Streyma í Árneshrepp til að læra um Bjólfskviðu Sighvatur skrifar 31. maí 2018 06:00 Kanadamennirnir Daniel og James í sólinni í Norðurfirði í gær. Elín Agla Briem Allt gistirými í Árneshreppi er uppbókað þessa dagana en þar dvelur nú um 80 manna hópur erlendra gesta. Um er að ræða hóp á vegum Kanadamannsins Stephens Jenkinson sem rekur skólann Orphan Wisdom. Elín Agla Briem þjóðmenningarbóndi hefur veg og vanda af skipulagningunni en hún hefur stundað þennan skóla í nokkur ár. „Þetta er margbrotinn skóli þar sem áhersla er lögð á sögu í stóru samhengi. Hvernig maður er gestur í öðru landi en ekki bara túristi. Þráður í gegnum þetta er hvernig fólksflutningar hafa átt sér stað í okkar sögu og hvernig maður nálgast nýtt land af virðingu,“ segir hún. Elín Agla segir að fyrir tveimur árum hafi 25 manna hópur á vegum skólans verið á Íslandi og þar hafi kviknað sú hugmynd að halda námskeið í Árneshreppi þar sem kennt yrði um Bjólfskviðu. Staðurinn hafi verið valinn af kostgæfni. Nú er þessi hugmynd orðin að veruleika og mun hópurinn dvelja á staðnum í fimm daga.Clara sem kemur frá Wales leikur á fiðlu fyrir sjómenn í Norðurfirði.Elín Agla BriemElín Agla segir allt hugsanlegt húsnæði nýtt undir gistingu, þar á meðal skólahúsið en einnig muni um 10 manns gista í tjöldum. „Þessi hópur kemur að mestu leyti frá Bretlandi og Írlandi en skipuleggjendur koma frá Kanada. Við leggjum mikið upp úr því að hópurinn kynnist staðnum og fólkinu hér. Við verðum með sútun á lambagærum frá bændum í sveitinni og munum bjóða upp afurðir héðan, bæði hangikjöt og fisk.“ Aðspurð segir Elín Agla að stemningin í Árneshreppi í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna sé mjög góð eins og venjulega en deilur um Hvalárvirkjun og lögheimilisflutninga voru áberandi í aðdraganda kosninganna. Hún viðurkennir þó að koma hópsins sé góð tilbreyting frá því amstri sem kosningunum fylgdi. „Hér eru allir að vinna að því að taka á vel á móti þessu fólki. Það eru allir í hreppnum allir af vilja gerðir að hjálpa til. Það er sól, fiskur á bryggjunni, lömbin eru úti og góðir gestir komnir. Nú er ég bara að hugsa um það sem skiptir mestu máli, lífið og fólkið. Lífið gæti ekki verið betra.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Allt gistirými í Árneshreppi er uppbókað þessa dagana en þar dvelur nú um 80 manna hópur erlendra gesta. Um er að ræða hóp á vegum Kanadamannsins Stephens Jenkinson sem rekur skólann Orphan Wisdom. Elín Agla Briem þjóðmenningarbóndi hefur veg og vanda af skipulagningunni en hún hefur stundað þennan skóla í nokkur ár. „Þetta er margbrotinn skóli þar sem áhersla er lögð á sögu í stóru samhengi. Hvernig maður er gestur í öðru landi en ekki bara túristi. Þráður í gegnum þetta er hvernig fólksflutningar hafa átt sér stað í okkar sögu og hvernig maður nálgast nýtt land af virðingu,“ segir hún. Elín Agla segir að fyrir tveimur árum hafi 25 manna hópur á vegum skólans verið á Íslandi og þar hafi kviknað sú hugmynd að halda námskeið í Árneshreppi þar sem kennt yrði um Bjólfskviðu. Staðurinn hafi verið valinn af kostgæfni. Nú er þessi hugmynd orðin að veruleika og mun hópurinn dvelja á staðnum í fimm daga.Clara sem kemur frá Wales leikur á fiðlu fyrir sjómenn í Norðurfirði.Elín Agla BriemElín Agla segir allt hugsanlegt húsnæði nýtt undir gistingu, þar á meðal skólahúsið en einnig muni um 10 manns gista í tjöldum. „Þessi hópur kemur að mestu leyti frá Bretlandi og Írlandi en skipuleggjendur koma frá Kanada. Við leggjum mikið upp úr því að hópurinn kynnist staðnum og fólkinu hér. Við verðum með sútun á lambagærum frá bændum í sveitinni og munum bjóða upp afurðir héðan, bæði hangikjöt og fisk.“ Aðspurð segir Elín Agla að stemningin í Árneshreppi í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna sé mjög góð eins og venjulega en deilur um Hvalárvirkjun og lögheimilisflutninga voru áberandi í aðdraganda kosninganna. Hún viðurkennir þó að koma hópsins sé góð tilbreyting frá því amstri sem kosningunum fylgdi. „Hér eru allir að vinna að því að taka á vel á móti þessu fólki. Það eru allir í hreppnum allir af vilja gerðir að hjálpa til. Það er sól, fiskur á bryggjunni, lömbin eru úti og góðir gestir komnir. Nú er ég bara að hugsa um það sem skiptir mestu máli, lífið og fólkið. Lífið gæti ekki verið betra.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent