Ríkisstjórn Gana leysir stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2018 19:26 Skjáskot úr myndinni sem fjallar um spillingu í afríska fótboltanum. bbc Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. Greint var frá því í dag að Kwesi Nyantakyi, forseti Knattspyrnusambands Gana, hefði tekið við mútum en í heimildarmynd sem frumsýnd verður í dag og fjallar um spilinguna í afrískum fótbolta sést Nyantakyi taka við tæpum sjö milljónum króna í beinhörðum peningum. Ganamenn mæta íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu í vináttuleik á Laugardalsvelli í kvöld sem er seinasti leikur íslenska liðsins í undirbúningnum fyrir HM í Rússlandi. Ekki hefur fengist staðfest hvort formaður knattspyrnusambandsins sé staddur hér á landi. Í yfirlýsingu ríkisstjórnar Gana, sem ganverskur íþróttafréttamaður birtir á Twitter-síðu sinni, er farið hörðum orðum um knattspyrnusambandið. Þar segir að ríkisstjórnin sé bálreið og í áfalli vegna þeirra upplýsinga sem koma fram í fyrrnefndri mynd. „Heimildarmyndin afhjúpar hversu hrikalega illa rekið Knattspyrnusamband Gana er en starfsemin einkennist af svindli, spillingu og mútum,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Fyrir utan að vera formaður Knattspyrnusambands Ghana er Nyantakyi einnig í nefnd hjá FIFA og má því ekki þiggja neinar peningagjafir. Auk þess að sjást taka við peningum í heimildarmyndinni segist hann vera með forseta landsins í vasanum og gegn sanngjarnri greiðslu geti hann hjálpað fyrirtækjum og verktökum við að ná samningum við ríkið. Forsetinn er sagður hafa brjálast vegna þessara ummæla og gefið út handtökuskipun á Nyantakyi.OFFICIAL CONFIRMATION. Ghana FA dissolved pic.twitter.com/Fz13JqhvEP— Saddick Adams Obama (@SaddickAdams) June 7, 2018 Fótbolti Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Gana | Kveðjustund hjá strákunum okkar í síðasta leiknum fyrir HM Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00 Byrjunarliðið á móti Gana: Heimir prófar nýjan mann í hægri bakverði Hólmar Örn Eyjólfsson spilar í stöðu hægri bakvarðar á móti Gana. 7. júní 2018 18:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Sjá meira
Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. Greint var frá því í dag að Kwesi Nyantakyi, forseti Knattspyrnusambands Gana, hefði tekið við mútum en í heimildarmynd sem frumsýnd verður í dag og fjallar um spilinguna í afrískum fótbolta sést Nyantakyi taka við tæpum sjö milljónum króna í beinhörðum peningum. Ganamenn mæta íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu í vináttuleik á Laugardalsvelli í kvöld sem er seinasti leikur íslenska liðsins í undirbúningnum fyrir HM í Rússlandi. Ekki hefur fengist staðfest hvort formaður knattspyrnusambandsins sé staddur hér á landi. Í yfirlýsingu ríkisstjórnar Gana, sem ganverskur íþróttafréttamaður birtir á Twitter-síðu sinni, er farið hörðum orðum um knattspyrnusambandið. Þar segir að ríkisstjórnin sé bálreið og í áfalli vegna þeirra upplýsinga sem koma fram í fyrrnefndri mynd. „Heimildarmyndin afhjúpar hversu hrikalega illa rekið Knattspyrnusamband Gana er en starfsemin einkennist af svindli, spillingu og mútum,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Fyrir utan að vera formaður Knattspyrnusambands Ghana er Nyantakyi einnig í nefnd hjá FIFA og má því ekki þiggja neinar peningagjafir. Auk þess að sjást taka við peningum í heimildarmyndinni segist hann vera með forseta landsins í vasanum og gegn sanngjarnri greiðslu geti hann hjálpað fyrirtækjum og verktökum við að ná samningum við ríkið. Forsetinn er sagður hafa brjálast vegna þessara ummæla og gefið út handtökuskipun á Nyantakyi.OFFICIAL CONFIRMATION. Ghana FA dissolved pic.twitter.com/Fz13JqhvEP— Saddick Adams Obama (@SaddickAdams) June 7, 2018
Fótbolti Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Gana | Kveðjustund hjá strákunum okkar í síðasta leiknum fyrir HM Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00 Byrjunarliðið á móti Gana: Heimir prófar nýjan mann í hægri bakverði Hólmar Örn Eyjólfsson spilar í stöðu hægri bakvarðar á móti Gana. 7. júní 2018 18:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Sjá meira
Í beinni: Ísland - Gana | Kveðjustund hjá strákunum okkar í síðasta leiknum fyrir HM Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00
Byrjunarliðið á móti Gana: Heimir prófar nýjan mann í hægri bakverði Hólmar Örn Eyjólfsson spilar í stöðu hægri bakvarðar á móti Gana. 7. júní 2018 18:30