Twitter hefur verið afar líflegt yfir leiknum og eru flestir á því að þetta sé einn mest taugatrekkjandi tími sem þeir hafa upplifað.
Horfi með geðlækni og hjartalækni og hef aldrei tekið jafn góða ákvörðun í lífinu og þegar ég bauð þeim heim #hmruv#fyrirIsland#ArgISL
— Fanney Birna (@fanneybj) June 16, 2018
Er leikklukkan eitthvað biluð? Ég sver að það eru 6 klst síðan leikurinn byrjaði #fotbolti#HMruv
— Halldór Þór Halldórs (@Doraldiniho) June 16, 2018
Er með sérmenntaðann endurlífgunar hjúkrunarfræðing í húsinu. Vona að ég þurfi ekki á honum að halda fljótlega. #FyrirÍsland#fotboltinet#ARGISL#ARGICE
— Daniel Scheving (@dscheving) June 16, 2018
Seint í fyrri hálfleiknum voru Argentínumenn brjálaðir og vildu fá vítaspyrnu þegar boltinn fór jú vissulega í hendina á Ragnari Sigurðssyni innan vítateigs. Dómari leiksins dæmdi þó ekkert.
Aldrei víti. Hendur í nátturulegri stóðu og boltinn hrekkur af fótunum upp í hendi
— Einar Gudnason (@EinarGudna) June 16, 2018
Nú þurfa menn að VARa sig.
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) June 16, 2018
Hönd Guðs! #fyrirísland#argisl#hmruv#fotboltinet
— Björn R Halldórsson (@bjornreynir) June 16, 2018
Fun fact; Dómari leiksins Szymon Marciniak á frænku sem býr í Bolungarvík #hmruv#FyrirIsland#ISL#ARGISL
— Guðbjörg Stefanía (@guggastebba) June 16, 2018
Dómarinn kom einnig við sögu aðeins fyrr í hálfleiknum þegar hann steig aftan á hæl Arons Einars Gunnarssonar og hjarta allra Íslendinga hætti að slá í augnablik þegar fyrirliðinn féll í grasið.
Nei ég meina viðbrögð mín við því þegar ég sá Aron í grasinu voru eins og hann væri dáinn. #HMRUV
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) June 16, 2018
Can VAR send off the referee?
— Raphael Honigstein (@honigstein) June 16, 2018