Argentínumenn mættu Þjóðverjum í úrslitaleik HM 2014 þar sem liðið tapaði 1-0 í framlengingu. Angel di Maria skrifaði pistil fyrir Players Tribune þar sem hann segir frá tilraunum forráðamanna Real Madrid til að stöðva þáttöku hans í leiknum.
Angel di Maria meiddist í átta liða úrslitunum eftir að hafa lagt upp sigurmarkið sem kom Argentínu í undanúrslitin. Hann tognaði í læri og það var talið ólíklegt að hann spilaði meira á mótinu. Úrslitaleikurinn fór fram átta dögum eftir að hann tognaði.
Di Maria segir frá því að forráðamenn argentínska landsliðsins hafi fengið bréf frá Real Madrid að morgni dagsins sem úrslitaleikurinn fór fram.
„Ég vissi um leið hvað var í gangi. Það höfðu allir heyrt sögusagnirnar um að Real ætlaði að kaupa James Rodríguez eftir HM og ég vissi að þeir ætluðu að selja mig til að búa til pláss fyrir hann,“ sagði Angel di Maria.
Before the 2014 #WorldCup final, Ángel Di María received a letter from the Real Madrid staff urging him not to play.
“Throw it away. The one who decides here is me.”
He shares: https://t.co/rHAQR32ySOpic.twitter.com/lkzaQzqx82
— The Players' Tribune (@PlayersTribune) June 25, 2018
„Þeir vildu því ekki að eignin þeirra myndi verða fyrir hnjaski í þessum leik. Það var svo einfalt,“ sagði Di Maria.
„Ég opnaði ekki einu sinni bréfið heldur reif það niður í marga hluta og sagði við: Hendið þessu. Sá eini sem ákveður þetta er ég,“ sagði Di Maria.
Di Maria fékk þó aldrei að koma við sögu í leiknum. Sat á bekknum allan tímann. Sóknarmönnunum Sergio Agüero og Rodrigo Palacio var skipt inná fyrir þá Ezequiel Lavezzi og Gonzalo Higuaín. Miðjumaðurinn Fernando Gago kom svo inn fyrir kantmanninn Enzo Pérez.
Real Madrid seldi síðan Angel di Maria til Manchester United fyrir 59,7 milljónir punda 26. ágúst 2014. Di María gerði fimm ára samning við United en var seldur til Paris Saint-Germain í júlí árið eftir.