Íslensku strákarnir fengu eina af forsíðum bandaríska blaðsins þar sem fjallað var ítarlega um komandi heimsmeistaramót í fótbolta.
Grant Wahl skrifar greinina í Sport Illustrated og minnist að sjálfsögðu að Heimir hafi setti tannlæknisstarfið til hliðar þegar hann tók við íslenska landsliðinu.
Hann gerir einnig mikið úr þeirri hefð að Heimir hittir alltaf liðsmenn Tólfunnar fyrir hvern heimaleik og fer yfir byrjunarliðið sitt, leikskipulag og annað tengt liðinu. Heimir sýnir stuðningsmönnunum einnig pepp-myndbandið sem strákarnir sjálfir fá að sjá fyrir leikinn.
Heimir byrjaði á þessu fyrir sjö árum þegar íslenska landsliðið var númer 104 á FIFA-listanum og hefur ekki breytt útaf venjunni þótt að íslensku strákarnir hafi þotið upp FIFA-listann og hafa nú komist inn á tvö stórmót.
Loved visiting Iceland and learning how its soccer culture has led to the nation's incredible global rise. A classic underdog story that transcends sports and provides lessons for the United States https://t.co/i8ifVkXRQlpic.twitter.com/XTsTaeVlBu
— Grant Wahl (@GrantWahl) June 1, 2018
„Þetta hefði aldrei verið mögulegt nema af því að allir í þessu samfélagi bera svona mikil traust til hvers annars,“ segir Heimir.
Það má lesa alla greinina með því að smella hér.