Kári: Ekki mála skrattann á vegginn

„Við erum ekki vanir að því að tapa og alltaf súrt þegar það gerist. En við vinnum og töpum saman. Við erum ekki í neinum „blame game“ enda engin ástæða til þess,“ sagði Kári og bætti við að frammistaðan í síðari hálfleik hafi ekki verið nógu góð.
„Við vorum algerlega með þá í þeim fyrri. Þeir áttu ekki skot á markið og við lokuðum á allt hjá þeim. Frábær fyrri hálfleikur,“ sagði Kári sem segir að það hafi verið klaufalegt að fá mark á sig eftir fast leikatriði hjá íslenska liðinu hinum megin á vellinum. Það gerðist í aðdraganda fyrra marks Nígeríu í leiknum.
„Við eigum ekki að fá skyndisókn á okkur úr svona stöðu. Markið sló okkur ekki út af laginu heldur riðlaði leikskipulaginu. Ef við hefðum haldið áfram að spila eins og við gerðum í fyrri hálfleik þá hefðum við jafnað þennan leik,“ sagði Kári. „Við nýttum ekki færin okkar í fyrri hálfleik og það kannski kom og beit okkur í rassgatið.“
Hann segir að þetta hafi ekki verið dagur Íslands. Það kom einnig í ljós þegar Gylfi Þór brenndi af vítaspyrnu sinni. „Þetta féll ekki með okkur í dag. Við hefðum getað gert út um leikinn í fyrri hálfleik en þetta gekk ekki.“
Ísland hefur ekki náð að nýta föstu leikatriðin sín nægilega vel en Kári hefur ekki áhyggjur af því. „Við vorum hættulegir í hornum en seinni boltinn datt ekki fyrir okkur. Þeir voru góðir í að verjast föstu leikatriðunum okkar og það var erfitt að rífa sig lausan. Löngu innköstin voru ekki að virka - það var alltaf maður í mér og svo kom hafsentinn og skallaði þetta í burtu.“
„En eins og ég segi. Það þarf ekki að mála skrattann á vegginn. Það var margt gott í þessu. En fyrsta markið átti aldrei að gerast og það riðlaði skipulaginu okkar. Það varð okkur dýrkeypt.“
Tengdar fréttir

„Margt í lífinu mikilvægara en fótbolti“
Heimir Hallgrímsson fékk spurningu á blaðamannafundi um hvort hann sæi eftir því að hafa gefið leikmönnum sínum frí í gær.

Heimir: Ekki röng taktík
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var að vonum hundsvekktur eftir tapið gegn Nígeríu í kvöld.

Aron Einar: Ódýrt mark og þurfum að fara erfiðu leiðina
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir tap Íslands gegn Nígeríu í Volgograd í öðrum leik Íslands á HM.

Þjálfari Nígeríu: Íslenska landsliðið er frábært
Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, var þakklátur og auðmjúkur eftir sigurinn á Íslandi í dag.

Gylfi: Sama rútína hjá mér í vítinu eins og alltaf
Gylfi Þór Sigurðsson fékk kjörið tækifærið til að koma íslenska liðinu aftur inn í leikinn á móti Nígeríu en skaut þá yfir úr vítaspyrnu.

Ari Freyr: „Þrjú stig í næsta leik, svo einfalt er það“
Ari Freyr Skúlason, sem kom inn sem varamaður í seinni hálfleik í tapi Íslands fyrir Nígeríu, var nokkuð brattur eftir leikinn.

Hverjir eru möguleikar Íslands eftir tapið?
Þrátt fyrir tapið í dag eiga strákarnir okkar enn möguleika á að komast í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi.