rússlandi. Króatía er í riðli með okkur Íslendingum ásamt Argentínu og Króatíu. Sky fréttastofan fékk fyrrum stjóra Króatíu, frá 2006-2012, til þess að fara yfir liðið, stjórann og ungu leikmennina. „Fólk ætlast til þess að þú komast á stórmót eins og Þýskaland, Spánn, Ítalía og England. Svo þegar þú ert kominn þangað vill það að þú farir upp úr riðlinum,” sagði Bilic. „Við höfum einungis misst af nokkrum stórmótum. Við höfum alltaf haft góða leikmenn og gott lið. Ég var stjórinn í sex ár og í um sextíu leikjum var ekki einn leikur þar sem við sögðum að annað liðið væri betra og við myndum sætta okkur við stig.” „Þú þarft að fá alla leikmenn liðsins til að eiga gott stórmót og svo þarftu einhverja sem koma með eitthvað aukalega sem skilar sér til liðsins. Einhverjir þurfa að spila leiki lífsins og komi það allt saman getur eitthvað sérstakt gerst eins og 1998.”Lykilmennirnir „Við erum með frábært lið á pappírunum ef þú lítur á leikmennina og hvar þeir eru að spila. 1998 þegar við lentum í þriðja sætinu þá vorum við ekki þetta sterkir og með svo mikla reynslu.” „Luka Modric er lykilmaður hjá Real, Rakitic er mikilvægur hjá Barcelona, Kovavic er yngri en einnig hjá Madrid. Svo höfum við Ivan Perisic og Marcelo Brozovic hjá Inter, Mandzukiz hjá Juve, Kalinic hjá Milan og Vsraljko hjá Atl. Madrid. Allir að spila hjá stórum félögum.” „Þú þarft ekki að vera fótboltasérfræðingur til þess að sjá það að Modric er lykilmaður. Innan og utan vallar hefur hann þroskast og er orðinn leiðtogi. Hann er fyrirliðinn. Hann er aðal maðurinn á vellinum.” „Ég fékk þann heiður að vinna með góðum leikmönnum hjá Króatíu, Besiktas og West Ham en ef ég þyrfti að velja þann besta sem ég hef unnið með þá myndi ég velja Modric.”Stjórinn, Zlatko Dalic „Þegar ég var í unglingaliði Hajduk Split þá var hann einnig hjá félaginu. Hann hefur búið til sitt nafn í Mið-Austurlöndunum. Hann gerði vel í Sádi-Arabíu og svo í Abu-Dhabi þar sem hann fór með Al-Ain í úrslitaleik asísku Meistaradeildarinnar.” „Hann hefur lagt hart að sér og hann er góður, hreinskilinn maður á sínum blóma. Hann tók við liðinu á slæmum tímapunkti og byrjaði mjög vel svo hann á skilið tækifærið. Allt landið mun flykkja sér á bakvið hann.”Nikola Vlasic.vísir/gettyHverjir slá í gegn af þeim yngri? „Nikola Vlasic er fri mínum heimabæ, Split. Hann kemur frá íþróttafjölskyldu og systir hans, Blanka, er ein stærsta íþróttastjarnan í Króatíu. Hún var hástökkvari og vann íþróttakona ársins fimm eða sex ár í röð. Hún vann silfur á Ólympíuleikunum í Beijing og var heimsmeistari.” „Vlasic æfði einnig með syni mínum og ég vildi taka hann til West Ham en ég var of seinn. Hann er að verða mjög góður leikmaður og byrjaði vel hjá Everton en því miður þá skiptu þeir um stjóra. Núna er hann ekki að spila en þegar hann fékk tækifæri gerði hann vel. Hann er ungur en vel undirbúinn og hefur þroskast.” „Einnig eru Pjaca hjá Juventus og Rog hjá Napoli. Væntingarnar voru miklar til Halilovic en hann fór of ungur til Barcelona og það er erfitt að spila þar. Ferill hans hefur ekki farið eins og hann vildi, frá Hamburg tli Las Palmas, en hann er enn ungur og getur náð langt. Hann er að spila í La Liga og hefur alla möguleika á að ná langt.”
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira