Hríðfallandi hagnaður eftir erfiða sex mánuði hjá H&M Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. júní 2018 16:00 Verslun H&M í Bremen í Þýskalandi. Stjórnendur sænska tískurisans hafa verið gagnrýndir fyrir of hraðan vöxt. Fyrirtækið situr uppi með gríðarmiklar birgðir af fötum sem hafa ekki selst. Vísir/EPA Hagnaður sænska tískurisans H&M dróst saman um þriðjung á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í lok maí. Miklar óseldar vörubirgðir, of hraður vöxtur við opnun nýrra verslana og breytt neyslumynstur með aukinni netverslun hefur valdið fyrirtækinu tjóni. Á rekstrarárinu sem lauk 31. maí hagnaðist H&M um 7,3 milljarða sænskra króna, jafnvirði 86 milljarða íslenskra króna. Hagnaður eftir skatta nam rúmlega 6 milljörðum sænskra króna og er þetta þriðjungi minni hagnaður fyrir sama tímabil í fyrra. H&M er næststærsta tískuhús í heimi á eftir spænska fyrirtækinu Inditex sem á Zara, Pull & Bear, Bershka, Stradivarius, Massimo Dutti og fleiri vörumerki. Í FT kemur fram að sala hjá H&M hafi í raun staðið í stað en blaðið hefur eftir Karl-Johan Persson forstjóra H&M að það hafi legið fyrir lengi að 2018 yrði erfitt ár. Fyrirtækið hafi farið í gegnum annan fjórðung rekstrarársins með of miklar vörubirgðir. Magn óseldra vörubirgða hefur verið vandamál hjá H&M í talsverðan tíma. Fyrirtækið hefur freistað þess að bregðast við breyttu neyslumynstri fólks með aukinni netverslun með fjárfestingu í sölu á netinu en þessi hluti rekstrarins hefur ekki komist á neitt flug ennþá. Breytt neyslumynstur með aukinni netverslun, ekki síst með tilkomu hugbúnaðar sem auðveldar fólki að velja föt í réttri stærð á síðum eins og Asos, hefur skaðað H&M mikið enda hefur fyrirtækið alltaf lagt mikla áherslu á vöxt með opnun nýrra verslana. Fyrr í þessum mánuði hleypti fyrirtækið Afound af stokkunum en um er að ræða níunda vörumerkið undir H&M. Afound selur fatnað frá vörumerkjum H&M samstæðunnar en einnig tískuvörur annarra framleiðenda á útsöluverði í sérstakri verslun í Stokkhólmi og í vefverslun. Í yfirlýsingu H&M í gær, sem hefur verið túlkuð sem hálfgerð afkomuviðvörun, kemur fram að fyrirtækið sé að fara í gegnum umbrotatíma. Haft er eftir Karl-Johan Persson að heilt yfir hafi sala á fyrstu sex mánuðum rekstrarársins valdið vonbrigðum og að óseldar vörubirgðir hafi verið of miklar við lok tímabilsins. H&M hafði áður upplýst að sölutölur fyrir 2018 myndu valda vonbrigðum en fyrirtækið greindi frá því í mars að afkoma milli ára hefði dregist saman um 60 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Í kjölfarið hrundi hlutabréfaverð fyrirtækisins. Afkomutilkynning H&M samstæðunnar. Frétt FT. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hagnaður sænska tískurisans H&M dróst saman um þriðjung á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í lok maí. Miklar óseldar vörubirgðir, of hraður vöxtur við opnun nýrra verslana og breytt neyslumynstur með aukinni netverslun hefur valdið fyrirtækinu tjóni. Á rekstrarárinu sem lauk 31. maí hagnaðist H&M um 7,3 milljarða sænskra króna, jafnvirði 86 milljarða íslenskra króna. Hagnaður eftir skatta nam rúmlega 6 milljörðum sænskra króna og er þetta þriðjungi minni hagnaður fyrir sama tímabil í fyrra. H&M er næststærsta tískuhús í heimi á eftir spænska fyrirtækinu Inditex sem á Zara, Pull & Bear, Bershka, Stradivarius, Massimo Dutti og fleiri vörumerki. Í FT kemur fram að sala hjá H&M hafi í raun staðið í stað en blaðið hefur eftir Karl-Johan Persson forstjóra H&M að það hafi legið fyrir lengi að 2018 yrði erfitt ár. Fyrirtækið hafi farið í gegnum annan fjórðung rekstrarársins með of miklar vörubirgðir. Magn óseldra vörubirgða hefur verið vandamál hjá H&M í talsverðan tíma. Fyrirtækið hefur freistað þess að bregðast við breyttu neyslumynstri fólks með aukinni netverslun með fjárfestingu í sölu á netinu en þessi hluti rekstrarins hefur ekki komist á neitt flug ennþá. Breytt neyslumynstur með aukinni netverslun, ekki síst með tilkomu hugbúnaðar sem auðveldar fólki að velja föt í réttri stærð á síðum eins og Asos, hefur skaðað H&M mikið enda hefur fyrirtækið alltaf lagt mikla áherslu á vöxt með opnun nýrra verslana. Fyrr í þessum mánuði hleypti fyrirtækið Afound af stokkunum en um er að ræða níunda vörumerkið undir H&M. Afound selur fatnað frá vörumerkjum H&M samstæðunnar en einnig tískuvörur annarra framleiðenda á útsöluverði í sérstakri verslun í Stokkhólmi og í vefverslun. Í yfirlýsingu H&M í gær, sem hefur verið túlkuð sem hálfgerð afkomuviðvörun, kemur fram að fyrirtækið sé að fara í gegnum umbrotatíma. Haft er eftir Karl-Johan Persson að heilt yfir hafi sala á fyrstu sex mánuðum rekstrarársins valdið vonbrigðum og að óseldar vörubirgðir hafi verið of miklar við lok tímabilsins. H&M hafði áður upplýst að sölutölur fyrir 2018 myndu valda vonbrigðum en fyrirtækið greindi frá því í mars að afkoma milli ára hefði dregist saman um 60 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Í kjölfarið hrundi hlutabréfaverð fyrirtækisins. Afkomutilkynning H&M samstæðunnar. Frétt FT.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira