Ítalía og Holland gerðu 1-1 jafntefli í vináttulandsleik sem leikinn var í þýskalandi í kvöld en bæði mörk leiksins komu í síðari hálfleik.
Hvorugt liðið er á leiðinni á HM í Rússlandi í sumar en liðin mættust á Allianz-leikvanginum í Munchen í kvöld.
Simone Zaza kom Ítölum yfir á 67. mínútu en tveimur mínútum síðar fékk Domenico Criscito, leikmaður Ítala, beint rautt spjald fyrir brot á Ryan Babel.
Nathan Ake, leikmaður Bournemouth, jafnaði svo metin tveimur mínútum fyrir leikslok og lokatölur 1-1. Roberto Mancini að stýra Ítölum þarna í annað sinn, einn sigur og eitt jafntefli.
Að öðrum landsliðsfréttum kvöldsins ber hæst að nefna að Síle vann 1-0 sigur á Serbíu. Guillermo Maripan, leikmaður Deportivo Alaves, skoraði sigurmarkið á 88. mínútu.

