Fótbolti

Messi með þrennu er Argentína hitaði upp fyrir Ísland

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi fagnar einu af mörkum sínum í nótt.
Messi fagnar einu af mörkum sínum í nótt. vísir/getty
Argentína hóf í nótt undirbúning sinn fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar en Argentínumenn lentu í engum vandræðum með Haíti, 4-0. Leikið var í Buenos Aires.

Lionel Messi var að sjálfsögðu í byrjunarliðinu í nótt en hann kom Argentínu yfir á sautjándu mínútu úr vítaspyrnu. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Messi var svo aftur á ferðinni á 58. mínútu og átta mínútum síðar fullkomnaði hann þrennuna. Hann spilaði allan leikinn í fremstu víglínu Argentínu.

Fjórða og síðasta mark Argentínu skoraði svo Sergio Aguero. Hann hefur verið að glíma við meiðsli og byrjaði á bekknum en kom inn á eftir klukkutíma leik er hann skipti við Gonzalo Huguaín.

Mikið hefur verið rætt og ritað um hver verði í markinu er Argentína mætir Íslandi þann 16. júní í Moskvu eftir að varamarkvörður Man. Utd og aðalmarkvörður þeirra Argentínumanna, Sergio Romero, meiddist á dögunum.

Í nótt stóð Willy Caballero í markinu, hinn 36 ára gamli markvörður, sem er á mála hjá Chelsea. Hann spilaði allan leikinn en Argentína spilar einn leik í viðbót áður en þeira mæta Íslendingum. Þeir mæta Ísrael níunda júní.

Ógnasterkt byrjunarlið Argentínu:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×