Risaskref í þroska og yrði erfitt að kveðja „besta starf í heimi“ Kolbeinn Tumi Daðason á Rostov Arena skrifar 26. júní 2018 23:00 Heimir Hallgrímsson vildi helst ekki ræða framtíðina sína eftir leik. Allir eru að spá í það og því neyddist hann til að svara spurningum blaðamanna þess efnis. Vísir/Vilhelm Heimir Hallgrímsson tók í höndina á öllum fimm íslensku blaðamönnunum að loknum blaðamannafundi eftir grátlegt 2-1 tap gegn Króötum í Rostov við Don í kvöld. Kveðjustund? Mögulega, því samningur Heimis við KSÍ er runninn út og kannski spennandi tækifæri handan við hornið hjá Eyjapeyjanum. Hann segist þó vera í besta starfi í heimi og erfitt að sjá hvernig hægt er að skilja við liðið á þessum tímapunkti. Leikmenn vilja halda honum og líklega er vandfuninn sá Íslendingur sem vill þjálfaraskipti. Svekkelsið er mikið en stoltið ekki minna. Okkar menn gáfu allt í leikinn og var Heimir afar ánægður með framlag sinna manna sem hefðu skilið allt eftir á vellinum. „Ég gæti ekki verið stoltari,“ sagði þjálfarinn sem er með eindæmum kurteis. Byrjaði, óspurður, á því að óska Króötum til hamingju og telur þá líklega til að fara alla leið. En þá að liðinu sem allir nema þrír Íslendingar fylgdust með í hitanum á Rostov Arena í kvöld. Heimir sagði leikinn hafa spilast eins og hann átti von á. Króatía meira með boltann, eins og venjulega. Við erum alltaf að spila við Króata. Hann var ánægður með fyrri hálfleikinn en eftir átta mínútur í þeim seinni var Ísland lent marki undir. „Það var smá sjokk að fá á sig markið en við gáfumst ekki upp. Það sýnir karakterinn. Við skildum allt eftir og ég held að það hafi ekki verið mikið eftir á batteríinu í leikslok,“ sagði Heimir. „Leikmenn eiga skilið mikið lof og ég vona að þeir hafi sýnt öllum hvaða týpur þeir eru, gefast aldrei upp. Við áttum möguleika allt til loka.“Heimir hughreystir Gylfa Þór Sigurðsson í leikslok.Vísir/VilhelmFalleg íþrótt en grimm Íslenska liðið fékk færi eftir færi en inn vildi boltinn ekki. Eins og gegn Nígeríu. Vannýtt færi kostuðu okkur. En þótt endurtekið hafi verið tækifæri til að hengja haus, átta sig á því að þetta yrði ekki okkar dagur gáfust þeir ekki upp. „Eins og þú sást þá hentum við öllu inn á sem við gátum,“ sagði Heimir. Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á fyrir Ragnar Sig. Fækkað í vörn, fjölgað í sókn. Arnór Ingvi og Albert komu inn seint í leiknum en náðu ekki að setja mark sitt á hann. En þegar blásið er til sóknar er hættan mikil á að vera refsað, sem Króatar með sín gæði gerðu. Afgreiðslan var fyrsta flokks, eins og í fyrra markinu. „Svona er lífið, þótt fótbolti sé falleg íþrótt þá getur hann líka verið grimmur.“Strákarnir okkar ætluðu sér stóra hluti í kvöld, spiluðu frábærlega en nýttu ekki færin.Vísir/VilhelmGóðir í fimm hálfeikjum af sex Þegar Heimir var beðinn um að gera upp mótið minntist hann á mjög góðan leik gegn Argentínu, góðan hálfleik á móti Nígeríu og svo leikinn í dag. „Við vorum góðir í fimm hálfleikjum af sex,“ sagði Heimir. Niðurstaðan þó aðeins eitt stig enda andstæðingarnir engir aukvissar. „Allar þessar þjóðir eru með leikmenn sem spila í hærri gæðum daginn út og daginn inn,“ sagði Heimir. Hann hrósaði þó íslensku liðsheildinni sem gerði það sem hún stendur fyrir. Frammistaða heildarinnar hefði verið skínandi og leikmenn átt dúndurfínt mót. „Ég get ekki verið annað en mjög sáttur og stoltur. Við sýndum að við eigum heima hérna og getum keppt við þá bestu. Stundum er þetta stöngin inn og stundum stöngin út. Þannig er lífið og þannig er fótboltinn.“Heimir með sínu fólki í stúkunni fyrir leik.FIFAÁtti stund með fjölskyldunni Fyrir leik raðaði Heimir upp keilunum eins og venjulega. Í framhaldinu fór hann upp í stúku, klukkustund fyrir leik, settist á milli Írisar konu sinnar og Hallgríms sonar síns og átti innilega stund. Hann var beðinn um að deila því með blaðamönnum hvernig stundin hefði verið en það er nýbreytni að þjálfarar gefi sér svona augnablik fyrir leik. „Mikið svakalega er þetta væmin spurning,“ sagði Heimir og brosti. „Það var mikið að gera hjá mér í gær þannig að ég gat ekki hitt á fjölskylduna, og heldur ekki í dag.“ Það vantar ekki knattspyrnuáhugann á heimili Heimis. Íris kona hans spilaði lengi með ÍBV, varð meðal annars bikarmeistari með liðinu, og Hallgrímur kann sannarlega að sparka í bolta. Heimir sá færi, fyrst hans fólk var svo nálægt vellinum, rétt fyrir aftan varamannabekkina og fékk sér sæti. Honum var eðlilega vel fagnað.Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði knúsar móður sína í leikslok.Vísir/VilhelmDyggustu stuðningsmenn Heimis „Þau eru miklir stuðningsmenn þannig að við vorum bara að fara yfir hlutina,“ sagði Heimi hugsi. „Hvernig við ætluðum að leggja Króata að velli,“ sagði hann og virtist gefa sér augnablik til að velta fyrir sér hversu nálægt Ísland var að vinna sigur í kvöld. Svo hélt hann áfram. „Það er margt mikilvægara í lífinu en fótbolti,“ sagði Heimir. Þannig hugsi hann og þannig hugsi íslenski hópurinn. „Við tökum lífinu eins og það á að vera, reynum að finna þau gildi sem gefa okkur mest. Eitt af því er fjölskyldan.“Birkir Bjarnason svekktur eftir enn eitt færið sem fór forgörðum.Vísir/VilhelmHeimir tekur ákvörðun innan tveggja vikna Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur ekki gert upp hug sinn hvort hann verði áfram þjálfari íslenska liðsins. Hann segist ætla að gefa sér eina til tvær vikur í að hugsa málið en það hafi legið fyrir í nokkurn tíma og sé samkomulag við Knattspyrnusamband Íslands. „Ég vil ekki fara út í þetta,“ sagði Heimir en hélt áfram að svara spurningunni. „Ég er svo stoltur í dag, ekki bara af strákunum en af samstarfsmönnunum, þjálfarateyminu, öllu starfsliði hjá KSÍ,“ sagði Eyjapeyinn. „Ég er í besta starfi í heimi.“ Heimir segist vera í mögnuðu sambandi við stuðningsmennina, íslenska fjölmiðla og heiðarleiki og nándin hafi verið meiri en áður milli landsliðsin og fjölmiðla. „Þjálfari getur ekki verið í betra starfi en að þjálfara þetta íslenska landslið,“ sagði þjálfarinn. „Ég ætla að gefa mér allavega viku, tvær vikur,“ sagði Heimir. Taka smá afslöppun, setjast niður með knattspyrnusambandinu og ræða málin við fjölskylduna.Emil Hallfreðsson liggur eftir á vellinum í leikslok. Svekkelsið mikið.Vísir/VilhelmRisaskref í þroska Heimir sagði þó að færi svo að hann yfirgæfi landslið væri þetta góður tímapunktur. „Við höfum alltaf unnið þeta þannig, við Helgi og Gummi, með það í huga að þetta landslið er á ákveðinni vegferð. Landsliðið hefur tekið risaskref í þroska,“ sagði Heimir. Hann minnti á leikina framundan í haust í Þjóðadeildinni þar sem mótherjarnir verða Belgía og Sviss. Lið sem eru að brillera hér á HM í Rússlandi. Enda er Ísland í efsta styrkleikaflokki. „Meistaradeild landsliða í Evrópu,“ sagði Heimir. Það sé önnur viðurkenning fyrir strákana, fyrir þeirra vinnu undanfarin tvör ár. „Svo kemur Evrópukeppni landsliða þar sem við verðum aldrei neðar en í öðrum styrkleikaflokki. Verðlaunafé er að koma inn í KSÍ,“ sagði Heimir svo þetta væri ekki slæmur tímapunktur til að kveðja. En erfiður.Aron Einar og Heimir Hallgrímsson í leikslok.Ævintýrið í Rússlandi úti en strákarnir okkar halda fljótlega á vit nýrra ævintýra í Þjóðadeildinni.Vísir/VilhelmGanga stoltir frá mótinu „Það væri mjög erfitt að skilja við þetta landslið, en ekki síst við þetta fólk sem hefur verið að starfa ótrúlega vel í kringum okkur. Það er mjög erfitt. Við verðum að setjast niður og melta með okkur hvað er næsta skref, bæði KSÍ og ég,“ sagði Heimir stoltur. „En ég held við getum að minnsta kosti gengið stolt frá þessu heimsmeistaramóti.“ Heimir stóð svo upp af fundinum og leit upp í sal. Gekk svo í áttina að undirrituðum og þakkaði fyrir með handbandi. Svo að næsta íslenska blaðamanni og svo þeim næsta þar til allir fimm í fundarsalnum höfðu verið kvaddir. Þannig er Heimir. Eftir jafntefli við Argentínu byrjaði hann á að hrósa Eddu Sif Pálsdóttur fyrir fallegan kjól sem hún var klæddi í. Hann fer upp í stúku og ræðir við fjölskylduna. Hann sér sjálfur um að stilla upp keilunum. Og finnst ekkert af þessu merkilegt. Þannig er hann bara. Íslenska liðið flýgur í kvöld suður til Gelendzhik, gistir eina nótt á hótelinu í Kabardinka og heldur svo heim til Íslands á morgun. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Heimir Hallgrímsson tók í höndina á öllum fimm íslensku blaðamönnunum að loknum blaðamannafundi eftir grátlegt 2-1 tap gegn Króötum í Rostov við Don í kvöld. Kveðjustund? Mögulega, því samningur Heimis við KSÍ er runninn út og kannski spennandi tækifæri handan við hornið hjá Eyjapeyjanum. Hann segist þó vera í besta starfi í heimi og erfitt að sjá hvernig hægt er að skilja við liðið á þessum tímapunkti. Leikmenn vilja halda honum og líklega er vandfuninn sá Íslendingur sem vill þjálfaraskipti. Svekkelsið er mikið en stoltið ekki minna. Okkar menn gáfu allt í leikinn og var Heimir afar ánægður með framlag sinna manna sem hefðu skilið allt eftir á vellinum. „Ég gæti ekki verið stoltari,“ sagði þjálfarinn sem er með eindæmum kurteis. Byrjaði, óspurður, á því að óska Króötum til hamingju og telur þá líklega til að fara alla leið. En þá að liðinu sem allir nema þrír Íslendingar fylgdust með í hitanum á Rostov Arena í kvöld. Heimir sagði leikinn hafa spilast eins og hann átti von á. Króatía meira með boltann, eins og venjulega. Við erum alltaf að spila við Króata. Hann var ánægður með fyrri hálfleikinn en eftir átta mínútur í þeim seinni var Ísland lent marki undir. „Það var smá sjokk að fá á sig markið en við gáfumst ekki upp. Það sýnir karakterinn. Við skildum allt eftir og ég held að það hafi ekki verið mikið eftir á batteríinu í leikslok,“ sagði Heimir. „Leikmenn eiga skilið mikið lof og ég vona að þeir hafi sýnt öllum hvaða týpur þeir eru, gefast aldrei upp. Við áttum möguleika allt til loka.“Heimir hughreystir Gylfa Þór Sigurðsson í leikslok.Vísir/VilhelmFalleg íþrótt en grimm Íslenska liðið fékk færi eftir færi en inn vildi boltinn ekki. Eins og gegn Nígeríu. Vannýtt færi kostuðu okkur. En þótt endurtekið hafi verið tækifæri til að hengja haus, átta sig á því að þetta yrði ekki okkar dagur gáfust þeir ekki upp. „Eins og þú sást þá hentum við öllu inn á sem við gátum,“ sagði Heimir. Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á fyrir Ragnar Sig. Fækkað í vörn, fjölgað í sókn. Arnór Ingvi og Albert komu inn seint í leiknum en náðu ekki að setja mark sitt á hann. En þegar blásið er til sóknar er hættan mikil á að vera refsað, sem Króatar með sín gæði gerðu. Afgreiðslan var fyrsta flokks, eins og í fyrra markinu. „Svona er lífið, þótt fótbolti sé falleg íþrótt þá getur hann líka verið grimmur.“Strákarnir okkar ætluðu sér stóra hluti í kvöld, spiluðu frábærlega en nýttu ekki færin.Vísir/VilhelmGóðir í fimm hálfeikjum af sex Þegar Heimir var beðinn um að gera upp mótið minntist hann á mjög góðan leik gegn Argentínu, góðan hálfleik á móti Nígeríu og svo leikinn í dag. „Við vorum góðir í fimm hálfleikjum af sex,“ sagði Heimir. Niðurstaðan þó aðeins eitt stig enda andstæðingarnir engir aukvissar. „Allar þessar þjóðir eru með leikmenn sem spila í hærri gæðum daginn út og daginn inn,“ sagði Heimir. Hann hrósaði þó íslensku liðsheildinni sem gerði það sem hún stendur fyrir. Frammistaða heildarinnar hefði verið skínandi og leikmenn átt dúndurfínt mót. „Ég get ekki verið annað en mjög sáttur og stoltur. Við sýndum að við eigum heima hérna og getum keppt við þá bestu. Stundum er þetta stöngin inn og stundum stöngin út. Þannig er lífið og þannig er fótboltinn.“Heimir með sínu fólki í stúkunni fyrir leik.FIFAÁtti stund með fjölskyldunni Fyrir leik raðaði Heimir upp keilunum eins og venjulega. Í framhaldinu fór hann upp í stúku, klukkustund fyrir leik, settist á milli Írisar konu sinnar og Hallgríms sonar síns og átti innilega stund. Hann var beðinn um að deila því með blaðamönnum hvernig stundin hefði verið en það er nýbreytni að þjálfarar gefi sér svona augnablik fyrir leik. „Mikið svakalega er þetta væmin spurning,“ sagði Heimir og brosti. „Það var mikið að gera hjá mér í gær þannig að ég gat ekki hitt á fjölskylduna, og heldur ekki í dag.“ Það vantar ekki knattspyrnuáhugann á heimili Heimis. Íris kona hans spilaði lengi með ÍBV, varð meðal annars bikarmeistari með liðinu, og Hallgrímur kann sannarlega að sparka í bolta. Heimir sá færi, fyrst hans fólk var svo nálægt vellinum, rétt fyrir aftan varamannabekkina og fékk sér sæti. Honum var eðlilega vel fagnað.Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði knúsar móður sína í leikslok.Vísir/VilhelmDyggustu stuðningsmenn Heimis „Þau eru miklir stuðningsmenn þannig að við vorum bara að fara yfir hlutina,“ sagði Heimi hugsi. „Hvernig við ætluðum að leggja Króata að velli,“ sagði hann og virtist gefa sér augnablik til að velta fyrir sér hversu nálægt Ísland var að vinna sigur í kvöld. Svo hélt hann áfram. „Það er margt mikilvægara í lífinu en fótbolti,“ sagði Heimir. Þannig hugsi hann og þannig hugsi íslenski hópurinn. „Við tökum lífinu eins og það á að vera, reynum að finna þau gildi sem gefa okkur mest. Eitt af því er fjölskyldan.“Birkir Bjarnason svekktur eftir enn eitt færið sem fór forgörðum.Vísir/VilhelmHeimir tekur ákvörðun innan tveggja vikna Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur ekki gert upp hug sinn hvort hann verði áfram þjálfari íslenska liðsins. Hann segist ætla að gefa sér eina til tvær vikur í að hugsa málið en það hafi legið fyrir í nokkurn tíma og sé samkomulag við Knattspyrnusamband Íslands. „Ég vil ekki fara út í þetta,“ sagði Heimir en hélt áfram að svara spurningunni. „Ég er svo stoltur í dag, ekki bara af strákunum en af samstarfsmönnunum, þjálfarateyminu, öllu starfsliði hjá KSÍ,“ sagði Eyjapeyinn. „Ég er í besta starfi í heimi.“ Heimir segist vera í mögnuðu sambandi við stuðningsmennina, íslenska fjölmiðla og heiðarleiki og nándin hafi verið meiri en áður milli landsliðsin og fjölmiðla. „Þjálfari getur ekki verið í betra starfi en að þjálfara þetta íslenska landslið,“ sagði þjálfarinn. „Ég ætla að gefa mér allavega viku, tvær vikur,“ sagði Heimir. Taka smá afslöppun, setjast niður með knattspyrnusambandinu og ræða málin við fjölskylduna.Emil Hallfreðsson liggur eftir á vellinum í leikslok. Svekkelsið mikið.Vísir/VilhelmRisaskref í þroska Heimir sagði þó að færi svo að hann yfirgæfi landslið væri þetta góður tímapunktur. „Við höfum alltaf unnið þeta þannig, við Helgi og Gummi, með það í huga að þetta landslið er á ákveðinni vegferð. Landsliðið hefur tekið risaskref í þroska,“ sagði Heimir. Hann minnti á leikina framundan í haust í Þjóðadeildinni þar sem mótherjarnir verða Belgía og Sviss. Lið sem eru að brillera hér á HM í Rússlandi. Enda er Ísland í efsta styrkleikaflokki. „Meistaradeild landsliða í Evrópu,“ sagði Heimir. Það sé önnur viðurkenning fyrir strákana, fyrir þeirra vinnu undanfarin tvör ár. „Svo kemur Evrópukeppni landsliða þar sem við verðum aldrei neðar en í öðrum styrkleikaflokki. Verðlaunafé er að koma inn í KSÍ,“ sagði Heimir svo þetta væri ekki slæmur tímapunktur til að kveðja. En erfiður.Aron Einar og Heimir Hallgrímsson í leikslok.Ævintýrið í Rússlandi úti en strákarnir okkar halda fljótlega á vit nýrra ævintýra í Þjóðadeildinni.Vísir/VilhelmGanga stoltir frá mótinu „Það væri mjög erfitt að skilja við þetta landslið, en ekki síst við þetta fólk sem hefur verið að starfa ótrúlega vel í kringum okkur. Það er mjög erfitt. Við verðum að setjast niður og melta með okkur hvað er næsta skref, bæði KSÍ og ég,“ sagði Heimir stoltur. „En ég held við getum að minnsta kosti gengið stolt frá þessu heimsmeistaramóti.“ Heimir stóð svo upp af fundinum og leit upp í sal. Gekk svo í áttina að undirrituðum og þakkaði fyrir með handbandi. Svo að næsta íslenska blaðamanni og svo þeim næsta þar til allir fimm í fundarsalnum höfðu verið kvaddir. Þannig er Heimir. Eftir jafntefli við Argentínu byrjaði hann á að hrósa Eddu Sif Pálsdóttur fyrir fallegan kjól sem hún var klæddi í. Hann fer upp í stúku og ræðir við fjölskylduna. Hann sér sjálfur um að stilla upp keilunum. Og finnst ekkert af þessu merkilegt. Þannig er hann bara. Íslenska liðið flýgur í kvöld suður til Gelendzhik, gistir eina nótt á hótelinu í Kabardinka og heldur svo heim til Íslands á morgun.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti