Lífið

Jimmy Fallon kemur þjáðum nemendum á óvart

Bergþór Másson skrifar
Jimmy Fallon ásamt útskriftarnemendum Marjory Stoneman Douglas High School
Jimmy Fallon ásamt útskriftarnemendum Marjory Stoneman Douglas High School Twitter
Útskriftarnemum Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólans var heldur betur komið á óvart í gær, þegar spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon mætti á útskriftarathöfn skólans. Marjory Stoneman Douglas High School er framhaldsskóli í Parkland, Florida. Banvæn skotárás sem vakti mikla athygli og leiddi til mikillar umræðu átti sér stað í skólanum fyrr á árinu.

Í febrúar á þessu ári, myrti hinn 19 ára Nikolas Cruz 17 manns á skólalóðinni, þar af 14 nemendur og 3 starfsmenn. Samkvæmt fréttasíðu CNN, hafa 23 skólaskotárásir átt sér stað í Bandaríkjunum á árinu. Skotárásin í Parkland hafði mikil áhrif á skotvopnaumræðu Bandaríkjanna og leiddi til March For Our Lives, mótmælagöngu sem skipulögð var af nemendum, með það að markmiði að herða byssulöggjöf Bandaríkjanna og vekja vitund á byssuofbeldi.

Jimmy Fallon gerði sitt besta til þess að létta nemendum lund, bæði með hnyttnum bröndurum og hvetjandi orðum. Fallon grínaðist með stóra málið um Laurel og Yanny, og bætti síðan við að eftir útskrift verða nemendur ekki bekkjarfélagar lengur, heldur tveir fullorðnir einstaklingar sem skoða Facebook prófíla hvors annars á nóttunni næstu 10 árin.

Fallon nefndi einnig að hann hafi hitt einhverja nemendur skólans í March For Our Lives mótmælagöngunni og kallaði það „frábæran dag.“ Að lokum hvatti Fallon útskriftarnemendurna áfram og sagði: „Í fyrsta lagi, þegar eitthvað er erfitt, munið að það verður betra. Kjósið að halda áfram. Ekki láta neitt stoppa ykkur.“

Hér að neðan má sjá stutt brot af ræðu Fallons.


Tengdar fréttir

Cardi B gerði Jimmy Fallon orðlausan

Rapparinn Cardi B skráði nafn sitt í sögubækur tónlistarinnar á árinu þegar hún varð fyrsti kvenkyns rapparinn til að toppa bandaríska Billboard-vinsældalistann síðan Lauryn Hill var á toppnum árið 1998.

Árásin í Parkland breytti litlu

Skólaskotárásin í Parkland í Flórída, þar sem sautján nemendur voru myrtir, hafði engin varanleg áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart skotvopnaeign.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.