Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. júní 2018 18:30 Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. Endurnýjunin er innan þess leigusamnings sem er í gildi og mun ekki hafa aukinn kostnað í för með sér. Forstjórinn segir gæsluna vera að stíga skref inn í framtíðina. Landhelgisgæslan tók á móti fyrstu þyrlunni TF-LÍF, sem er þeirrar tegundar sem notaðar er í dag, fyrir tuttugu og þremur árum. Síðan þá hefur þyrlu flotinn stækkað vegna aukinna verkefna og um langa hríð hafa þrjár þyrlur verið í flugflotanum, allar af gerðinni Super Puma. TF-LÍF er eina þyrlan í eigu gæslunnar en hinar tvær er í leigu frá Knud Axel Ugland Holding, samkvæmt útboði. Í maí bauðst að skipta út leigvélunum fyrir nýrri vélar og eftir umhugsun og skoðun hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar, Ríkiskaupum og dómsmálaráðuneytinu var ákeðið að þekkjast boðið. „Þetta þýðir stórt skref fram á við. Við náum með þessu að koma okkur inn í nútímann og brúa þetta bil þangað til við fáum nýjar þyrlur,“ segir Georg K. Lárusson, forstjóri LandhelgisgæslunnarGeorg Kr. Lárusson er forstjóri Landhelgisgæslunnar.Tilboð frá leigusalanum Áætlað er að þyrlunar tvær komi til landsins um áramótin en þær eru af gerðinni Airbus H225 og eru með fullkomnustu leitar- og björgunarþyrlum sem völ er á. Báðar vélarnar voru framleiddar árið 2010 og hafa á bilinu 2-3000 flugtíma að baki. Til samanburðar eru hinar leiguvélarnar sem hér eru af árgerð 1992 og 2002. „Við höfum um langt árabil leitað leiða til að uppfæra þessar þyrlur sem við erum með eða hreinlega fá nýrri og okkur bauðst þetta í gegnum leigusalann okkar,“ segir Georg.Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru komnar til ára sinna.Engin ástæða til að efast um öryggi þeirra Þyrlur af þessari tegund voru kyrrsettar um allan heim í kjölfar þyrluslyss í Noregi árið 2016. En framleiðandinn brást við með endurbótum og uppfylla vélarnar nú allar lofthæfi- og öryggiskröfur Flugöryggisstofnunar Evrópu.Er einhver ástæða til að efast um flughæfni eða öryggi þessara véla?„Þær hafa verið rannsakar ítarlega og þær eru undir mjög ströngu og miklu eftirliti þannig að ég tel að það séu engar þyrlur í heiminum jafnöruggar í augnablikinu og þessar vélar,“ segir Georg. Endurnýjun vélanna nú mun ekki hafa neinn aukakostnaði í för með sér umfram þann sem leigusamningurinn kveður á um. „Það sem að hjálpar verulega í þessu máli er að þyrlurnar eru mjög svipaðar. Þær eru nýrri en engu að síður þarf þjálfun og Airbus mun standa straum af þeirri þjálfun.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. Endurnýjunin er innan þess leigusamnings sem er í gildi og mun ekki hafa aukinn kostnað í för með sér. Forstjórinn segir gæsluna vera að stíga skref inn í framtíðina. Landhelgisgæslan tók á móti fyrstu þyrlunni TF-LÍF, sem er þeirrar tegundar sem notaðar er í dag, fyrir tuttugu og þremur árum. Síðan þá hefur þyrlu flotinn stækkað vegna aukinna verkefna og um langa hríð hafa þrjár þyrlur verið í flugflotanum, allar af gerðinni Super Puma. TF-LÍF er eina þyrlan í eigu gæslunnar en hinar tvær er í leigu frá Knud Axel Ugland Holding, samkvæmt útboði. Í maí bauðst að skipta út leigvélunum fyrir nýrri vélar og eftir umhugsun og skoðun hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar, Ríkiskaupum og dómsmálaráðuneytinu var ákeðið að þekkjast boðið. „Þetta þýðir stórt skref fram á við. Við náum með þessu að koma okkur inn í nútímann og brúa þetta bil þangað til við fáum nýjar þyrlur,“ segir Georg K. Lárusson, forstjóri LandhelgisgæslunnarGeorg Kr. Lárusson er forstjóri Landhelgisgæslunnar.Tilboð frá leigusalanum Áætlað er að þyrlunar tvær komi til landsins um áramótin en þær eru af gerðinni Airbus H225 og eru með fullkomnustu leitar- og björgunarþyrlum sem völ er á. Báðar vélarnar voru framleiddar árið 2010 og hafa á bilinu 2-3000 flugtíma að baki. Til samanburðar eru hinar leiguvélarnar sem hér eru af árgerð 1992 og 2002. „Við höfum um langt árabil leitað leiða til að uppfæra þessar þyrlur sem við erum með eða hreinlega fá nýrri og okkur bauðst þetta í gegnum leigusalann okkar,“ segir Georg.Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru komnar til ára sinna.Engin ástæða til að efast um öryggi þeirra Þyrlur af þessari tegund voru kyrrsettar um allan heim í kjölfar þyrluslyss í Noregi árið 2016. En framleiðandinn brást við með endurbótum og uppfylla vélarnar nú allar lofthæfi- og öryggiskröfur Flugöryggisstofnunar Evrópu.Er einhver ástæða til að efast um flughæfni eða öryggi þessara véla?„Þær hafa verið rannsakar ítarlega og þær eru undir mjög ströngu og miklu eftirliti þannig að ég tel að það séu engar þyrlur í heiminum jafnöruggar í augnablikinu og þessar vélar,“ segir Georg. Endurnýjun vélanna nú mun ekki hafa neinn aukakostnaði í för með sér umfram þann sem leigusamningurinn kveður á um. „Það sem að hjálpar verulega í þessu máli er að þyrlurnar eru mjög svipaðar. Þær eru nýrri en engu að síður þarf þjálfun og Airbus mun standa straum af þeirri þjálfun.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira