Yfirlæknir segir mikið þrýst á lækna að skrifa út lyfjaávísanir Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 27. júní 2018 06:00 "Það þarf að bregðast strax við og draga úr ávísunum þessara lyfja og einnig að draga úr því magni sem er í umferð,“ segir Sigurður Örn Hektorsson yfirlæknir og vísar til sölu lyfjanna á svörtum markaði. Fréttablaðið/Sigtryggur ari „Sístækkandi hópur fólks sem misnotar róandi ávanabindandi lyf og sterk verkjalyf er áhyggjuefni. Fólk þróar fljótt með sér vanabindingu í lyfin,“ segir Sigurður Örn Hektorsson, yfirlæknir á fíknigeðdeild Landspítalans. Sigurður Örn greinir ákveðna þróun í neyslu vímugjafa. Aukinni neyslu á harðari vímugjöfum fylgi ofnotkun á róandi lyfjum. „Við sjáum vaxandi sprautuneyslu hjá yngra fólki á síðustu misserum og meiri neyslu harðari vímuefna á borð við kókaín, amfetamín og rítalín,“ segir hann. „Aukningunni fylgir ofnotkun á róandi lyfjum, það er töluvert breytt mynstur sem við sjáum sem þarf að bregðast strax við.“ Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Álfgeir Kristjánsson, dósent í sálfræði, sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja.Sjá einnig: Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Sigurður Örn er meðal sérfræðinga í starfshópi skipuðum af heilbrigðisráðherra um gerð tillagna til að stemma stigu við mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja. Hópurinn skilaði tillögum í níu liðum í lok maí. Meðal annars lagði starfshópurinn til að aðgangur að ávanabindandi lyfjum yrði takmarkaður, fræðsla aukin bæði hjá fagstéttum og almenningi og eftirlit hert með ávísanavenjum lækna. „Það þarf að bregðast strax við og draga úr ávísunum þessara lyfja og einnig að draga úr því magni sem er í umferð,“ segir hann og vísar til sölu lyfjanna á svörtum markaði. „Við skerum okkur úr meðal þjóða hvað varðar mikla lyfjanotkun. Hér hafa skapast væntingar um lyf sem alhliða lausn,“ segir Sigurður Örn. „Þegar slíkar væntingar eru ráðandi og mikið magn lyfjanna í umferð eykst hættan á rangri notkun þeirra,“ segir hann. „Við þurfum nauðsynlega að opna umræðuna um þessi lyf og lyfjamenningu. Ég starfaði lengi sem heimilislæknir og það er mikill þrýstingur á lækna að skrifa út þessi lyf,“ segir hann. „Við þurfum að gæta að góðum meðferðarúrræðum fyrir þá sem glíma við fíkn. Í Bandaríkjunum hefur verið mikil herferð gegn ópíóðalyfjum og lyfjaávísunum. Þeir hafa náð umtalsverðum árangri. En á sama tíma eru dauðsföll vegna ólöglegra lyfja fleiri,“ segir Sigurður Örn. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45 Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00 Gríðarlegt framboð af sterkum róandi lyfjum á svörtum markaði hérlendis Gríðarlegt framboð er af svonefndum Xanax töflum hér á landi um þessar mundir samkvæmt heimildum fréttastofu. Efnið ku njóta vaxandi vinsælda og er misnotað í sífellt meira mæli. 19. júní 2018 14:56 Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Innlent „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Sjá meira
„Sístækkandi hópur fólks sem misnotar róandi ávanabindandi lyf og sterk verkjalyf er áhyggjuefni. Fólk þróar fljótt með sér vanabindingu í lyfin,“ segir Sigurður Örn Hektorsson, yfirlæknir á fíknigeðdeild Landspítalans. Sigurður Örn greinir ákveðna þróun í neyslu vímugjafa. Aukinni neyslu á harðari vímugjöfum fylgi ofnotkun á róandi lyfjum. „Við sjáum vaxandi sprautuneyslu hjá yngra fólki á síðustu misserum og meiri neyslu harðari vímuefna á borð við kókaín, amfetamín og rítalín,“ segir hann. „Aukningunni fylgir ofnotkun á róandi lyfjum, það er töluvert breytt mynstur sem við sjáum sem þarf að bregðast strax við.“ Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Álfgeir Kristjánsson, dósent í sálfræði, sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja.Sjá einnig: Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Sigurður Örn er meðal sérfræðinga í starfshópi skipuðum af heilbrigðisráðherra um gerð tillagna til að stemma stigu við mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja. Hópurinn skilaði tillögum í níu liðum í lok maí. Meðal annars lagði starfshópurinn til að aðgangur að ávanabindandi lyfjum yrði takmarkaður, fræðsla aukin bæði hjá fagstéttum og almenningi og eftirlit hert með ávísanavenjum lækna. „Það þarf að bregðast strax við og draga úr ávísunum þessara lyfja og einnig að draga úr því magni sem er í umferð,“ segir hann og vísar til sölu lyfjanna á svörtum markaði. „Við skerum okkur úr meðal þjóða hvað varðar mikla lyfjanotkun. Hér hafa skapast væntingar um lyf sem alhliða lausn,“ segir Sigurður Örn. „Þegar slíkar væntingar eru ráðandi og mikið magn lyfjanna í umferð eykst hættan á rangri notkun þeirra,“ segir hann. „Við þurfum nauðsynlega að opna umræðuna um þessi lyf og lyfjamenningu. Ég starfaði lengi sem heimilislæknir og það er mikill þrýstingur á lækna að skrifa út þessi lyf,“ segir hann. „Við þurfum að gæta að góðum meðferðarúrræðum fyrir þá sem glíma við fíkn. Í Bandaríkjunum hefur verið mikil herferð gegn ópíóðalyfjum og lyfjaávísunum. Þeir hafa náð umtalsverðum árangri. En á sama tíma eru dauðsföll vegna ólöglegra lyfja fleiri,“ segir Sigurður Örn.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45 Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00 Gríðarlegt framboð af sterkum róandi lyfjum á svörtum markaði hérlendis Gríðarlegt framboð er af svonefndum Xanax töflum hér á landi um þessar mundir samkvæmt heimildum fréttastofu. Efnið ku njóta vaxandi vinsælda og er misnotað í sífellt meira mæli. 19. júní 2018 14:56 Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Innlent „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Sjá meira
„Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00
Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45
Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00
Gríðarlegt framboð af sterkum róandi lyfjum á svörtum markaði hérlendis Gríðarlegt framboð er af svonefndum Xanax töflum hér á landi um þessar mundir samkvæmt heimildum fréttastofu. Efnið ku njóta vaxandi vinsælda og er misnotað í sífellt meira mæli. 19. júní 2018 14:56