Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. júní 2018 19:37 Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík, segir launagreiðslur stjórnenda í Reykjavík út í hött. Vísir/Vilhelm Í tillögu Sósíalistaflokksins sem tekin verður fyrir á borgarstjórnarfundi á morgun segir að borgarstarfsmenn fái í raun tvöföld laun með því að fá þóknun fyrir fundarsetu og undirbúning í vinnutíma. Fréttastofa hefur tekið saman tvö raunsönn dæmi um möguleg heildarlaun borgarfulltrúa, eins og sést hér á myndunum.Í öðru dæminu hækka grunnlaun úr tæplega 700 þúsund í 966 þúsund, sá borgarfulltrúi er formaður í einni nefnd, varamaður í borgarráði og fær fastan starfskostnað. Fastur starfskostnaður á að dekka persónulega útgjöld, svo sem áskrift að fjölmiðlum. Að auki situr hann í stjórn Sorpu, sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Í hinu dæminu er borgarfulltrúinn formaður í borgarstjórnarflokki sínum, situr í borgarráði, er forseti borgarstjórnar, fær starfskostnað greiddan og situr í hafnarstjórn Faxaflóahafna sem rekin er af fimm sveitarfélögum. Sá borgarfulltrúi er með ríflega 1,4 milljónir króna í mánaðarlaun.Að auki fá allir borgarfulltrúar tölvu og síma til afnota, niðurgreiðslu á símreikningi og nettengingu.Grunnlaunin alveg nógu há Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir borgarfulltrúa með 700 þúsund króna grunnlaun ekki þurfa álagsgreiðslur. „Launin sem þessir kjörnu fulltrúar eru með til að byrja með ná vel yfir það sem þarf að gera, varðandi undirbúning og setu á fundum," segir hún. Einnig að 700 þúsund krónur séu há laun, sérstaklega þegar miðað er við aðra starfsmenn borgarinnar, sem séu með skammarlega lág laun.Sanna Magdalena Mörtudóttir.Vísir„Þessir hópar þurfa að hafa mikið fyrir því að fá kjarabætur, hækkun á launum. En svo er þetta talið sjálfsagt, þessar álagsgreiðslur sem okkur Sósialistum finnst út í hött. Jafnvel þótt tillagan verði ekki samþykkt ætlar Sanna ekki að þiggja aukagreiðslur frá borginni. „Við vorum reyndar á námskeiði í síðustu viku og þar kom fram að við megum ekki afþakka laun en maður getur alltaf komið þeim í hendur þeirra sem þurfa frekar á peningunum að halda," segir Sanna Magdalena Mörtudóttir. Tengdar fréttir Vill banna laun fyrir fundarsetu Sanna Magdalena, borgarfulltrúi sósíalista, ætlar að leggja fram tillögu um að banna stjórnendum borgarinnar að þiggja laun fyrir fundarsetu. 17. júní 2018 12:57 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Sjá meira
Í tillögu Sósíalistaflokksins sem tekin verður fyrir á borgarstjórnarfundi á morgun segir að borgarstarfsmenn fái í raun tvöföld laun með því að fá þóknun fyrir fundarsetu og undirbúning í vinnutíma. Fréttastofa hefur tekið saman tvö raunsönn dæmi um möguleg heildarlaun borgarfulltrúa, eins og sést hér á myndunum.Í öðru dæminu hækka grunnlaun úr tæplega 700 þúsund í 966 þúsund, sá borgarfulltrúi er formaður í einni nefnd, varamaður í borgarráði og fær fastan starfskostnað. Fastur starfskostnaður á að dekka persónulega útgjöld, svo sem áskrift að fjölmiðlum. Að auki situr hann í stjórn Sorpu, sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Í hinu dæminu er borgarfulltrúinn formaður í borgarstjórnarflokki sínum, situr í borgarráði, er forseti borgarstjórnar, fær starfskostnað greiddan og situr í hafnarstjórn Faxaflóahafna sem rekin er af fimm sveitarfélögum. Sá borgarfulltrúi er með ríflega 1,4 milljónir króna í mánaðarlaun.Að auki fá allir borgarfulltrúar tölvu og síma til afnota, niðurgreiðslu á símreikningi og nettengingu.Grunnlaunin alveg nógu há Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir borgarfulltrúa með 700 þúsund króna grunnlaun ekki þurfa álagsgreiðslur. „Launin sem þessir kjörnu fulltrúar eru með til að byrja með ná vel yfir það sem þarf að gera, varðandi undirbúning og setu á fundum," segir hún. Einnig að 700 þúsund krónur séu há laun, sérstaklega þegar miðað er við aðra starfsmenn borgarinnar, sem séu með skammarlega lág laun.Sanna Magdalena Mörtudóttir.Vísir„Þessir hópar þurfa að hafa mikið fyrir því að fá kjarabætur, hækkun á launum. En svo er þetta talið sjálfsagt, þessar álagsgreiðslur sem okkur Sósialistum finnst út í hött. Jafnvel þótt tillagan verði ekki samþykkt ætlar Sanna ekki að þiggja aukagreiðslur frá borginni. „Við vorum reyndar á námskeiði í síðustu viku og þar kom fram að við megum ekki afþakka laun en maður getur alltaf komið þeim í hendur þeirra sem þurfa frekar á peningunum að halda," segir Sanna Magdalena Mörtudóttir.
Tengdar fréttir Vill banna laun fyrir fundarsetu Sanna Magdalena, borgarfulltrúi sósíalista, ætlar að leggja fram tillögu um að banna stjórnendum borgarinnar að þiggja laun fyrir fundarsetu. 17. júní 2018 12:57 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Sjá meira
Vill banna laun fyrir fundarsetu Sanna Magdalena, borgarfulltrúi sósíalista, ætlar að leggja fram tillögu um að banna stjórnendum borgarinnar að þiggja laun fyrir fundarsetu. 17. júní 2018 12:57