„Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu" Sylvía Hall skrifar 18. júní 2018 21:01 Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista. Fréttablaðið/Stefán Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, mun leggja fram þá tillögu á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds á félagslegar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum. Aðrir flokkar í minnihluta borgarstjórnar hafa boðað tillögur um afnám byggingarréttargjaldsins á allar íbúðir. Það vilja sósíalistar ekki gera og segja sjálfsagt mál að leggja byggingaréttargjald á dýrar lóðir undir lúxusíbúðir. „Með því er borgin að skattleggja gróða lóðabraskara og verktaka, sem vilja hagnast á vel byggingu hótelíbúða fyrir ferðamenn eða á sölu lúxusíbúða til hinna ríku.“ segir Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi sósíalista.17 þúsund króna hækkun alvarlegt mál fyrir þau sem verst standa Í greinargerð með tillögunni taka þau dæmi af fólki sem leigir húsnæði sem hefur hækkað um 45 þúsund krónur fermetrinn vegna byggingarréttargjaldsins. Þar segir að miðað við lægstu vexti í dag megi ætla að þetta gjald hækki húsleigu 70 fermetra íbúðar um 17-20 þúsund krónur á mánuði. Þau segja þetta gjald vera skattlagningu á verst settu íbúa borgarinnar sem séu þeir sem þurfa á óhagnaðardrifinnum leigufélagum að halda. „Með þessu gjaldi er borgin því að skerða lífskjör hinna verst stæðu innan kerfis sem í fljótu bragði virðist ætlað að bæta kjör þeirra.“ segir í greinargerðinni. „17 þúsund krónur í of háa húsaleigu er alvarlegt mál fyrir fólk sem er að reyna að komast af út mánuðinn á rúmlega 200 þúsund krónum,“ segir Sanna. „17 þúsund krónur á mánuði eru yfir 200 þúsund krónur á ári og yfir 8 milljónir króna á þeim tíma sem tekur að greiða niður lán til 40 ára.“ Vill að borgin krefji Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu „Það er ekki margt sem borgarstjórn getur gert til að leiðrétta eyðileggingu nýfrjálshyggjunnar á skattkerfinu,“ segir Sanna og bendir á að Alþingi sem setji lög um útsvar og þá skatta sem sveitarfélögin mega leggja á. „En Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu, öðruvísi er ekki hægt að byggja upp réttlátt samfélag í borginni. En Reykjavík á líka að haga innheimtu sinni á gjöldum svo að það skaði síst hin verst settu. Eins og staðið er að málum í dag á það ekki við um innheimtu byggingarréttargjalds af byggingum óhagnaðardrifinna leigufélaga. Þessu verður að breyta.“ Tengdar fréttir Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi Sanna Magdalena leggur til að borgarfulltrúar og starfsmenn borgarinnar fái ekki þóknun fyrir fundi í vinnutíma en álagsgreiðslur geta verið nokkur hundruð þúsund í hverjum mánuði. Hún segir laun stjórnenda borgarinnar nógu há til að dekka undirbúning og yfirvinnu. 18. júní 2018 19:37 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, mun leggja fram þá tillögu á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds á félagslegar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum. Aðrir flokkar í minnihluta borgarstjórnar hafa boðað tillögur um afnám byggingarréttargjaldsins á allar íbúðir. Það vilja sósíalistar ekki gera og segja sjálfsagt mál að leggja byggingaréttargjald á dýrar lóðir undir lúxusíbúðir. „Með því er borgin að skattleggja gróða lóðabraskara og verktaka, sem vilja hagnast á vel byggingu hótelíbúða fyrir ferðamenn eða á sölu lúxusíbúða til hinna ríku.“ segir Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi sósíalista.17 þúsund króna hækkun alvarlegt mál fyrir þau sem verst standa Í greinargerð með tillögunni taka þau dæmi af fólki sem leigir húsnæði sem hefur hækkað um 45 þúsund krónur fermetrinn vegna byggingarréttargjaldsins. Þar segir að miðað við lægstu vexti í dag megi ætla að þetta gjald hækki húsleigu 70 fermetra íbúðar um 17-20 þúsund krónur á mánuði. Þau segja þetta gjald vera skattlagningu á verst settu íbúa borgarinnar sem séu þeir sem þurfa á óhagnaðardrifinnum leigufélagum að halda. „Með þessu gjaldi er borgin því að skerða lífskjör hinna verst stæðu innan kerfis sem í fljótu bragði virðist ætlað að bæta kjör þeirra.“ segir í greinargerðinni. „17 þúsund krónur í of háa húsaleigu er alvarlegt mál fyrir fólk sem er að reyna að komast af út mánuðinn á rúmlega 200 þúsund krónum,“ segir Sanna. „17 þúsund krónur á mánuði eru yfir 200 þúsund krónur á ári og yfir 8 milljónir króna á þeim tíma sem tekur að greiða niður lán til 40 ára.“ Vill að borgin krefji Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu „Það er ekki margt sem borgarstjórn getur gert til að leiðrétta eyðileggingu nýfrjálshyggjunnar á skattkerfinu,“ segir Sanna og bendir á að Alþingi sem setji lög um útsvar og þá skatta sem sveitarfélögin mega leggja á. „En Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu, öðruvísi er ekki hægt að byggja upp réttlátt samfélag í borginni. En Reykjavík á líka að haga innheimtu sinni á gjöldum svo að það skaði síst hin verst settu. Eins og staðið er að málum í dag á það ekki við um innheimtu byggingarréttargjalds af byggingum óhagnaðardrifinna leigufélaga. Þessu verður að breyta.“
Tengdar fréttir Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi Sanna Magdalena leggur til að borgarfulltrúar og starfsmenn borgarinnar fái ekki þóknun fyrir fundi í vinnutíma en álagsgreiðslur geta verið nokkur hundruð þúsund í hverjum mánuði. Hún segir laun stjórnenda borgarinnar nógu há til að dekka undirbúning og yfirvinnu. 18. júní 2018 19:37 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi Sanna Magdalena leggur til að borgarfulltrúar og starfsmenn borgarinnar fái ekki þóknun fyrir fundi í vinnutíma en álagsgreiðslur geta verið nokkur hundruð þúsund í hverjum mánuði. Hún segir laun stjórnenda borgarinnar nógu há til að dekka undirbúning og yfirvinnu. 18. júní 2018 19:37