„Ég vil hefja nýjan kafla í mínu lífi“ Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 6. júní 2018 11:30 Á þeim 20 mánuðum síðan Sonja Einarsdóttir sótti um skilnað hefur hann verið dæmdur fyrir ofbeldið og fengið á sig fimm nálgunarbönn. Stöð 2 „Mælirinn var bara fullur“ segir Sonja Einarsdóttir um kvöldið sem hún fékk nóg af heimilisofbeldinu, sem hafði þá stigmagnast. Hún fór með börnin sín í Kvennaathvarfið það kvöld og fann þar kjarkinn til að hringja í sýslumann og biðja um skilnað. „Þetta kvöld var það versta sem ég hafði upplifað.“Enginn vafi Sonja var gift manninum í 18 ár en skilnaðarferlið hefur verið langt og erfitt og gagnrýnir hún kerfið harðlega fyrir ferlið í málum þolenda heimilisofbeldis. Núna 20 mánuðum seinna er hún komin með lögskilnað en skiptunum er enn ekki lokið. Sonja segir að það sé erfitt að kerfið meti allar aðstæður eins, skilnaðarferli sé eins hjá öllum, líka þegar um er að ræða skilnað við ofbeldismann eins og í hennar tilfelli. „Það er enginn vafi á því af því að hann fékk dóm fyrir þetta ofbeldi. Á þessum 20 mánuðum hefur hann líka fengið fimm nálgunarbönn og hann hefur sent mér hátt í 300 tölvupósta sem eru alveg frá því að vera ástarjátningar yfir í hótanir, beinar hótanir. Hann hefur tvisvar sinnum komið og rifið bílnúmerið af bílnum mínum. Þannig að það liggur enginn vafi á því um hvernig mál er að ræða. Þetta mál gæti ekki verið einfaldara í raun þó að kerfið sé flókið.“ Skilnaðarferlið hefur verið mjög dýrt fjárhagslega fyrir Sonju og hún veit ekkert hvenær þessu mun ljúka. Hennar ósk er að fá að byrja upp á nýtt og losna við allar áhyggjurnar og áreitið. „Ég vil hefja nýjan kafla í mínu lífi.“Erfitt að breyta lögheimilinu Hún segir að kerfið viðhaldi ofbeldinu því maðurinn tefji stöðugt ferlið og komist upp með það. „Þetta strandar á honum. Til dæmis núna eftir að lögskilnaði lauk og forsjáin var tekin fyrir hjá dómstólum, hófst fjárskiptin í desember og hafa verið haldnir átta til níu fundir. Hann hefur aldrei mætt. Það eru veittir stöðugir frestir. Hann stjórnar ennþá ferðinni. Ofbeldið heldur áfram. Því lauk ekkert í október 2016. Það heldur áfram.“ Sonja gagnrýnir líka hversu erfitt það er að breyta skráningunni þannig að maðurinn væri ekki lengur með lögheimili á hennar heimili. Hún sótti um skilnað í byrjun október árið 2016 og fékk skilnað í október ári síðar en hann var þá enn með lögheimili skráð hjá henni. „Ég þurfti að tala við þjóðskrá og það tók tvo mánuði að afskrá hann af lögheimilinu mínu.“ Alls staðar sem hún sótti eftir aðstoð eða hjálp þurfti hún að fara yfir hóla og í gegnum lykkjur, leiðin var aldrei bein. Sonja er ein þeirra sem heldur erindi á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda sem fer fram í dag. Þar mun hún ræða sína reynslu og segir mikilvægt að ræða þessi mál. Sýnt verður frá ráðstefnunni í beinni hér á Vísi og erindi Sonju hefst klukkan 15:05. „Það þarf að tala um kerfið sem tekur við manni.“Ítarlegt viðtal við Sonju má finna í spilaranum hér að neðan. MeToo Tengdar fréttir 79 prósent þeirra sem leita í Bjarkarhlíð hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi Ragna Björg Guðbrandsdóttir heldur erindi í dag á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda. 6. júní 2018 09:00 Segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. 4. júní 2018 19:15 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
„Mælirinn var bara fullur“ segir Sonja Einarsdóttir um kvöldið sem hún fékk nóg af heimilisofbeldinu, sem hafði þá stigmagnast. Hún fór með börnin sín í Kvennaathvarfið það kvöld og fann þar kjarkinn til að hringja í sýslumann og biðja um skilnað. „Þetta kvöld var það versta sem ég hafði upplifað.“Enginn vafi Sonja var gift manninum í 18 ár en skilnaðarferlið hefur verið langt og erfitt og gagnrýnir hún kerfið harðlega fyrir ferlið í málum þolenda heimilisofbeldis. Núna 20 mánuðum seinna er hún komin með lögskilnað en skiptunum er enn ekki lokið. Sonja segir að það sé erfitt að kerfið meti allar aðstæður eins, skilnaðarferli sé eins hjá öllum, líka þegar um er að ræða skilnað við ofbeldismann eins og í hennar tilfelli. „Það er enginn vafi á því af því að hann fékk dóm fyrir þetta ofbeldi. Á þessum 20 mánuðum hefur hann líka fengið fimm nálgunarbönn og hann hefur sent mér hátt í 300 tölvupósta sem eru alveg frá því að vera ástarjátningar yfir í hótanir, beinar hótanir. Hann hefur tvisvar sinnum komið og rifið bílnúmerið af bílnum mínum. Þannig að það liggur enginn vafi á því um hvernig mál er að ræða. Þetta mál gæti ekki verið einfaldara í raun þó að kerfið sé flókið.“ Skilnaðarferlið hefur verið mjög dýrt fjárhagslega fyrir Sonju og hún veit ekkert hvenær þessu mun ljúka. Hennar ósk er að fá að byrja upp á nýtt og losna við allar áhyggjurnar og áreitið. „Ég vil hefja nýjan kafla í mínu lífi.“Erfitt að breyta lögheimilinu Hún segir að kerfið viðhaldi ofbeldinu því maðurinn tefji stöðugt ferlið og komist upp með það. „Þetta strandar á honum. Til dæmis núna eftir að lögskilnaði lauk og forsjáin var tekin fyrir hjá dómstólum, hófst fjárskiptin í desember og hafa verið haldnir átta til níu fundir. Hann hefur aldrei mætt. Það eru veittir stöðugir frestir. Hann stjórnar ennþá ferðinni. Ofbeldið heldur áfram. Því lauk ekkert í október 2016. Það heldur áfram.“ Sonja gagnrýnir líka hversu erfitt það er að breyta skráningunni þannig að maðurinn væri ekki lengur með lögheimili á hennar heimili. Hún sótti um skilnað í byrjun október árið 2016 og fékk skilnað í október ári síðar en hann var þá enn með lögheimili skráð hjá henni. „Ég þurfti að tala við þjóðskrá og það tók tvo mánuði að afskrá hann af lögheimilinu mínu.“ Alls staðar sem hún sótti eftir aðstoð eða hjálp þurfti hún að fara yfir hóla og í gegnum lykkjur, leiðin var aldrei bein. Sonja er ein þeirra sem heldur erindi á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda sem fer fram í dag. Þar mun hún ræða sína reynslu og segir mikilvægt að ræða þessi mál. Sýnt verður frá ráðstefnunni í beinni hér á Vísi og erindi Sonju hefst klukkan 15:05. „Það þarf að tala um kerfið sem tekur við manni.“Ítarlegt viðtal við Sonju má finna í spilaranum hér að neðan.
MeToo Tengdar fréttir 79 prósent þeirra sem leita í Bjarkarhlíð hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi Ragna Björg Guðbrandsdóttir heldur erindi í dag á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda. 6. júní 2018 09:00 Segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. 4. júní 2018 19:15 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
79 prósent þeirra sem leita í Bjarkarhlíð hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi Ragna Björg Guðbrandsdóttir heldur erindi í dag á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda. 6. júní 2018 09:00
Segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. 4. júní 2018 19:15