Fótbolti

England og Portúgal með sigur í farteskinu á HM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Englendingar fagna marki Rashford í kvöld.
Englendingar fagna marki Rashford í kvöld. vísir/getty
England vann 2-0 sigur á Kosta Ríka og Portúgal rúllaði yfir Alsír 3-0 en þetta voru síðustu vináttulandsleikir liðanna fyrir HM.

Fyrsta mark leiksins kom á þrettándu mínútu er Marcus Rashford skoraði stórkostlegt mark. Hann þrumaði boltanum í netið af löngu færi.

Annað markið lét svo bíða eftir sér en það kom ekki fyrr en á 76. mínútu. Markið skoraði Danny Welbeck eftir undirbúning Dele Alli en báðir komu þeir inn af bekknum. Lokatölur 2-0.

Englendingar halda nú til Rússlands þar sem liðið er með Belgum, Túnis og Panama í riðli. Kosta-Ríka er með Serbíu, Brasilíu og Sviss í riðli í Rússlandi.

Goncalo Guedes, leikmaður Valencia, kom Portúgölum yfir á sautjándu mínútu og tuttugum mínútum síðar tvöfaldaði Bruno Fernandes, leikmaður Sporting, forystuna.

Goncalo Guedes skoraði annað mark sitt og þriðja mark Portúgals á 55. mínútu en Portúgalar eru í riðli Spáni, Marokkó og Íran á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×