Mikilvægri aðgerð á þriggja ára stúlku ítrekað frestað vegna manneklu Sylvía Hall skrifar 14. júní 2018 18:15 Unnur Signý verður þriggja ára nú í október og bíður eftir sinni fjórðu aðgerð vegna klofins góms. Vísir Þriggja ára stúlka með klofinn góm hefur ítrekað lent í því að mikilvægum aðgerðum hefur verið frestað vegna plássleysis og manneklu á Barnaspítalanum. Rakel Pálsdóttir, móðir stúlkunnar, segir fjölskylduna hafa upplifað ítrekuð vonbrigði í veikindum dóttur sinnar og augljóst sé að það þurfi að bæta heilbrigðiskerfið. Unnur Signý, dóttir Rakelar, verður þriggja ára í október og bíður nú eftir sinni fjórðu aðgerð til að láta loka mjúka gómnum eftir að saumar héldust ekki nægilega eftir þá þriðju. Sú aðgerð var framkvæmd í nóvember á síðasta ári og eftir skoðun var ákveðið að stefna á næstu aðgerð í mars á þessu ári. Rakel ásamt Unni Signýju.Hefur þurft að fara í gegnum undirbúning til einskis Fjölskyldan fékk aðgerðardag þann 30. maí, en eftir að stúlkan fékk hita þurfti að fresta aðgerðinni samdægurs og aðgerðin áætluð í gær, þann 13. júní. Fjölskyldan hóf undirbúning fyrir aðgerðina eins og áætlað er með tilheyrandi sýklalyfjagjöf, en allt kom fyrir ekki. Vegna manneklu og plássleysis þurfti að fresta aðgerðinni á ný. „Þetta þarf allt að spila saman. Læknirinn þarf að vera laus, skurðstofa þarf að vera laus, það þarf að vera laust á barnaspítalanum og svo þarf Unnur að vera hress.“ Rakel segir stöðuna vera erfiða og mikil óvissa fylgi ástandinu á spítalanum. Fjölskyldan þurfi að vera viðbúin því að fá aðgerðardag, og því fylgi að taka frí frá vinnu og undirbúa stúlkuna: „Við getum ekkert planað fram í tímann því við eigum von á aðgerð og vonum að allt gangi upp. Svo er þetta rosalegur undirbúningur fyrir aðgerð. Unnur þarf að fara á sýklalyf fyrir aðgerð og ég hef ekki tölu á hversu mörg sýklalyf hún hefur fengið og mörg til einskis.“ segir Rakel.Unnur hefur þurft að fara í gegnum undirbúning fyrir aðgerð með tilheyrandi sýklalyfjagjöf til einskis. Móðirin segir undirbúninginn taka á, bæði fyrir stúlkuna og fjölskylduna.Óttast að ástandið hafi áhrif á börn sem þurfi þjónustu spítalans Rakel segir dóttur sína duglega og málþroski hennar sé á góðum stað. Það sé þó erfitt fyrir hana að tjá sig og óttast hún að það gæti haft varanleg áhrif ef hún þurfi að bíða lengi eftir aðgerðum. „Hún er óskýr í tali því það er loft að sleppa á milli því gómurinn er opinn. Þá verður hún stundum óskiljanleg og þetta er að valda henni áhyggjum sjálfri að geta ekki gert sig skiljanlega.“ Fjölskyldan segir starfsfólk spítalans hafa reynst þeim vel og þau geti lítið gert í ástandinu sem ríki á spítalanum, en breytinga sé vissulega þörf, sjúklinga og starfsfólksins vegna. Álagið sé mikið og til að mynda hafi deildarlæknir gleymt að hringja og upplýsa fjölskylduna um greiningu úr stroki, sem olli því að stúlkan fékk ekki sýklalyf á tiltækum tíma fyrir aðgerð. Rakel segir það vera forgangsmál að börn fái þá þjónustu sem þau þurfa og það liggi í augum uppi að það séu fleiri sem þurfi á þjónustu barnaspítalans að halda. „Hvað þá um hin börnin okkar sem eru virkilega veik?“ spyr Rakel að lokum og kallar eftir því að heilbrigðiskerfið verði bætt. Heilbrigðismál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira
Þriggja ára stúlka með klofinn góm hefur ítrekað lent í því að mikilvægum aðgerðum hefur verið frestað vegna plássleysis og manneklu á Barnaspítalanum. Rakel Pálsdóttir, móðir stúlkunnar, segir fjölskylduna hafa upplifað ítrekuð vonbrigði í veikindum dóttur sinnar og augljóst sé að það þurfi að bæta heilbrigðiskerfið. Unnur Signý, dóttir Rakelar, verður þriggja ára í október og bíður nú eftir sinni fjórðu aðgerð til að láta loka mjúka gómnum eftir að saumar héldust ekki nægilega eftir þá þriðju. Sú aðgerð var framkvæmd í nóvember á síðasta ári og eftir skoðun var ákveðið að stefna á næstu aðgerð í mars á þessu ári. Rakel ásamt Unni Signýju.Hefur þurft að fara í gegnum undirbúning til einskis Fjölskyldan fékk aðgerðardag þann 30. maí, en eftir að stúlkan fékk hita þurfti að fresta aðgerðinni samdægurs og aðgerðin áætluð í gær, þann 13. júní. Fjölskyldan hóf undirbúning fyrir aðgerðina eins og áætlað er með tilheyrandi sýklalyfjagjöf, en allt kom fyrir ekki. Vegna manneklu og plássleysis þurfti að fresta aðgerðinni á ný. „Þetta þarf allt að spila saman. Læknirinn þarf að vera laus, skurðstofa þarf að vera laus, það þarf að vera laust á barnaspítalanum og svo þarf Unnur að vera hress.“ Rakel segir stöðuna vera erfiða og mikil óvissa fylgi ástandinu á spítalanum. Fjölskyldan þurfi að vera viðbúin því að fá aðgerðardag, og því fylgi að taka frí frá vinnu og undirbúa stúlkuna: „Við getum ekkert planað fram í tímann því við eigum von á aðgerð og vonum að allt gangi upp. Svo er þetta rosalegur undirbúningur fyrir aðgerð. Unnur þarf að fara á sýklalyf fyrir aðgerð og ég hef ekki tölu á hversu mörg sýklalyf hún hefur fengið og mörg til einskis.“ segir Rakel.Unnur hefur þurft að fara í gegnum undirbúning fyrir aðgerð með tilheyrandi sýklalyfjagjöf til einskis. Móðirin segir undirbúninginn taka á, bæði fyrir stúlkuna og fjölskylduna.Óttast að ástandið hafi áhrif á börn sem þurfi þjónustu spítalans Rakel segir dóttur sína duglega og málþroski hennar sé á góðum stað. Það sé þó erfitt fyrir hana að tjá sig og óttast hún að það gæti haft varanleg áhrif ef hún þurfi að bíða lengi eftir aðgerðum. „Hún er óskýr í tali því það er loft að sleppa á milli því gómurinn er opinn. Þá verður hún stundum óskiljanleg og þetta er að valda henni áhyggjum sjálfri að geta ekki gert sig skiljanlega.“ Fjölskyldan segir starfsfólk spítalans hafa reynst þeim vel og þau geti lítið gert í ástandinu sem ríki á spítalanum, en breytinga sé vissulega þörf, sjúklinga og starfsfólksins vegna. Álagið sé mikið og til að mynda hafi deildarlæknir gleymt að hringja og upplýsa fjölskylduna um greiningu úr stroki, sem olli því að stúlkan fékk ekki sýklalyf á tiltækum tíma fyrir aðgerð. Rakel segir það vera forgangsmál að börn fái þá þjónustu sem þau þurfa og það liggi í augum uppi að það séu fleiri sem þurfi á þjónustu barnaspítalans að halda. „Hvað þá um hin börnin okkar sem eru virkilega veik?“ spyr Rakel að lokum og kallar eftir því að heilbrigðiskerfið verði bætt.
Heilbrigðismál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira