Una María Óskarsdóttir og Jón Þór Þorvaldsson munu taka sæti á þingi í stað Gunnars Braga og Bergþórs. Una María er varaþingmaður fyrir Gunnar Braga í Suðvesturkjördæmi og Jón Þór fyrir Bergþór í Norðvesturkjördæmi.
Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 15 og þá mun Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, lesa úr yfirlýsingu sem er afrakstur fundar hans með formönnum þingflokka í morgun og forsætisnefndar.
