„Það eru tveir fundir á dag en þó aðallega núna um upplýsingaflæði því það er margt sem þarf að koma á framfæri í svona stóru verkefni.“
Lykilmennirnir Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson eru báðir að koma til baka eftir meiðsli og Helgi er bjartsýnn á að þeir verði í lagi.
„Gylfi er búinn að vera lengur hjá okkur og hefur æft á fullu. Það þarf frekar að bremsa hann af frekar en hitt. Gylfi er á réttu róli. Aron er líka á áætlun. Það eru allir að gera allt til þess að þeir verði í toppstandi á réttum tíma.“
Helgi segir að það geti verið að Gylfi taki einhvern þátt í leiknum gegn Noregi annað kvöld. Það sem öllu skipti samt er að vera skynsamur.