HM-torg á Oxford Street Vesturbæjar Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. júní 2018 06:00 Emmsjé Gauti, Pétur Marteinsson, Friðrik Guðmundsson og Gísli Marteinn. HM-Torgið má sjá í bakgrunninum Vesturbæingar og nærsveitamenn geta tekið gleði sína eftir áfallið sem þeir urðu fyrir þegar það komst í fréttir hér í þessu blaði að rífa ætti Hagavagninn – HM í knattspyrnu verður skellt á skjá í hjarta Vesturbæjarins, á Melavellinum við Hofsvallagötu, sem af sumum er kölluð Oxford Street Reykjavíkur. „Ég er hérna staddur á skrifstofu Kaffi Vest og er að horfa á Exton menn byggja risaskjá fyrir utan. Það er kominn neðri parturinn á risaskjá sem er staðsettur á túninu við hliðina á Vesturbæjarlaug, við Hagavagninn. Þar erum við nefnilega að setja upp HM-torg, á því sem heitir Melavöllurinn,“ segir Emmsjé Gauti frá Hagavagninum en HM torgið er samstarf á milli Kaffi Vest, Brauð og Co., Melabúðarinnar og Hagavagnsins.Sjá einnig: Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám „Við vorum að hugsa hvernig við gætum aukið hverfisstemminguna og hvað við getum gert fyrir fólkið. Svo er líka þessi gata að verða svona, tja … Oxford Street Vesturbæjarins. Eða nýi Laugavegurinn. Það er að skapast rosalegur menningarkjarni hérna. Það eru flestir í þessum fyrirtækjum sem fá sér kaffi á Kaffi Vest þannig að þar hittumst við og þar spratt upp þessi hugmynd að gera þetta svona í kringum HM. Hugmyndin fékk að gerjast í smá tíma og endaði svona. Það er dálítið fyndið við þennan hóp sem setur þetta saman, þessa Vesturbæjar-mafíu, að þar eru fimm Breiðhyltingar.“ Gauti segir að hugmyndin hafi svo orðið að veruleika með innkomu Coke og Origo inn í hana en þá fóru hlutirnir að gerast. „Það verður veitingasala á staðnum. Við erum að stefna á að þetta verði fjölskylduvæn hátíð og að hér verði aðallega húllumhæ í kringum þessa þrjá íslensku leiki – og auðvitað ef við komumst áfram þá sýnum við það. Við erum svona að meta hvernig þetta verður þegar á líður – hvort við verðum með fleiri stóra leiki hérna eða hvernig það verður – það fer svolítið eftir stemmingu.“Verður fólk bara þarna í lautarferðarstemmingu með teppi á grasinu eða hvernig verður þetta? „Við ætlum að setja upp bekki og stóla en hvetjum fólk samt sem áður að taka með sér tjaldstóla og teppi. Næsta verkefni er að biðja til veðurguðanna til að fá þá til að vera góðir við okkur. Nú veit maður aldrei hvernig spáin verður en ég mun standa þarna í ponsjó sama hvernig veðrið verður.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem vilja gera sér glaðan dag og horfa á leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á laugardaginn í hópi annarra stuðningsmanna þurfa ekki að örvænta. 13. júní 2018 14:45 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira
Vesturbæingar og nærsveitamenn geta tekið gleði sína eftir áfallið sem þeir urðu fyrir þegar það komst í fréttir hér í þessu blaði að rífa ætti Hagavagninn – HM í knattspyrnu verður skellt á skjá í hjarta Vesturbæjarins, á Melavellinum við Hofsvallagötu, sem af sumum er kölluð Oxford Street Reykjavíkur. „Ég er hérna staddur á skrifstofu Kaffi Vest og er að horfa á Exton menn byggja risaskjá fyrir utan. Það er kominn neðri parturinn á risaskjá sem er staðsettur á túninu við hliðina á Vesturbæjarlaug, við Hagavagninn. Þar erum við nefnilega að setja upp HM-torg, á því sem heitir Melavöllurinn,“ segir Emmsjé Gauti frá Hagavagninum en HM torgið er samstarf á milli Kaffi Vest, Brauð og Co., Melabúðarinnar og Hagavagnsins.Sjá einnig: Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám „Við vorum að hugsa hvernig við gætum aukið hverfisstemminguna og hvað við getum gert fyrir fólkið. Svo er líka þessi gata að verða svona, tja … Oxford Street Vesturbæjarins. Eða nýi Laugavegurinn. Það er að skapast rosalegur menningarkjarni hérna. Það eru flestir í þessum fyrirtækjum sem fá sér kaffi á Kaffi Vest þannig að þar hittumst við og þar spratt upp þessi hugmynd að gera þetta svona í kringum HM. Hugmyndin fékk að gerjast í smá tíma og endaði svona. Það er dálítið fyndið við þennan hóp sem setur þetta saman, þessa Vesturbæjar-mafíu, að þar eru fimm Breiðhyltingar.“ Gauti segir að hugmyndin hafi svo orðið að veruleika með innkomu Coke og Origo inn í hana en þá fóru hlutirnir að gerast. „Það verður veitingasala á staðnum. Við erum að stefna á að þetta verði fjölskylduvæn hátíð og að hér verði aðallega húllumhæ í kringum þessa þrjá íslensku leiki – og auðvitað ef við komumst áfram þá sýnum við það. Við erum svona að meta hvernig þetta verður þegar á líður – hvort við verðum með fleiri stóra leiki hérna eða hvernig það verður – það fer svolítið eftir stemmingu.“Verður fólk bara þarna í lautarferðarstemmingu með teppi á grasinu eða hvernig verður þetta? „Við ætlum að setja upp bekki og stóla en hvetjum fólk samt sem áður að taka með sér tjaldstóla og teppi. Næsta verkefni er að biðja til veðurguðanna til að fá þá til að vera góðir við okkur. Nú veit maður aldrei hvernig spáin verður en ég mun standa þarna í ponsjó sama hvernig veðrið verður.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem vilja gera sér glaðan dag og horfa á leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á laugardaginn í hópi annarra stuðningsmanna þurfa ekki að örvænta. 13. júní 2018 14:45 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira
Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem vilja gera sér glaðan dag og horfa á leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á laugardaginn í hópi annarra stuðningsmanna þurfa ekki að örvænta. 13. júní 2018 14:45