Erlent

Erdogan áfram forseti samkvæmt fyrstu tölum

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Erdogan lýsti nýju forsetaræði í Tyrklandi sem mikilli framför þegar hann greiddi atkvæði í Istanbúl.
Erdogan lýsti nýju forsetaræði í Tyrklandi sem mikilli framför þegar hann greiddi atkvæði í Istanbúl. Vísir/AP
Recep Tayyip Erdogan er með nokkurt forskot á sinn helsta keppinaut og einn af mótframbjóðendunum, Muharrem Ince. Búið er að telja fimmtung atkvæða og er Erdogan með 59% þeirra en Ince með 27%. Kjörsókn er 87% samkvæmt þarlendum miðlum. Erdogan sækist eftir endurkjöri og yrði það hans annað kjörtímabil. Til stóð að kosningarnar færu fram árið 2019 en Erdogan boðaði skyndilega til kosninga fyrr á árinu eftir víðtækar stjórnarskrárbreytingar sem færa forsetaembættinu meiri völd. Tyrkland færist með breytingunum nær því að vera forsetaræði líkt og í Bandaríkjunum.

Ef Erdogan hlýtur meira en helming heildar atkvæðanna mun hann hljóta endurkjör og þá þarf ekki að kjósa öðru sinni. Samhliða forsetakosningunum fara fram kosningar til alþingis í landinu og er flokkur Erdogan einnig í forystu þar. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×