Fáum við sama fjör og 2011? Bragi Þórðarson skrifar 8. júní 2018 23:15 Merceds á æfingunni í dag. vísir/getty Sjöunda umferðin í Formúlu 1 fer fram í Kanada um helgina. Keppnin á toppnum virðist ætla að vera á milli Mercedes og Ferrari í sumar en Red Bull hafa þó verið mjög hraðir. Á Montreal brautinni í Kanada skiptir vélaraflið mjög miklu máli, annað en t.d. í Mónakó þar sem hönnun vængjanna er aðalatriðið. Kanada kappaksturinn hefur verið mjög skemmtilegur síðastliðin ár og býður brautin upp á mikinn framúrakstur. Eins og sannaðist árið 2011 þegar að Jenson Button sigraði, þrátt fyrir að þurfa að fara fimm sinnum inn á þjónustusvæðið og verið í síðasta sæti í tvígang. Myndband frá þeim kappakstri má sjá neðst í fréttinni. Kappaksturinn í ár gæti orðið erfiður fyrir Mercedes, þar sem liðið er ekki komið með vélaruppfærslu eins og Ferrari og Red Bull. „Ef aðrir koma með nýjar vélar og uppfærslur verðum við ekki í stöðu til að berjast um sigur,” sagði Lewis Hamilton í vikunni.Vonandi fáum við sama fjör og 2011 en myndin er frá æfingunni í dag.vísir/gettySebastian Vettel hjá Ferrari er í öðru sæti á eftir Lewis í heimsmeistaramótinu. Vettel græddi þrjú stig á Bretann í Mónakó og er bilið á milli þeirra nú 14 stig. Ferrari er 22 stigum á eftir Mercedes og þarf því á því að halda að vélaruppfærslurnar skili árangri. Red Bull, rétt eins og Ferrari mætir til leiks með nýjar og uppfærðar vélar í Kanada. Uppfærslur Renault vélanna hjá Red Bull líta þó út fyrir að skila meiri árangri og var Max Verstappen hraðastur á fyrstu æfingum í Montreal. Verstappen hefur verið mjög hraður það sem af er ári en líka mjög mistækur. „Ef þið haldið áfram að spyrja mig um mistökin hjá mér mun ég skalla ykkur,” sagði Hollendingurinn á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Kappaksturinn byrjar kl. 17:40 á sunnudaginn og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Formúla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sjöunda umferðin í Formúlu 1 fer fram í Kanada um helgina. Keppnin á toppnum virðist ætla að vera á milli Mercedes og Ferrari í sumar en Red Bull hafa þó verið mjög hraðir. Á Montreal brautinni í Kanada skiptir vélaraflið mjög miklu máli, annað en t.d. í Mónakó þar sem hönnun vængjanna er aðalatriðið. Kanada kappaksturinn hefur verið mjög skemmtilegur síðastliðin ár og býður brautin upp á mikinn framúrakstur. Eins og sannaðist árið 2011 þegar að Jenson Button sigraði, þrátt fyrir að þurfa að fara fimm sinnum inn á þjónustusvæðið og verið í síðasta sæti í tvígang. Myndband frá þeim kappakstri má sjá neðst í fréttinni. Kappaksturinn í ár gæti orðið erfiður fyrir Mercedes, þar sem liðið er ekki komið með vélaruppfærslu eins og Ferrari og Red Bull. „Ef aðrir koma með nýjar vélar og uppfærslur verðum við ekki í stöðu til að berjast um sigur,” sagði Lewis Hamilton í vikunni.Vonandi fáum við sama fjör og 2011 en myndin er frá æfingunni í dag.vísir/gettySebastian Vettel hjá Ferrari er í öðru sæti á eftir Lewis í heimsmeistaramótinu. Vettel græddi þrjú stig á Bretann í Mónakó og er bilið á milli þeirra nú 14 stig. Ferrari er 22 stigum á eftir Mercedes og þarf því á því að halda að vélaruppfærslurnar skili árangri. Red Bull, rétt eins og Ferrari mætir til leiks með nýjar og uppfærðar vélar í Kanada. Uppfærslur Renault vélanna hjá Red Bull líta þó út fyrir að skila meiri árangri og var Max Verstappen hraðastur á fyrstu æfingum í Montreal. Verstappen hefur verið mjög hraður það sem af er ári en líka mjög mistækur. „Ef þið haldið áfram að spyrja mig um mistökin hjá mér mun ég skalla ykkur,” sagði Hollendingurinn á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Kappaksturinn byrjar kl. 17:40 á sunnudaginn og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Formúla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti