Búa vinnumarkaðinn undir fjórðu iðnbyltinguna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. júní 2018 20:00 Töluverð endurýjunarþörf er í kennarastéttinni og í ýmsum iðngreinum þar sem starfsfólk er að eldast en nýútskrifaðir háskólanemar flykkjast í sérfæðistörf tengd líftækni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu á vinnumarkaðnum sem verður notuð í stefnumótun í menntakerfinu. Skýrsla sérfræðingahóps Vinnumálastofnunar, ASÍ, Hagstofu Íslands og Samtaka atvinnulífsins um færni- og menntunarþörf á íslenskum vinnumarkaði var kynnt í velferðarráðuneytinu í morgun. Þar er lagt til að settur verði á fót sérfræðingahópur um færnispár og landfærniráð að erlendri fyrirmynd sem myndu fylgjast með þróuninni og nýta til stefnumótunar í menntakerfinu og víðar. „Það er gríðarlega mikilvægt að við sem samfélag horfum til framtíðar í þessum efnum og kortleggum til framtíðar hvernig vinnumarkaðurinn mun breytast," segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.Skýrslan verður lögð fyrir menntamálaráðherra og er einnig fyrsta skrefið í undirbúningi fyrir fjórðu iðnbyltinguna svokölluðu, þar sem talið er að aukin tæknivæðing muni leysa viss störf af hólmi á næstu árum. Í skýrslunni er farið yfir menntunarstig ýmissa stétta og fram kemur að mesta ofmenntunin sé hjá starfsfólki í fiskveiðum. Meiri menntunar er hins vegar þörf í eðlisfræði, stærðfræði og verkfræði. Þá virðast nýútskrifaðir háskólanemar nú helst flykkjast í sérfræðistörf er tengjast heilbrigðisvísindum. „Þar er mikið stökk bara á síðustu árum og við höfum tengt það aðeins við vöxt líftæknifyrirtækja; Alvogen og Alvotech, Íslenska erfðagreiningu og fleiri fyrirtæki," segir Sigurður Björnsson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Þá sýnir greiningin fram á endurnýjunarþörf í vissum stéttum, líkt og hjá kennurum en meðalaldur þeirra hefur hækkað um ríflega tvö ár frá 2008. Svipuð staða er uppi í ýmsum iðngreinum. „Líkt og í pípulögnum til dæmis og málmiðnaði og víðar. Það er ekki ólíklegt að þar sé orðin meiri endurnýjunarþörf en víða annars staðar," segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Töluverð endurýjunarþörf er í kennarastéttinni og í ýmsum iðngreinum þar sem starfsfólk er að eldast en nýútskrifaðir háskólanemar flykkjast í sérfæðistörf tengd líftækni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu á vinnumarkaðnum sem verður notuð í stefnumótun í menntakerfinu. Skýrsla sérfræðingahóps Vinnumálastofnunar, ASÍ, Hagstofu Íslands og Samtaka atvinnulífsins um færni- og menntunarþörf á íslenskum vinnumarkaði var kynnt í velferðarráðuneytinu í morgun. Þar er lagt til að settur verði á fót sérfræðingahópur um færnispár og landfærniráð að erlendri fyrirmynd sem myndu fylgjast með þróuninni og nýta til stefnumótunar í menntakerfinu og víðar. „Það er gríðarlega mikilvægt að við sem samfélag horfum til framtíðar í þessum efnum og kortleggum til framtíðar hvernig vinnumarkaðurinn mun breytast," segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.Skýrslan verður lögð fyrir menntamálaráðherra og er einnig fyrsta skrefið í undirbúningi fyrir fjórðu iðnbyltinguna svokölluðu, þar sem talið er að aukin tæknivæðing muni leysa viss störf af hólmi á næstu árum. Í skýrslunni er farið yfir menntunarstig ýmissa stétta og fram kemur að mesta ofmenntunin sé hjá starfsfólki í fiskveiðum. Meiri menntunar er hins vegar þörf í eðlisfræði, stærðfræði og verkfræði. Þá virðast nýútskrifaðir háskólanemar nú helst flykkjast í sérfræðistörf er tengjast heilbrigðisvísindum. „Þar er mikið stökk bara á síðustu árum og við höfum tengt það aðeins við vöxt líftæknifyrirtækja; Alvogen og Alvotech, Íslenska erfðagreiningu og fleiri fyrirtæki," segir Sigurður Björnsson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Þá sýnir greiningin fram á endurnýjunarþörf í vissum stéttum, líkt og hjá kennurum en meðalaldur þeirra hefur hækkað um ríflega tvö ár frá 2008. Svipuð staða er uppi í ýmsum iðngreinum. „Líkt og í pípulögnum til dæmis og málmiðnaði og víðar. Það er ekki ólíklegt að þar sé orðin meiri endurnýjunarþörf en víða annars staðar," segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent