Ísland er með í fyrsta sinn og verður fámennasta þjóðin til að taka þátt í HM í fótbolta.
BBC fjallar um uppkomu íslenska landsliðsins og enn á ný er borg á miðju Englandi nefnd til sögunnar þegar kemur að fjalla um íslenska landsliðið.
Coventry er 350 þúsund manna borg austur af Birmingham en fótboltalið borgarinnar Coventry City F.C. vann sér sæti í ensku C-deildinni eftir 3-1 sigur á Exeter City í umspilsleik á Wembley.
BBC hefur oft borið saman Ísland og Coventry og það er engin breyting á því. Auðvitað koma líka Víkingaklappið, árangurinn á EM og sigurinn á enska landsliðinu við sögu. BBC-menn eru því ekki að flytja nein fjöll í umfjöllun sinni.
BBC fékk líka viðtal við Helga Kolviðsson, aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins, en hann var í Skype-viðtali úr höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Helgi ræddi aðeins um undirbúninginn og fékk nokkrar dæmigerðar spurningar.
Hér fyrir neðan er hægt að nálgast myndbandið um íslenska fótboltalandsliðið.
World Cup debutants Iceland are hoping to show they can compete against the world's best in Russia.
https://t.co/G80jy7h2vcpic.twitter.com/QgPZQAgjsL
— BBC Sport (@BBCSport) June 4, 2018