Stýrir sínum fyrsta borgarstjórnarfundi á 30 ára afmælisdaginn Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 19. júní 2018 09:45 Dóra Björt Guðjónsdóttir er hér önnur frá hægri á myndinni. Hún er oddviti Pírata í Reykjavík og þrítug í dag. Myndin er frá því þegar nýr meirihluti var kynntur í borginni í síðustu viku. visir/jói k Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 14 í dag. Alls 54 mál eru á dagskrá, sem eru óvenju mörg mál fyrir fyrsta fund, að sögn Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata, og verðandi forseta borgarstjórnar sem stýrir fundinum í dag og það á 30 ára afmælisdaginn sinn. Þá er borgarstjórn jafnframt að koma saman í fyrsta skipti eftir að borgarfulltrúum var fjölgað í 23 en hingað til hafa fulltrúarnir verið 15. Rætt var við Dóru Björt í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um þennan stóra dag hennar í dag. „Þetta er náttúrulega kvenréttindadagurinn, 19. júní, og það verður methlutfall kvenna sem mun setjast í borgarstjórn. Svo á borgarstjórinn okkar afmæli og svo verð ég þrítug. Þannig að þetta er bara stór dagur,“ sagði Dóra. Aðspurð hvort hún ætti eftir að hafa hemil á 23 borgarfulltrúum með 54 mál á dag sagði hún að það yrði allavega nóg að gera. „Eins og þið sjáið þá erum við að taka salinn hérna algjörlega í gegn. Það er búið að taka út húsgögnin og öllu verður breytt hérna í sumar til þess að koma öllu þessu fólk fyrir svo við erum svona að undirbúa og gera okkur tilbúin og ég er að gera mig andlega tilbúna til að stjórna öllu þessu fólki og öllum þessum málum. Þetta verður bara frábært.“Viðtalið við Dóru Björt má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þegar um tvær mínútur eru liðnar af því. Tengdar fréttir Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00 Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 14 í dag. Alls 54 mál eru á dagskrá, sem eru óvenju mörg mál fyrir fyrsta fund, að sögn Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata, og verðandi forseta borgarstjórnar sem stýrir fundinum í dag og það á 30 ára afmælisdaginn sinn. Þá er borgarstjórn jafnframt að koma saman í fyrsta skipti eftir að borgarfulltrúum var fjölgað í 23 en hingað til hafa fulltrúarnir verið 15. Rætt var við Dóru Björt í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um þennan stóra dag hennar í dag. „Þetta er náttúrulega kvenréttindadagurinn, 19. júní, og það verður methlutfall kvenna sem mun setjast í borgarstjórn. Svo á borgarstjórinn okkar afmæli og svo verð ég þrítug. Þannig að þetta er bara stór dagur,“ sagði Dóra. Aðspurð hvort hún ætti eftir að hafa hemil á 23 borgarfulltrúum með 54 mál á dag sagði hún að það yrði allavega nóg að gera. „Eins og þið sjáið þá erum við að taka salinn hérna algjörlega í gegn. Það er búið að taka út húsgögnin og öllu verður breytt hérna í sumar til þess að koma öllu þessu fólk fyrir svo við erum svona að undirbúa og gera okkur tilbúin og ég er að gera mig andlega tilbúna til að stjórna öllu þessu fólki og öllum þessum málum. Þetta verður bara frábært.“Viðtalið við Dóru Björt má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þegar um tvær mínútur eru liðnar af því.
Tengdar fréttir Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00 Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00
Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45
Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00