Frá sorgartárum í Zagreb til rimmu í „Ros Angeles“ Kolbeinn Tumi Daðason í Rostov við Don skrifar 26. júní 2018 13:00 Gylfi Þór Sigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen eftir tapið í Króatíu 2013. Vonbrigðin voru mikil en liðið hefur sannarlega gert sögulega hluti síðan. Vísir/Vilhelm Karlalandslið Íslands og Króatíu mætast í Rostov við Don í kvöld, Ros Angeles eða heimaborg rappsins eftir því hvern þú spyrð hér í borg. Þjóðirnar hafa mæst sex sinnum á knattspyrnuvellinum. Liðin mættust tvívegis í undankeppni HM 2006 í Þýskalandi. Króatar unnu 4-0 sigur í fyrri leiknum í Zagreb og 3-1 á Laugardalsvellinum þar sem Eiður Smári Guðjohnsen kom Íslandi yfir. Kári Árnason, aldursforseti íslenska liðsins í Rússlandi, kom inn á sem varamaður í tapinu í Laugardalnum. Ísland fékk fjögur stig í riðlinum, öll gegn Maltverjum, og var þetta líklega ein slakasta frammistaða liðsins í undankeppni stórmóts. Á þessum tíma var það ekki einu sinni fjarlægur draumur að strákarnir kæmust í lokakeppni HM. Það var bara alls ekki inni í myndinni. „Við erum nánast eins og hjón,“ sagði Heimir Hallgrímsson við fjölmiðla eftir að dregið var í riðlakeppni HM í Rússlandi í desember. Á þeim tæpu sjö árum sem Heimir hefur stýrt landsliðinu, fyrst með Lars Lagerbäck og nú með Helga Kolviðssyni, hafa liðin mæst fjórum sinnum. Leikirnir eru eftirminnilegir hver á sinn hátt.Kolbeinn borinn af velli í fyrri umspilsleiknum. Fjarvera hans reyndist mikil blóðtaka fyrir íslenska liðið.Fréttablaðið/ValliTíu gegn ellefu í kulda í Laugardal Heimir og Lars tóku við landsliðinu haustið 2011 að lokinni undankeppninni fyrir Evrópumótið 2012. Liðið steig stórt skref fram á við, tryggði sér sæti í umspili fyrir HM í fyrsta sinn eftir að hafa hafnað í öðru sæti riðilsins á eftir Sviss. Mikil spenna var þegar dregið var í umspilið. Ísland og Króatíu voru ein eftir í pottinum í lok dráttarins. Ísland kom á undan upp svo ljóst að okkar menn ættu fyrri leikinn á heimavelli. Á þessum tíma var áhuginn á íslenska landsliðinu farinn að magnast. Vel seldist á alla heimaleiki og fólk fylgdi liðinu í auknum mæli út. Þeir sem fóru með liðinu til Bern og sáu 4-4 jafntefli gegn Sviss eða á lokaleikinn, 1-1 jafntefli gegn Norðmönnum í Ósló, urðu ekki sviknir.Miðaskandall Allir vissu að upp myndi seljast á leikinn gegn Króatíu. KSÍ var í samstarfi við Midi.is um sölu á miðunum og var ákveðið að hefja sölu á miðunum að næturlagi, án þess að það væri tilkynnt sérstaklega. Þegar fólk vaknaði daginn eftir var fljótlega orðið uppselt. Margir sátu eftir með sárt ennið, sem hefði reyndar alltaf verið staðreyndin enda eftirspurnin umfram framboð, og töldu sig svikna enda fordæmalaust að hefja miðasölu að næturlagi. KSÍ baðst afsökunar á hvernig staðið var að miðasölunni en í ljós kom að aðeins 5000 miðar voru í boði fyrir almenning þegar miðasala hófst.Lars fann engin lýsingarorð En þá að leiknum sem var í járnum framan af. Bæði lið fengu góð færi en Íslendingar urðu fyrir áfalli í lok fyrri hálfleiks. Kolbeinn Sigþórsson meiddist og þurfti að fara af velli. Kolbeinn hafði verið frábær í undankeppninni og fyrsti kostur í framherjann. Hann átti eftir að missa af síðari leiknum í Zagreb. Annað áfall leit dagsins ljós snemma í síðari hálfleik. Ólafur Ingi Skúlason braut á Ivan Perisic sem var að sleppa í gegn. Rautt spjald og Íslendingar manni færri það sem eftir lifði. Hetjuleg barátta og frábærar vörslur Hannesar Þórs Halldórssonar skiluðu markalausu jafntefli, og draumurinn um sæti á HM í Brasilíu lifði góðu lífi.Gylfi Þór Sigurðsson ræddi málin eftir leik. „Leikmennirnir spiluðu frábærlega. Þið getið valið lýsingarorðin. Ég á þau ekki til að lýsa frammistöðu þeirra,“ sagði Lars Lagerbäck í leikslok.Hollenski dómarinn sýnir Mario Mandzukic rauða spjaldið á 38. mínútu í rigningunni í Zagreb. Líflína sem ekki náði að nýtast.Vísir/VilhelmFall með 4,5 á Maksimir Óhætt er að segja að íslenska landsliðið hafi ekki verið tilbúið í spennuþrunginn leik í Zagreb fjórum dögum síðar. Liðið saknaði Kolbeins tilfinnanlega og náði sér aldrei á strik í leiknum.Í aðdraganda leiksins var fjallað um áfengisneyslu Króata eftir leikinn á Íslandi og vildu einhverjir meina að það hefði kveikt neistann sem Króatar þurftu fyrir seinni leikinn. Okkar menn áttu í vök að verjast frá fyrstu mínútu og voru 1-0 undir þegar langt var liðið á fyrri hálfleikinn eftir mark Mario Mandzukic. Þá kom líflínan. Rautt spjald á Mandzukic og Íslendingar skyndilega ellefu gegn tíu í rúman hálfleik. Von og gott betur en það.Gummi Ben hafði sína skoðun á þessu öllu saman en hann lýsti leiknum á Bylgjunni. Vonin varð að engu snemma í síðari hálfleik þegar Dario Srna skoraði með skoti úr þröngu færi sem Hannes Þór Halldórsson hefði á góðum degi varið.Tár í rigningunni Strákarnir náðu ekki að skapa neina hættu við mark Króata og voru vonbrigðin mikil í grenjandi rigningu á Maksimir-leikvanginum. Eiður Smári Guðjohnsen felldi tár í viðtali í leikslok og taldi sig hafa spilað sinn síðasta landsleik. Það sem átti eftir að koma í ljós var að strákarnir lærðu mikið af leiknum og áttu eftir að mæta með blóð á tönnunum í undankeppni EM 2016.Lars Lagerbäck var í viðtali eftir leik.„Þótt Brasilíuævintýrið sé úti er ævintýri karlalandsliðsins rétt að byrja,“ sagði í umfjöllun Fréttablaðsins eftir leikinn. Framundan var undankeppni EM 2016, þangað sem strákarnir tryggðu sig og fóru alla leið í átta liða úrslitin eins og frægt er orðið. Um leið unnu þeir hug og hjörtu knattspyrnuunnenda um heim allan.Birkir Bjarnason í baráttu um boltann við Króatann Ivan Rakitic í 2-0 tapinu í Zagreb.Vísir/AFPEngir áhorfendur í Zagreb Allt annað var að sjá til íslenska liðsins sem mætti fullt sjálfstrausts á Maksimir þremur árum síðar, í nóvember 2016. Sem fyrr hellirigndi á Maksimir en leikurinn fór fram við furðulegar aðstæður því vegna óláta króatískra stuðningsmanna var leikið fyrir luktum dyrum. Okkar menn sköpuðu sér færi framan af leik og virkuðu í góðum málum. Marcelo Brozovic skoraði með flottu skoti utan teigs eftir korter, gegn gangi leiksins, og kom heimamönnum yfir. Hörður Björgvin Magnússon kom inn á í hálfleik fyrir Ara Frey Skúlason sem meiddist. Hann átti eftir að reynast Króötum martröð, þó ekki þetta kvöld.Leikurinn var í járnum í síðari hálfleik en engin dauðafæri þó. Það var svo Brozovic sem skoraði aftur eftir skyndisókn í viðbótartíma og tryggði króatískan sigur. Greinilegt þó að íslenska liðið var búið að stíga stórt skref fram á við frá því í jarðarförinni á sama vettvangi þremur árum fyrr.Svipmyndir úr leiknum má sjá hér að neðan.Hörður Björgvin Magnússon skorar sigurmarkið gegn Króatíu, með öxlinni.Vísir/ErnirÖxlin og inn Króatar kíktu í heimsókn á Laugardalsvöll fallegan sumardag í júní í fyrra. Fallegur sumardagur er eitthvað sem Reykvíkinga dreymir um þessa dagana en leikurinn var líka algjör draumur. Um var að ræða afar mikilvægan sex stiga slag í toppbaráttunni í riðlinum. Ísland gat komist upp að hlið Króatíu í riðlinum með sigri en Króatar náð sex stiga forskoti á íslensku víkingana gengi plan þeirra króatísku eftir. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson gaf tóninn með því að tækla töframanninn Luka Modric á fyrstu mínútu. Emil Hallfreðsson kom inn á miðjuna og Gylfi Þór var í frjálsara hlutverki fyrir aftan framherjann Alfreð Finnbogason. Sama kerfi og allir reikna með að verði spilað í leiknum í kvöld.„Head and shoulders“ Um var að ræða leik hinna fáu færa lengst af, allavega í tilfelli Íslands. Kalinic og Brozovic fengu dauðafæri en refsuðu sem betur fer ekki. Rúrik Gíslason og Björn Bergmann komu inn á sem varamenn og gáfu íslenska liðinu kraft, ekki síst Instagram-stjarnan úr Kópavoginum. Það virkaði eins og strákarnir hefðu tekið Lýsi undir lokin því þeir sköpuðu sér hvert færið á fætur öðru. Hornspyrna Gylfa rataði svo á öxlinni á Herði Björgvini sem var aleinn í paradís á markteig Króata. Boltinn í netinu og allt varð vitlaust á Laugardalsvelli.Sannkallað „Head & Shoulders“ mark og Króatar sigraðir í fyrsta skipti. Vonandi ekki það síðasta.Strákarnir okkar á æfingu á keppnisleikvanginum í Rostov við Don í gær. Þeir ætla sér stóra hluti í leiknum í kvöld.vísir/vilhelmÍtarleg umfjöllun í kvöld Sigur í kvöld væri stórkostlegt afrek, hvort sem það dugir til þess að komast upp úr riðlinum á HM eða ekki. Króatar eru einfaldlega með eitt besta landslið í heimi, með kynslóð knattspyrnumanna sem vilja vinna til verðlauna á stórmóti. Það hafa þeir ekki gert síðan 1998 eða fyrir sléttum tuttugu árum.Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 18 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Rætt verður við leikmenn og landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson að leik loknum.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Karlalandslið Íslands og Króatíu mætast í Rostov við Don í kvöld, Ros Angeles eða heimaborg rappsins eftir því hvern þú spyrð hér í borg. Þjóðirnar hafa mæst sex sinnum á knattspyrnuvellinum. Liðin mættust tvívegis í undankeppni HM 2006 í Þýskalandi. Króatar unnu 4-0 sigur í fyrri leiknum í Zagreb og 3-1 á Laugardalsvellinum þar sem Eiður Smári Guðjohnsen kom Íslandi yfir. Kári Árnason, aldursforseti íslenska liðsins í Rússlandi, kom inn á sem varamaður í tapinu í Laugardalnum. Ísland fékk fjögur stig í riðlinum, öll gegn Maltverjum, og var þetta líklega ein slakasta frammistaða liðsins í undankeppni stórmóts. Á þessum tíma var það ekki einu sinni fjarlægur draumur að strákarnir kæmust í lokakeppni HM. Það var bara alls ekki inni í myndinni. „Við erum nánast eins og hjón,“ sagði Heimir Hallgrímsson við fjölmiðla eftir að dregið var í riðlakeppni HM í Rússlandi í desember. Á þeim tæpu sjö árum sem Heimir hefur stýrt landsliðinu, fyrst með Lars Lagerbäck og nú með Helga Kolviðssyni, hafa liðin mæst fjórum sinnum. Leikirnir eru eftirminnilegir hver á sinn hátt.Kolbeinn borinn af velli í fyrri umspilsleiknum. Fjarvera hans reyndist mikil blóðtaka fyrir íslenska liðið.Fréttablaðið/ValliTíu gegn ellefu í kulda í Laugardal Heimir og Lars tóku við landsliðinu haustið 2011 að lokinni undankeppninni fyrir Evrópumótið 2012. Liðið steig stórt skref fram á við, tryggði sér sæti í umspili fyrir HM í fyrsta sinn eftir að hafa hafnað í öðru sæti riðilsins á eftir Sviss. Mikil spenna var þegar dregið var í umspilið. Ísland og Króatíu voru ein eftir í pottinum í lok dráttarins. Ísland kom á undan upp svo ljóst að okkar menn ættu fyrri leikinn á heimavelli. Á þessum tíma var áhuginn á íslenska landsliðinu farinn að magnast. Vel seldist á alla heimaleiki og fólk fylgdi liðinu í auknum mæli út. Þeir sem fóru með liðinu til Bern og sáu 4-4 jafntefli gegn Sviss eða á lokaleikinn, 1-1 jafntefli gegn Norðmönnum í Ósló, urðu ekki sviknir.Miðaskandall Allir vissu að upp myndi seljast á leikinn gegn Króatíu. KSÍ var í samstarfi við Midi.is um sölu á miðunum og var ákveðið að hefja sölu á miðunum að næturlagi, án þess að það væri tilkynnt sérstaklega. Þegar fólk vaknaði daginn eftir var fljótlega orðið uppselt. Margir sátu eftir með sárt ennið, sem hefði reyndar alltaf verið staðreyndin enda eftirspurnin umfram framboð, og töldu sig svikna enda fordæmalaust að hefja miðasölu að næturlagi. KSÍ baðst afsökunar á hvernig staðið var að miðasölunni en í ljós kom að aðeins 5000 miðar voru í boði fyrir almenning þegar miðasala hófst.Lars fann engin lýsingarorð En þá að leiknum sem var í járnum framan af. Bæði lið fengu góð færi en Íslendingar urðu fyrir áfalli í lok fyrri hálfleiks. Kolbeinn Sigþórsson meiddist og þurfti að fara af velli. Kolbeinn hafði verið frábær í undankeppninni og fyrsti kostur í framherjann. Hann átti eftir að missa af síðari leiknum í Zagreb. Annað áfall leit dagsins ljós snemma í síðari hálfleik. Ólafur Ingi Skúlason braut á Ivan Perisic sem var að sleppa í gegn. Rautt spjald og Íslendingar manni færri það sem eftir lifði. Hetjuleg barátta og frábærar vörslur Hannesar Þórs Halldórssonar skiluðu markalausu jafntefli, og draumurinn um sæti á HM í Brasilíu lifði góðu lífi.Gylfi Þór Sigurðsson ræddi málin eftir leik. „Leikmennirnir spiluðu frábærlega. Þið getið valið lýsingarorðin. Ég á þau ekki til að lýsa frammistöðu þeirra,“ sagði Lars Lagerbäck í leikslok.Hollenski dómarinn sýnir Mario Mandzukic rauða spjaldið á 38. mínútu í rigningunni í Zagreb. Líflína sem ekki náði að nýtast.Vísir/VilhelmFall með 4,5 á Maksimir Óhætt er að segja að íslenska landsliðið hafi ekki verið tilbúið í spennuþrunginn leik í Zagreb fjórum dögum síðar. Liðið saknaði Kolbeins tilfinnanlega og náði sér aldrei á strik í leiknum.Í aðdraganda leiksins var fjallað um áfengisneyslu Króata eftir leikinn á Íslandi og vildu einhverjir meina að það hefði kveikt neistann sem Króatar þurftu fyrir seinni leikinn. Okkar menn áttu í vök að verjast frá fyrstu mínútu og voru 1-0 undir þegar langt var liðið á fyrri hálfleikinn eftir mark Mario Mandzukic. Þá kom líflínan. Rautt spjald á Mandzukic og Íslendingar skyndilega ellefu gegn tíu í rúman hálfleik. Von og gott betur en það.Gummi Ben hafði sína skoðun á þessu öllu saman en hann lýsti leiknum á Bylgjunni. Vonin varð að engu snemma í síðari hálfleik þegar Dario Srna skoraði með skoti úr þröngu færi sem Hannes Þór Halldórsson hefði á góðum degi varið.Tár í rigningunni Strákarnir náðu ekki að skapa neina hættu við mark Króata og voru vonbrigðin mikil í grenjandi rigningu á Maksimir-leikvanginum. Eiður Smári Guðjohnsen felldi tár í viðtali í leikslok og taldi sig hafa spilað sinn síðasta landsleik. Það sem átti eftir að koma í ljós var að strákarnir lærðu mikið af leiknum og áttu eftir að mæta með blóð á tönnunum í undankeppni EM 2016.Lars Lagerbäck var í viðtali eftir leik.„Þótt Brasilíuævintýrið sé úti er ævintýri karlalandsliðsins rétt að byrja,“ sagði í umfjöllun Fréttablaðsins eftir leikinn. Framundan var undankeppni EM 2016, þangað sem strákarnir tryggðu sig og fóru alla leið í átta liða úrslitin eins og frægt er orðið. Um leið unnu þeir hug og hjörtu knattspyrnuunnenda um heim allan.Birkir Bjarnason í baráttu um boltann við Króatann Ivan Rakitic í 2-0 tapinu í Zagreb.Vísir/AFPEngir áhorfendur í Zagreb Allt annað var að sjá til íslenska liðsins sem mætti fullt sjálfstrausts á Maksimir þremur árum síðar, í nóvember 2016. Sem fyrr hellirigndi á Maksimir en leikurinn fór fram við furðulegar aðstæður því vegna óláta króatískra stuðningsmanna var leikið fyrir luktum dyrum. Okkar menn sköpuðu sér færi framan af leik og virkuðu í góðum málum. Marcelo Brozovic skoraði með flottu skoti utan teigs eftir korter, gegn gangi leiksins, og kom heimamönnum yfir. Hörður Björgvin Magnússon kom inn á í hálfleik fyrir Ara Frey Skúlason sem meiddist. Hann átti eftir að reynast Króötum martröð, þó ekki þetta kvöld.Leikurinn var í járnum í síðari hálfleik en engin dauðafæri þó. Það var svo Brozovic sem skoraði aftur eftir skyndisókn í viðbótartíma og tryggði króatískan sigur. Greinilegt þó að íslenska liðið var búið að stíga stórt skref fram á við frá því í jarðarförinni á sama vettvangi þremur árum fyrr.Svipmyndir úr leiknum má sjá hér að neðan.Hörður Björgvin Magnússon skorar sigurmarkið gegn Króatíu, með öxlinni.Vísir/ErnirÖxlin og inn Króatar kíktu í heimsókn á Laugardalsvöll fallegan sumardag í júní í fyrra. Fallegur sumardagur er eitthvað sem Reykvíkinga dreymir um þessa dagana en leikurinn var líka algjör draumur. Um var að ræða afar mikilvægan sex stiga slag í toppbaráttunni í riðlinum. Ísland gat komist upp að hlið Króatíu í riðlinum með sigri en Króatar náð sex stiga forskoti á íslensku víkingana gengi plan þeirra króatísku eftir. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson gaf tóninn með því að tækla töframanninn Luka Modric á fyrstu mínútu. Emil Hallfreðsson kom inn á miðjuna og Gylfi Þór var í frjálsara hlutverki fyrir aftan framherjann Alfreð Finnbogason. Sama kerfi og allir reikna með að verði spilað í leiknum í kvöld.„Head and shoulders“ Um var að ræða leik hinna fáu færa lengst af, allavega í tilfelli Íslands. Kalinic og Brozovic fengu dauðafæri en refsuðu sem betur fer ekki. Rúrik Gíslason og Björn Bergmann komu inn á sem varamenn og gáfu íslenska liðinu kraft, ekki síst Instagram-stjarnan úr Kópavoginum. Það virkaði eins og strákarnir hefðu tekið Lýsi undir lokin því þeir sköpuðu sér hvert færið á fætur öðru. Hornspyrna Gylfa rataði svo á öxlinni á Herði Björgvini sem var aleinn í paradís á markteig Króata. Boltinn í netinu og allt varð vitlaust á Laugardalsvelli.Sannkallað „Head & Shoulders“ mark og Króatar sigraðir í fyrsta skipti. Vonandi ekki það síðasta.Strákarnir okkar á æfingu á keppnisleikvanginum í Rostov við Don í gær. Þeir ætla sér stóra hluti í leiknum í kvöld.vísir/vilhelmÍtarleg umfjöllun í kvöld Sigur í kvöld væri stórkostlegt afrek, hvort sem það dugir til þess að komast upp úr riðlinum á HM eða ekki. Króatar eru einfaldlega með eitt besta landslið í heimi, með kynslóð knattspyrnumanna sem vilja vinna til verðlauna á stórmóti. Það hafa þeir ekki gert síðan 1998 eða fyrir sléttum tuttugu árum.Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 18 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Rætt verður við leikmenn og landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson að leik loknum.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira