Erlent

Tveir látnir eftir skotárás í Malmö

Sylvía Hall skrifar
Sænska lögreglan segir árásina ekki tengjast hryðjuverkum.
Sænska lögreglan segir árásina ekki tengjast hryðjuverkum. VÍSIR/GETTY
Tveir létust og fjórir særðust í skotárás á Drottningargötunni í Malmö í kvöld.

Skotárásin átti sér stað um klukkan átta að staðartíma. Mennirnir sem létust voru 18 ára og 29 ára, og voru í hópi manna sem var skotið að eftir að þeir yfirgáfu net-kaffihús í borginni í kvöld.

Að sögn sjónarvotta var hleypt af 15-20 skotum, en árásin átti sér stað nærri lögreglustöð og voru því viðbragðsaðilar komnir á vettvang fljótlega.

Lögregluyfirvöld hafa gefið út að ólíklegt sé að þetta sé í tengslum við hryðjuverk og engin ástæða fyrir almenning að óttast. Líklegra þykir að þetta sé í tengslum við átök gengja í borginni, en enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×