Fótbolti

Ástralir léku sér að Tékkum í vináttulandsleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mathew Leckie fagnar öðru marka sinna.
Mathew Leckie fagnar öðru marka sinna. Vísir/Getty
Ástralir eru á leiðinni á HM í fótbolta í Rússlandi eins og við Íslendingar og þeir líta vel út ef marka má úrslitin úr leik liðsins í vináttulandsleik á móti Tékkum í dag.

Ástralska liðið vann þá 4-0 sigur á Tékkum og hollenski þjálfarinn Bert van Marwijk er greinilega að gera flotta hluti með liðið.

Þetta var fyrsti sigur ástralska liðsins undir hans stjórn en Van Marwijk tók við liðinu í janúar. Graham Arnold kom ástralska liðinu á HM en hætti svo óvænt með liðið.



 

Van Marwijk þjálfaði hollenska landsliðið frá 2008 til 2012 en undir hans stjórn komust Hollendingar í úrslitaleik HM í Suður-Afríku 2010

Mat Leckie, leikmaður Herthu Berlín, skoraði tvö mörk í leiknum í dag en Andrew Nabbout skoraði eitt og fjórða markið var síðan sjálfsmark. Leikurinn var spilaður í St. Polten í Austurríki.  

Leikurinn var síðasti möguleikinn fyrir menn að sýna sig og sanna fyrir þjálfaranum áður en Van Marwijk velur HM-hópinn sinn.  Hann sker nú niður um fjóra leikmenn.

Þetta var fyrsti sigur Ástralíu utan heimalandsins síðan í septeber 2016 og stærsti sigurinn á Tékklandi frá upphafi.

Ástralir eru með Dönum. Frökkum og Perúmönnum í riðli og fyrsti leikurinn er á móti Frakklandi 16. júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×