Slepptu blaðamannafundi og ræddu ekki við fjölmiðla Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 7. júní 2018 23:08 Hið svokallaða "mixed zone“ undir stúkunni á Laugardalsvelli í kvöld þar sem allajafna skylmingar eru stundaðar og spilað bandý. Vísir/Kolbeinn Tumi Landsliðsmenn Gana gáfu ekki kost á viðtölum eftir 2-2 jafnteflið gegn karlalandsliði Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. Landsliðsþjálfarinn mætti ekki á blaðamannafundinn. Ganverjar virtust engan áhuga hafa á því að ræða við blaðamenn eftir leikinn. Leikmenn fara alla jafna í gegnum svokallað „mixed zone“ undir stúkunni á Laugardalsvelli og gefa kost á viðtölum við blaðamenn. Segja má að það sé almenna útgönguleiðin en svo var ekki í kvöld. Leikmenn Íslands mættu hver á fætur öðrum og ræddu við blaðamenn. Í blaðamannafundaherberginu við hliðina á biðu fjölmiðlamenn eftir landsliðsþjálfurunum eins og hefð er fyrir. Heimir Hallgrímsson mætti galvaskur að vanda og svaraði þeim spurningum sem brunnu á blaðamönnum. Kollegi hans, Kwesi Appiah, mætti ekki. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, tjáði blaðamönnum að hann myndi ekki mæta.Leikurinn á Laugardalsvelli í kvöld var leikur tveggja hálfleikja. Íslendingar unnu þann fyrri 2-0 en Ganverjar þann síðari með sömu markatölu.Vísir/VilhelmGanverskur fótbolti er í algjörum baklás eftir uppljóstrun BBC þess efnis að mikil spililng tröllríði fótboltanum þar í landi. Bæði hafa dómarar verið sakaðir um að þiggja fé og sömuleiðis forseti knattspyrnusambandsins, Kwesi Nyantaky. Upptökur sem náðust með földum myndavélum sýna Nyantaky þiggja 65 þúsund dollara. Svo virðist sem Nyantaky sé ekki staddur hér á landi með liðinu en forráðamenn KSÍ tjáðu Vísi í dag að þeir hefðu ekki hitt á hann. Ekki væri vitað hvort hans væri að vænta á völlinn í kvöld. Hann hefur enn ekkert tjáð sig um ásakanirnar alvarlegu á hendur sér. Ríkisstjórn Gana leysti Knattspyrnusamband Gana frá völdum í kvöld. Isaac Asiama sagði að ákvörðunin tæki þegar gildi í viðtali við GhanaWeb. Unnið væri að því að koma á fót nýju sambandi. Í yfirlýsingu frá Knattspyrnusambandi Gana segir að sambandið muni aðstoða við hverja þá rannsókn sem fari í gang. Heimildarmyndin When Greed and Corruption Become the Norm var afhent yfirvöldum í Gana fyrir um mánuði og fyrst sýnd í dag að því er fram kemur í frétt BBC. Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00 Ríkisstjórn Gana leysir stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. 7. júní 2018 19:26 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira
Landsliðsmenn Gana gáfu ekki kost á viðtölum eftir 2-2 jafnteflið gegn karlalandsliði Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. Landsliðsþjálfarinn mætti ekki á blaðamannafundinn. Ganverjar virtust engan áhuga hafa á því að ræða við blaðamenn eftir leikinn. Leikmenn fara alla jafna í gegnum svokallað „mixed zone“ undir stúkunni á Laugardalsvelli og gefa kost á viðtölum við blaðamenn. Segja má að það sé almenna útgönguleiðin en svo var ekki í kvöld. Leikmenn Íslands mættu hver á fætur öðrum og ræddu við blaðamenn. Í blaðamannafundaherberginu við hliðina á biðu fjölmiðlamenn eftir landsliðsþjálfurunum eins og hefð er fyrir. Heimir Hallgrímsson mætti galvaskur að vanda og svaraði þeim spurningum sem brunnu á blaðamönnum. Kollegi hans, Kwesi Appiah, mætti ekki. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, tjáði blaðamönnum að hann myndi ekki mæta.Leikurinn á Laugardalsvelli í kvöld var leikur tveggja hálfleikja. Íslendingar unnu þann fyrri 2-0 en Ganverjar þann síðari með sömu markatölu.Vísir/VilhelmGanverskur fótbolti er í algjörum baklás eftir uppljóstrun BBC þess efnis að mikil spililng tröllríði fótboltanum þar í landi. Bæði hafa dómarar verið sakaðir um að þiggja fé og sömuleiðis forseti knattspyrnusambandsins, Kwesi Nyantaky. Upptökur sem náðust með földum myndavélum sýna Nyantaky þiggja 65 þúsund dollara. Svo virðist sem Nyantaky sé ekki staddur hér á landi með liðinu en forráðamenn KSÍ tjáðu Vísi í dag að þeir hefðu ekki hitt á hann. Ekki væri vitað hvort hans væri að vænta á völlinn í kvöld. Hann hefur enn ekkert tjáð sig um ásakanirnar alvarlegu á hendur sér. Ríkisstjórn Gana leysti Knattspyrnusamband Gana frá völdum í kvöld. Isaac Asiama sagði að ákvörðunin tæki þegar gildi í viðtali við GhanaWeb. Unnið væri að því að koma á fót nýju sambandi. Í yfirlýsingu frá Knattspyrnusambandi Gana segir að sambandið muni aðstoða við hverja þá rannsókn sem fari í gang. Heimildarmyndin When Greed and Corruption Become the Norm var afhent yfirvöldum í Gana fyrir um mánuði og fyrst sýnd í dag að því er fram kemur í frétt BBC.
Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00 Ríkisstjórn Gana leysir stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. 7. júní 2018 19:26 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00
Ríkisstjórn Gana leysir stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. 7. júní 2018 19:26