Tyrkir ganga til kosninga á morgun: Næsti forseti tekur við valdameira embætti en áður Margrét Helga Erlingsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 23. júní 2018 21:00 Ef enginn einn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu þann 8. júlí næstkomandi. Vísir/AP Tyrkir ganga á morgun að kjörborðinu og kjósa sér forseta. Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, vonast til að tryggja sér sitt annað kjörtímabil en næsti forseti mun taka við mun valdameira embætti en áður. Til stóð að kosningarnar færu fram árið 2019 en Erdogan boðaði skyndilega til kosninga fyrr á árinu eftir víðtækar stjórnarskrárbreytingar sem færa forsetaembættinu meiri völd. Tyrkland færist með breytingunum nær því að vera forsetaræði líkt og í Bandaríkjunum. Enn er mikið ólguástand í Tyrklandi eftir misheppnaða valdaránstilraun gegn Erdogan árið 2016. Neyðarlög eru enn við lýði og meira en 50.000 manns dvelja í fangelsi eftir tilraunina. Meira en 100.000 opinberir starfsmenn hafa verið reknir. Þrátt fyrir yfirburðarstöðu Erodgans er samkeppnin hörð. Muharrem Ince, frambjóðandi Lýðveldisflokksins, kemur næstur á eftir Erdogan í skoðanakönnunum.Muharrem Ince mælist með næstmesta fylgið.vísir/APÞrátt fyrir harða andstöðu sýna skoðanakannanir að Erdogan og Réttlætis-og þróunarflokkur hans eru með um helming atkvæða. Ef enginn einn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu þann 8. júlí næstkomandi. Erdogan hefur í kosningabaráttunni lofað innviðauppbyggingu. Stuðningsmenn hans segja að Erdogan geti einn viðhaldið pólitískum og efnahagslegum stöðugleika í landinu og sé best til þess fallinn að leiða þjóðina í gegnum róstursamt tímabil. Ince hefur reynslu úr menntakerfinu og hefur fengist við kennslustörf. Hann er veraldarhyggjumaður og hefur háð kraftmikla kosningabaráttu. Í kappræðum í dag sagði Ince að Tyrkland færist í auknum mæli í átt einræði undir stjórn Erdogans en hann kvartar einnig yfir pólitískri slagsíðu ríkilsfjölmiðilsins. „Landið okkar þarf nýtt blóð inn í forystu stjórnmálanna og það er Muharrem Ince. Það er ástæðan fyrir því að ég er hér,“ segir Nuray Ugurlu sem hyggst kjósa Ince á morgun. Tengdar fréttir Útlit fyrir að Erdogan tapi meirihluta Líkur eru á því að aðra umferð þurfi til að velja forseta í Tyrklandi. Litlu munar á forsetanum og höfuðandstæðingum hans í könnunum. Flestar kannanir benda til þess að AKP missi meirihlutann. 8. júní 2018 06:00 Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21 104 tyrkneskir liðsforingjar í lífstíðarfangelsi fyrir valdarán Hundrað og fjórir fyrrverandi liðsforingjar tyrkneska hersins hafa verið dæmdir í lífstíðar fangelsi fyrir aðild að dularfullri valdaránstilraun árið 2016. 22. maí 2018 06:35 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Tyrkir ganga á morgun að kjörborðinu og kjósa sér forseta. Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, vonast til að tryggja sér sitt annað kjörtímabil en næsti forseti mun taka við mun valdameira embætti en áður. Til stóð að kosningarnar færu fram árið 2019 en Erdogan boðaði skyndilega til kosninga fyrr á árinu eftir víðtækar stjórnarskrárbreytingar sem færa forsetaembættinu meiri völd. Tyrkland færist með breytingunum nær því að vera forsetaræði líkt og í Bandaríkjunum. Enn er mikið ólguástand í Tyrklandi eftir misheppnaða valdaránstilraun gegn Erdogan árið 2016. Neyðarlög eru enn við lýði og meira en 50.000 manns dvelja í fangelsi eftir tilraunina. Meira en 100.000 opinberir starfsmenn hafa verið reknir. Þrátt fyrir yfirburðarstöðu Erodgans er samkeppnin hörð. Muharrem Ince, frambjóðandi Lýðveldisflokksins, kemur næstur á eftir Erdogan í skoðanakönnunum.Muharrem Ince mælist með næstmesta fylgið.vísir/APÞrátt fyrir harða andstöðu sýna skoðanakannanir að Erdogan og Réttlætis-og þróunarflokkur hans eru með um helming atkvæða. Ef enginn einn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu þann 8. júlí næstkomandi. Erdogan hefur í kosningabaráttunni lofað innviðauppbyggingu. Stuðningsmenn hans segja að Erdogan geti einn viðhaldið pólitískum og efnahagslegum stöðugleika í landinu og sé best til þess fallinn að leiða þjóðina í gegnum róstursamt tímabil. Ince hefur reynslu úr menntakerfinu og hefur fengist við kennslustörf. Hann er veraldarhyggjumaður og hefur háð kraftmikla kosningabaráttu. Í kappræðum í dag sagði Ince að Tyrkland færist í auknum mæli í átt einræði undir stjórn Erdogans en hann kvartar einnig yfir pólitískri slagsíðu ríkilsfjölmiðilsins. „Landið okkar þarf nýtt blóð inn í forystu stjórnmálanna og það er Muharrem Ince. Það er ástæðan fyrir því að ég er hér,“ segir Nuray Ugurlu sem hyggst kjósa Ince á morgun.
Tengdar fréttir Útlit fyrir að Erdogan tapi meirihluta Líkur eru á því að aðra umferð þurfi til að velja forseta í Tyrklandi. Litlu munar á forsetanum og höfuðandstæðingum hans í könnunum. Flestar kannanir benda til þess að AKP missi meirihlutann. 8. júní 2018 06:00 Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21 104 tyrkneskir liðsforingjar í lífstíðarfangelsi fyrir valdarán Hundrað og fjórir fyrrverandi liðsforingjar tyrkneska hersins hafa verið dæmdir í lífstíðar fangelsi fyrir aðild að dularfullri valdaránstilraun árið 2016. 22. maí 2018 06:35 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Útlit fyrir að Erdogan tapi meirihluta Líkur eru á því að aðra umferð þurfi til að velja forseta í Tyrklandi. Litlu munar á forsetanum og höfuðandstæðingum hans í könnunum. Flestar kannanir benda til þess að AKP missi meirihlutann. 8. júní 2018 06:00
Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21
104 tyrkneskir liðsforingjar í lífstíðarfangelsi fyrir valdarán Hundrað og fjórir fyrrverandi liðsforingjar tyrkneska hersins hafa verið dæmdir í lífstíðar fangelsi fyrir aðild að dularfullri valdaránstilraun árið 2016. 22. maí 2018 06:35