Mannvonskan og vanhæfnin Guðmundur Andri Thorsson skrifar 29. júní 2018 07:00 Bandaríski þingmaðurinn Elisabeth Warren fór nýlega og skoðaði með eigin augum þær martraðarkenndu búðir sem Trumpstjórnin í Bandaríkjunum hefur búið nauðleitarfólki í Bandaríkjunum. Lýsingarnar eru ægilegar. Fólk hefst við í daunillum vistarverum, er hreinlega hneppt í fangelsi. Og hefur það til saka unnið að trúa á ameríska drauminn. Börn eru höfð í búrum. Þau hafa verið rifin frá fjölskyldum sínum – mæðrum sínum, feðrum og systkinum – án þess að víst sé að fjölskyldurnar nái að sameinast á ný í þeim glundroða sem þar ríkir, nema ef til vill hugsanlega ef fólk gefur upp á bátinn öll borgaraleg réttindi. Í störfum Trumpstjórnarinnar fylgjast ófrávíkjanlega að mannvonskan og vanhæfnin. Jarðarbúar standa frammi fyrir ógurlegum vanda, meiri en nokkru sinni í minni mannkyns. Loftlagsbreytingar af manna völdum leiða til þess að lönd verða óbyggileg sökum þurrka og flóða. Milljónir manna fara á vergang. Tekist verður á um aðgang að einföldum gæðum sem við hér álítum sjálfsögð á borð við vatn, húsaskjól og hreint loft í meiri mæli en við höfum áður séð. Því verri sem lofslagsvandinn verður þeim mun ægilegri verður flóttamannavandinn. Ætlum við að nota aðferðir Donalds Trump til að takast á við þann vanda? Loka öllu, vígbúast, sundra fjölskyldum, loka okkur af og loka þau inni? Það mun þýða allsherjar vargöld og stríð um alla Jörð. Ætlum við að nota aðferðir Donalds Trump við að takast á við loftslagsvandann? Loka eyrunum og augunum? Það mun fyrr en varir leiða til endaloka lífs á Jörðunni í núverandi mynd. Eina færa leiðin til að takast á við þau risavöxnu úrlausnarefni sem mannkynið stendur frammi fyrir er samvinna þjóðanna, samtak alls mannkyns, með frelsi og hugvit að leiðarljósi, opinn huga og opinn faðm – og kærleika. Þar er eina vonin sem við eigum. Mannvonskunni og vanhæfninni fylgir nefnilega líka vonleysið.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Bandaríski þingmaðurinn Elisabeth Warren fór nýlega og skoðaði með eigin augum þær martraðarkenndu búðir sem Trumpstjórnin í Bandaríkjunum hefur búið nauðleitarfólki í Bandaríkjunum. Lýsingarnar eru ægilegar. Fólk hefst við í daunillum vistarverum, er hreinlega hneppt í fangelsi. Og hefur það til saka unnið að trúa á ameríska drauminn. Börn eru höfð í búrum. Þau hafa verið rifin frá fjölskyldum sínum – mæðrum sínum, feðrum og systkinum – án þess að víst sé að fjölskyldurnar nái að sameinast á ný í þeim glundroða sem þar ríkir, nema ef til vill hugsanlega ef fólk gefur upp á bátinn öll borgaraleg réttindi. Í störfum Trumpstjórnarinnar fylgjast ófrávíkjanlega að mannvonskan og vanhæfnin. Jarðarbúar standa frammi fyrir ógurlegum vanda, meiri en nokkru sinni í minni mannkyns. Loftlagsbreytingar af manna völdum leiða til þess að lönd verða óbyggileg sökum þurrka og flóða. Milljónir manna fara á vergang. Tekist verður á um aðgang að einföldum gæðum sem við hér álítum sjálfsögð á borð við vatn, húsaskjól og hreint loft í meiri mæli en við höfum áður séð. Því verri sem lofslagsvandinn verður þeim mun ægilegri verður flóttamannavandinn. Ætlum við að nota aðferðir Donalds Trump til að takast á við þann vanda? Loka öllu, vígbúast, sundra fjölskyldum, loka okkur af og loka þau inni? Það mun þýða allsherjar vargöld og stríð um alla Jörð. Ætlum við að nota aðferðir Donalds Trump við að takast á við loftslagsvandann? Loka eyrunum og augunum? Það mun fyrr en varir leiða til endaloka lífs á Jörðunni í núverandi mynd. Eina færa leiðin til að takast á við þau risavöxnu úrlausnarefni sem mannkynið stendur frammi fyrir er samvinna þjóðanna, samtak alls mannkyns, með frelsi og hugvit að leiðarljósi, opinn huga og opinn faðm – og kærleika. Þar er eina vonin sem við eigum. Mannvonskunni og vanhæfninni fylgir nefnilega líka vonleysið.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun