Fyrirliði Perú, Paolo Guerrero, fagnaði því að vera kominn tímabundið úr lyfjabanni með því að skora í tvígang í sínum fyrsta leik síðan banninu var aflétt.
Dómstóll í Sviss aflétti 14 mánaða keppnisbanni hans tímabundið á dögunum þar sem hann hefur áfrýjaði banninu sem hann fékk fyrir að nota kókaín.
Það þýðir einfaldlega að Guerrero getur spilað á HM en allt snérist um að koma honum þangað. Fyrirliðar andstæðinga Perú á HM skrifuðu allir undir áskorun þar sem FIFA var hvatt til þess að aflétta banninu.
Perú er á HM í fyrsta sinn síðan 1982 og þetta er síðasta tækifæri Guerrero að fara á HM en hann er orðinn 34 ára gamall.
Í gær vann Perú 3-0 sigur á Sádi-Arabíu og skoraði Guerrero tvö af mörkum liðsins. Hann er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi og goðsögn í heimalandinu.

