„Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu" Sylvía Hall skrifar 18. júní 2018 21:01 Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista. Fréttablaðið/Stefán Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, mun leggja fram þá tillögu á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds á félagslegar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum. Aðrir flokkar í minnihluta borgarstjórnar hafa boðað tillögur um afnám byggingarréttargjaldsins á allar íbúðir. Það vilja sósíalistar ekki gera og segja sjálfsagt mál að leggja byggingaréttargjald á dýrar lóðir undir lúxusíbúðir. „Með því er borgin að skattleggja gróða lóðabraskara og verktaka, sem vilja hagnast á vel byggingu hótelíbúða fyrir ferðamenn eða á sölu lúxusíbúða til hinna ríku.“ segir Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi sósíalista.17 þúsund króna hækkun alvarlegt mál fyrir þau sem verst standa Í greinargerð með tillögunni taka þau dæmi af fólki sem leigir húsnæði sem hefur hækkað um 45 þúsund krónur fermetrinn vegna byggingarréttargjaldsins. Þar segir að miðað við lægstu vexti í dag megi ætla að þetta gjald hækki húsleigu 70 fermetra íbúðar um 17-20 þúsund krónur á mánuði. Þau segja þetta gjald vera skattlagningu á verst settu íbúa borgarinnar sem séu þeir sem þurfa á óhagnaðardrifinnum leigufélagum að halda. „Með þessu gjaldi er borgin því að skerða lífskjör hinna verst stæðu innan kerfis sem í fljótu bragði virðist ætlað að bæta kjör þeirra.“ segir í greinargerðinni. „17 þúsund krónur í of háa húsaleigu er alvarlegt mál fyrir fólk sem er að reyna að komast af út mánuðinn á rúmlega 200 þúsund krónum,“ segir Sanna. „17 þúsund krónur á mánuði eru yfir 200 þúsund krónur á ári og yfir 8 milljónir króna á þeim tíma sem tekur að greiða niður lán til 40 ára.“ Vill að borgin krefji Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu „Það er ekki margt sem borgarstjórn getur gert til að leiðrétta eyðileggingu nýfrjálshyggjunnar á skattkerfinu,“ segir Sanna og bendir á að Alþingi sem setji lög um útsvar og þá skatta sem sveitarfélögin mega leggja á. „En Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu, öðruvísi er ekki hægt að byggja upp réttlátt samfélag í borginni. En Reykjavík á líka að haga innheimtu sinni á gjöldum svo að það skaði síst hin verst settu. Eins og staðið er að málum í dag á það ekki við um innheimtu byggingarréttargjalds af byggingum óhagnaðardrifinna leigufélaga. Þessu verður að breyta.“ Tengdar fréttir Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi Sanna Magdalena leggur til að borgarfulltrúar og starfsmenn borgarinnar fái ekki þóknun fyrir fundi í vinnutíma en álagsgreiðslur geta verið nokkur hundruð þúsund í hverjum mánuði. Hún segir laun stjórnenda borgarinnar nógu há til að dekka undirbúning og yfirvinnu. 18. júní 2018 19:37 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, mun leggja fram þá tillögu á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds á félagslegar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum. Aðrir flokkar í minnihluta borgarstjórnar hafa boðað tillögur um afnám byggingarréttargjaldsins á allar íbúðir. Það vilja sósíalistar ekki gera og segja sjálfsagt mál að leggja byggingaréttargjald á dýrar lóðir undir lúxusíbúðir. „Með því er borgin að skattleggja gróða lóðabraskara og verktaka, sem vilja hagnast á vel byggingu hótelíbúða fyrir ferðamenn eða á sölu lúxusíbúða til hinna ríku.“ segir Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi sósíalista.17 þúsund króna hækkun alvarlegt mál fyrir þau sem verst standa Í greinargerð með tillögunni taka þau dæmi af fólki sem leigir húsnæði sem hefur hækkað um 45 þúsund krónur fermetrinn vegna byggingarréttargjaldsins. Þar segir að miðað við lægstu vexti í dag megi ætla að þetta gjald hækki húsleigu 70 fermetra íbúðar um 17-20 þúsund krónur á mánuði. Þau segja þetta gjald vera skattlagningu á verst settu íbúa borgarinnar sem séu þeir sem þurfa á óhagnaðardrifinnum leigufélagum að halda. „Með þessu gjaldi er borgin því að skerða lífskjör hinna verst stæðu innan kerfis sem í fljótu bragði virðist ætlað að bæta kjör þeirra.“ segir í greinargerðinni. „17 þúsund krónur í of háa húsaleigu er alvarlegt mál fyrir fólk sem er að reyna að komast af út mánuðinn á rúmlega 200 þúsund krónum,“ segir Sanna. „17 þúsund krónur á mánuði eru yfir 200 þúsund krónur á ári og yfir 8 milljónir króna á þeim tíma sem tekur að greiða niður lán til 40 ára.“ Vill að borgin krefji Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu „Það er ekki margt sem borgarstjórn getur gert til að leiðrétta eyðileggingu nýfrjálshyggjunnar á skattkerfinu,“ segir Sanna og bendir á að Alþingi sem setji lög um útsvar og þá skatta sem sveitarfélögin mega leggja á. „En Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu, öðruvísi er ekki hægt að byggja upp réttlátt samfélag í borginni. En Reykjavík á líka að haga innheimtu sinni á gjöldum svo að það skaði síst hin verst settu. Eins og staðið er að málum í dag á það ekki við um innheimtu byggingarréttargjalds af byggingum óhagnaðardrifinna leigufélaga. Þessu verður að breyta.“
Tengdar fréttir Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi Sanna Magdalena leggur til að borgarfulltrúar og starfsmenn borgarinnar fái ekki þóknun fyrir fundi í vinnutíma en álagsgreiðslur geta verið nokkur hundruð þúsund í hverjum mánuði. Hún segir laun stjórnenda borgarinnar nógu há til að dekka undirbúning og yfirvinnu. 18. júní 2018 19:37 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi Sanna Magdalena leggur til að borgarfulltrúar og starfsmenn borgarinnar fái ekki þóknun fyrir fundi í vinnutíma en álagsgreiðslur geta verið nokkur hundruð þúsund í hverjum mánuði. Hún segir laun stjórnenda borgarinnar nógu há til að dekka undirbúning og yfirvinnu. 18. júní 2018 19:37