Rúnar Alex væri til í að fá skýrari svör um hvort hann er númer tvö eða þrjú Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 12. júní 2018 11:30 Rúnar Alex Rúnarsson veit ekki hvort hann er varamarkvörður eða varavaramarkvörður. vísri/vilhelm Rúnar Alex Rúnarsson, einn af þremur markvörðum í íslenska landsliðshópnum á HM 2018, væri til í að fá skýrari svör frá þjálfarateyminu um stöðu sína og Frederik Schrams í goggunarröðinni á eftir Hannesi Þór Halldórssyni. Rúnar var hinn léttasti þegar að hann spjallaði við fjölmiðla fyrir æfingu liðsins í dag en nú var komið að leikmönnum með númerin 9-15. Þannig er þetta sett upp fyrstu dagana. „Þetta er búið að vera alveg geggjað. Það var tekið rosalega vel á móti okkur og veðrið er alveg frábært. Það er kannski aðeins of heitt en þá er betra að hafa það aðeins of heitt en of kalt,“ segir Rúnar Alex.Hannes fór aðeins yfir málin með markvörðunum og nú er lífið betra.vísri/vilhelmHannes Þór Halldórsson sagði í gær frá fundi sem hann hélt með markvarðateyminu aðeins til að létta á hlutunum en hann var ekki búinn að vera nógu sáttur við æfingarnar undanfarið. Talaði hann um að menn væru þungir og þrúgaðir. „Ég upplifði þetta ekki sem þyngsli eða neitt svoleiðis. Það er búið að dramatísera þetta smá. Ég get samt alveg viðurkennt að við vorum voðalega rólegir og ekki að öskra hvorn annan áfram. Það var líka lítið spjall í gangi,“ segir Rúnar. „Stemningin myndast svolítið í kringum hvernig reynslumestu mennirnir haga sér sem í þessu tilviki eru Gummi [Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari Íslands] og Hannes. Við [Frederik] reynum bara svolítið að herma eftir því sem að þeir gera vegna þess að við erum ungir og erum að kynnast því hvernig þetta virkar.“ „Kannski var meiri stemning áður en þetta var eitthvað sem að Hannesi fannst við þurfa að laga og við gerðum það. Ég get alveg sagt það núna að það er miklu skemmtilegra á æfingum núna þegar að menn eru að öskra hvorn annan áfram. Það voru engin þyngsli eða stress fannst mér,“ segir Rúnar.Rúnar Alex aðstoðar hér Frederik Schram á markvarðaæfingu í gær.vísir/vilhelmMargir hafa talið Rúnar vera orðinn klár annar kostur á eftir Hannesi í markið en svo, allt í einu, byrjaði Frederik Schram næst síðasta leikinn fyrir HM sem tapaðist á móti Noregi. Hannes stóð svo vaktina í generalprufunni á móti Gan.a Í raun veit enginn hvað Heimir og Guðmundur eru að hugsa með fyrsta varamann fyrir Hannes og þeir halda spilunum þétt að sér. Svo þétt að Rúnar sjálfur veit ekkert hvar hann stendur. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég sé númer tvö eða þrjú. Ég væri alveg til í að fá skýrari svör. Þetta er erfið spurning og í raun skiptir kannski ekki öllu hver er númer tvö eða þrjú. Það sem skiptir máli er hver er að fara að spila en sama hvar ég er í röðinni undirbý ég mig eins fyrir hvern einasta leik. Það væri bara fínt upp á andlega hlutann að vera með einhver svör,“ segir Rúnar Alex Rúnarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir HM í dag: Tómar fær aldrei nóg af uppáhaldinu hennar Klöru Þriðji þáttur HM í dag kominn í loftið. 12. júní 2018 09:00 Stelast til að horfa á og mynda strákana á æfingum Ekki allir íbúar Kabardinka fara eftir fyrirmælum yfirvalda. 12. júní 2018 10:00 Albert lék lukkudýr og gaf leikmönnum KR jólakort Albert Guðmundsson gaf tveimur landsliðsmönnum árlega jólakort en er nú á HM á meðan þeir sitja heima. 12. júní 2018 08:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson, einn af þremur markvörðum í íslenska landsliðshópnum á HM 2018, væri til í að fá skýrari svör frá þjálfarateyminu um stöðu sína og Frederik Schrams í goggunarröðinni á eftir Hannesi Þór Halldórssyni. Rúnar var hinn léttasti þegar að hann spjallaði við fjölmiðla fyrir æfingu liðsins í dag en nú var komið að leikmönnum með númerin 9-15. Þannig er þetta sett upp fyrstu dagana. „Þetta er búið að vera alveg geggjað. Það var tekið rosalega vel á móti okkur og veðrið er alveg frábært. Það er kannski aðeins of heitt en þá er betra að hafa það aðeins of heitt en of kalt,“ segir Rúnar Alex.Hannes fór aðeins yfir málin með markvörðunum og nú er lífið betra.vísri/vilhelmHannes Þór Halldórsson sagði í gær frá fundi sem hann hélt með markvarðateyminu aðeins til að létta á hlutunum en hann var ekki búinn að vera nógu sáttur við æfingarnar undanfarið. Talaði hann um að menn væru þungir og þrúgaðir. „Ég upplifði þetta ekki sem þyngsli eða neitt svoleiðis. Það er búið að dramatísera þetta smá. Ég get samt alveg viðurkennt að við vorum voðalega rólegir og ekki að öskra hvorn annan áfram. Það var líka lítið spjall í gangi,“ segir Rúnar. „Stemningin myndast svolítið í kringum hvernig reynslumestu mennirnir haga sér sem í þessu tilviki eru Gummi [Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari Íslands] og Hannes. Við [Frederik] reynum bara svolítið að herma eftir því sem að þeir gera vegna þess að við erum ungir og erum að kynnast því hvernig þetta virkar.“ „Kannski var meiri stemning áður en þetta var eitthvað sem að Hannesi fannst við þurfa að laga og við gerðum það. Ég get alveg sagt það núna að það er miklu skemmtilegra á æfingum núna þegar að menn eru að öskra hvorn annan áfram. Það voru engin þyngsli eða stress fannst mér,“ segir Rúnar.Rúnar Alex aðstoðar hér Frederik Schram á markvarðaæfingu í gær.vísir/vilhelmMargir hafa talið Rúnar vera orðinn klár annar kostur á eftir Hannesi í markið en svo, allt í einu, byrjaði Frederik Schram næst síðasta leikinn fyrir HM sem tapaðist á móti Noregi. Hannes stóð svo vaktina í generalprufunni á móti Gan.a Í raun veit enginn hvað Heimir og Guðmundur eru að hugsa með fyrsta varamann fyrir Hannes og þeir halda spilunum þétt að sér. Svo þétt að Rúnar sjálfur veit ekkert hvar hann stendur. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég sé númer tvö eða þrjú. Ég væri alveg til í að fá skýrari svör. Þetta er erfið spurning og í raun skiptir kannski ekki öllu hver er númer tvö eða þrjú. Það sem skiptir máli er hver er að fara að spila en sama hvar ég er í röðinni undirbý ég mig eins fyrir hvern einasta leik. Það væri bara fínt upp á andlega hlutann að vera með einhver svör,“ segir Rúnar Alex Rúnarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir HM í dag: Tómar fær aldrei nóg af uppáhaldinu hennar Klöru Þriðji þáttur HM í dag kominn í loftið. 12. júní 2018 09:00 Stelast til að horfa á og mynda strákana á æfingum Ekki allir íbúar Kabardinka fara eftir fyrirmælum yfirvalda. 12. júní 2018 10:00 Albert lék lukkudýr og gaf leikmönnum KR jólakort Albert Guðmundsson gaf tveimur landsliðsmönnum árlega jólakort en er nú á HM á meðan þeir sitja heima. 12. júní 2018 08:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Sjá meira
HM í dag: Tómar fær aldrei nóg af uppáhaldinu hennar Klöru Þriðji þáttur HM í dag kominn í loftið. 12. júní 2018 09:00
Stelast til að horfa á og mynda strákana á æfingum Ekki allir íbúar Kabardinka fara eftir fyrirmælum yfirvalda. 12. júní 2018 10:00
Albert lék lukkudýr og gaf leikmönnum KR jólakort Albert Guðmundsson gaf tveimur landsliðsmönnum árlega jólakort en er nú á HM á meðan þeir sitja heima. 12. júní 2018 08:00