Fyrsti dagur Ólafíu á opna bandaríska í máli og myndum: „Ég fann sjálfstraustið aftur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2018 10:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. S2 Sport Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í flottum málum eftir góðan fyrsta hring á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hún er í 25. sæti af 156 kylfingum. Ólafía lék fyrsta hringinn á pari vallarins en hún var með tvo fugla og einn skramba. Ólafía paraði því fimmtán af holunum átján. Þorsteinn Hallgrímsson og Friðrik Þór Halldórsson tökumaður eru staddir út í Alabama og fylgdust með hringnum hjá okkar konu. Mótið er eitt það allra stærsta sem haldið er ár hvert í Bandaríkjunum. Að þessu sinni fer mótið fram á Shoal Creek í Alabama. Ólafía Þórunn byrjaði að spila seinni níu og endaði því hringinn á níundu holunni. Hér fyrir neðan má sjá Þorstein fara yfir hringinn hjá Ólafíu. Þorsteinn ræddi einnig við okkar konu eftir þessar átján holur. „Mér leið alveg ágætlega en það kom smá kaflar þar sem mér var órótt. Við unnum úr því og ég fann sjálfstaustið aftur,“ sagði Ólafía Þórunn. Það var yfir 30 stiga hiti og sól í Shoal Creek í gær og það gerði íslenska kylfingnum erfitt fyrir. „Ég var farin að slá svolítið of langt um tíma af því að það var mjög heitt,“ sagði Ólafía Þórunn sem fékk litla hvíld því hún byrjar snemma í dag. Annar dagur Ólafíu Þórunn hefst klukkan 7.02 að bandarískum tíma eða klukkan 12.02 að íslenskum tíma. Það verður hægt að fylgjast með honum á Vísi. Hér er farið yfir holur 10 til 13Hér er farið yfir holur 16 til 18. Hér er farið yfir holur 2 til 5. Hér er farið yfir holur 7 til 9 auk þess sem rætt er við Ólafíu sjálfa Golf Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn „Sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik“ Sport Guðlaugur Victor lagði upp mark Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í flottum málum eftir góðan fyrsta hring á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hún er í 25. sæti af 156 kylfingum. Ólafía lék fyrsta hringinn á pari vallarins en hún var með tvo fugla og einn skramba. Ólafía paraði því fimmtán af holunum átján. Þorsteinn Hallgrímsson og Friðrik Þór Halldórsson tökumaður eru staddir út í Alabama og fylgdust með hringnum hjá okkar konu. Mótið er eitt það allra stærsta sem haldið er ár hvert í Bandaríkjunum. Að þessu sinni fer mótið fram á Shoal Creek í Alabama. Ólafía Þórunn byrjaði að spila seinni níu og endaði því hringinn á níundu holunni. Hér fyrir neðan má sjá Þorstein fara yfir hringinn hjá Ólafíu. Þorsteinn ræddi einnig við okkar konu eftir þessar átján holur. „Mér leið alveg ágætlega en það kom smá kaflar þar sem mér var órótt. Við unnum úr því og ég fann sjálfstaustið aftur,“ sagði Ólafía Þórunn. Það var yfir 30 stiga hiti og sól í Shoal Creek í gær og það gerði íslenska kylfingnum erfitt fyrir. „Ég var farin að slá svolítið of langt um tíma af því að það var mjög heitt,“ sagði Ólafía Þórunn sem fékk litla hvíld því hún byrjar snemma í dag. Annar dagur Ólafíu Þórunn hefst klukkan 7.02 að bandarískum tíma eða klukkan 12.02 að íslenskum tíma. Það verður hægt að fylgjast með honum á Vísi. Hér er farið yfir holur 10 til 13Hér er farið yfir holur 16 til 18. Hér er farið yfir holur 2 til 5. Hér er farið yfir holur 7 til 9 auk þess sem rætt er við Ólafíu sjálfa
Golf Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn „Sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik“ Sport Guðlaugur Victor lagði upp mark Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira