Grafarþögn í Kópavogi Hersir Aron Ólafsson skrifar 1. júní 2018 20:00 Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. Lending náðist í Hafnarfirði í gær um samstarf Sjálfstæðisflokksins og lista Framsóknar og óháðra, sem mynda meirihluta 6 bæjarfulltrúa af 11. Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins verður nýr bæjarstóri. „Það leggst mjög vel í mig að taka við þessu starfi. Ég hef verið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í tólf ár og þekki verkefnin, þekki hlutverkið, þekki þau störf sem þarf að ráðast í,“ segir Rósa.Segir Harald hafa bjargað Hafnarfirði Rósa tekur við starfinu af Haraldi Líndal Haraldssyni sem var faglega ráðinn af fyrri meirihluta. „Haraldur hefur reynst okkur ákaflega vel og var frábær í þeim verkefnum sem við þurftum að ráðast í í upphafi síðasta kjörtímabils, að taka til í rekstrinum og taka á fjármálunum. Hreinlega bjarga Hafnarfirði í þeim málum,“ segir Rósa. Hún segir það hins vegar hafa verið sameiginlega lendingu flokkanna að hún tæki nú við stöðunni. Í Kópavogi hefur ekkert heyrst af viðræðum, en þar hélt meirihlutinn í kosningunum. Í samtali við kvöldfréttir í gær kvaðst Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti sameiginlegt framboðs Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, hins vegar ekkert hafa heyrt frá Sjálfstæðismönnum. „Ég átta mig ekki alveg á því hvað það er sem er að trufla þá,“ sagði Theodóra í gær.Ekkert heyrst frá bæjarstjóra Engar nýjar upplýsingar hafa fengist frá Theodóru í dag og ekki hefur náðst í bæjarstjórann Ármann Kr. Ólafsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sömu sögu er að segja um Birki Jón Jónsson oddvita Framsóknarflokksins. Á Akureyri hafa L-listi, Framsókn og Samfylking hins vegar myndað sex manna meirihluta, og stendur til að ráða bæjarstjóra. Í höfuðborginni héldu Samfylking, Píratar, Vinstri Græn og Viðreisn áfram viðræðum í dag og funduðu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Í Vestmannaeyjum hafa svo framboð Eyjalistans og H-listans náð saman um samstarf, en oddviti þess síðarnefnda verður nýr bæjarstjóri. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. Lending náðist í Hafnarfirði í gær um samstarf Sjálfstæðisflokksins og lista Framsóknar og óháðra, sem mynda meirihluta 6 bæjarfulltrúa af 11. Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins verður nýr bæjarstóri. „Það leggst mjög vel í mig að taka við þessu starfi. Ég hef verið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í tólf ár og þekki verkefnin, þekki hlutverkið, þekki þau störf sem þarf að ráðast í,“ segir Rósa.Segir Harald hafa bjargað Hafnarfirði Rósa tekur við starfinu af Haraldi Líndal Haraldssyni sem var faglega ráðinn af fyrri meirihluta. „Haraldur hefur reynst okkur ákaflega vel og var frábær í þeim verkefnum sem við þurftum að ráðast í í upphafi síðasta kjörtímabils, að taka til í rekstrinum og taka á fjármálunum. Hreinlega bjarga Hafnarfirði í þeim málum,“ segir Rósa. Hún segir það hins vegar hafa verið sameiginlega lendingu flokkanna að hún tæki nú við stöðunni. Í Kópavogi hefur ekkert heyrst af viðræðum, en þar hélt meirihlutinn í kosningunum. Í samtali við kvöldfréttir í gær kvaðst Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti sameiginlegt framboðs Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, hins vegar ekkert hafa heyrt frá Sjálfstæðismönnum. „Ég átta mig ekki alveg á því hvað það er sem er að trufla þá,“ sagði Theodóra í gær.Ekkert heyrst frá bæjarstjóra Engar nýjar upplýsingar hafa fengist frá Theodóru í dag og ekki hefur náðst í bæjarstjórann Ármann Kr. Ólafsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sömu sögu er að segja um Birki Jón Jónsson oddvita Framsóknarflokksins. Á Akureyri hafa L-listi, Framsókn og Samfylking hins vegar myndað sex manna meirihluta, og stendur til að ráða bæjarstjóra. Í höfuðborginni héldu Samfylking, Píratar, Vinstri Græn og Viðreisn áfram viðræðum í dag og funduðu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Í Vestmannaeyjum hafa svo framboð Eyjalistans og H-listans náð saman um samstarf, en oddviti þess síðarnefnda verður nýr bæjarstjóri.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira