Tollastríð ESB og Bandaríkjanna mun ekki bitna á innflutningi til Íslands Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. júní 2018 12:15 Hershey's súkkulaðisíróp og hnetusmjör munu hækka í verði í ríkjum Evrópusambandsins vegna ákvörðunar um að setja tolla á vörur innfluttar frá Bandaríkjunum. Vísir/EPA Sú ákvörðun Evrópusambandsins að setja tolla á vörur frá Bandaríkjunum mun ekki hafa áhrif á verð á vörum sem fluttar eru frá Bandaríkjunum hingað til lands því Ísland stendur utan við tollabandalag Evrópusambandsins þótt það sé hluti af innri markaði sambandsins. Tollar Evrópusambandsins á vörur innfluttar frá Bandaríkjunum voru innleiddir í dag. Tollarnir eru svar sambandsins við tollahækkunum Bandaríkjaforseta á evrópskar vörur sem tóku gildi fyrr á þessu ári. Verðið á evrópsku stáli hækkaði þannig um 25 prósent í Bandaríkjunum og verðið á áli um 10 prósent eftir tollahækkanirnar. Frá og með deginum í dag hækkar verð á bandarískum vörum sem fluttar eru til Evrópu um 25 prósent. Þar má nefna bandarískt viskí, sígarettur, mótorhjól og appelsínusafa. Þá mun verð á vörum eins og skóm, fatnaði og þvottavélum hækka um 50 prósent. Tollahækkunin nemur alls um 2,8 milljörðum evra, jafnvirði 353 milljarða króna.Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.Vísir/Viðskiptaráð ÍslandsÓvíst um óbein áhrif Ísland stendur utan við tollabandalag Evrópusambandsins þótt það sé hluti af innri markaði þess í gegnum EES-samninginn. Þess vegna munu þessar hækkanir ekki bitna á innflutningi íslenskra fyrirtækja á vörum frá Bandaríkjunum. Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir að þetta muni því ekki leiða til verðhækkana hér innanlands. „Ég sé ekki að svo stöddu að þetta muni hafa bein áhrif á verðhækkanir á þær vörur sem við flytjum beint inn frá Bandaríkjunum því eins og þú segir réttilega á þá erum við ekki hluti af Evrópusambandinu. Það er enn óljóst hvort einhver óbein áhrif muni hljótast af þessu í tengslum við viðskipti okkar við Evrópusambandið. Vissulega eru þetta neikvæðar fréttir fyrir þróun alþjóðaviðskipta að tollastríð sé í raun skollið á og við Ísland, sem lítið land, eigum mikið undir frjálsum alþjóðlegum viðskiptum í heiminum. Þetta sýnir kannski hversu mikilvægt er að leggja áherslu á fríverslunarsamnina,“ segir Ásta.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.Tollar alltaf slæmir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að fljótt á litið sé ósennilegt að þetta hafi einhver bein áhrif á innflutning til Íslands. „Það er auðvitað alltaf slæmt fyrir lítið opið hagkerfi eins og Ísland, sem á mjög mikið undir frjálsum milliríkjaviðskiptum, þegar svona tollaskærur eða tollastríð fara af stað. Það er á endanum vont fyrir alla, líka þá sem beita tollunum. En eins og þú segir þá stendur Ísland utan tollabandalagsins þannig að þetta á ekki að hafa nein áhrif á innflutning til Íslands. Það gætu auðvitað verið einhver dæmi um að vörur sem fluttar eru frá Bandaríkjunum gegnum Evrópusambandslönd gætu hækkað í verði ef þær eru tollaðar inn til Evrópusambandsins en ef þær eru aðeins með viðkomu í einhverjum höfnum ríkja Evrópusambandsins en eru ekki tollaðar þar þá ætti það ekki í rauninni að skipta máli. Við þurfum bara að fylgjast vel með þessu eins og öðru í þessum tollamálum og hafa augun á íslenskum hagsmunum,“ segir Ólafur. Hann segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að þessi ákvörðun ESB skaði hagsmuni íslenskra fyrirtækja. Hins vegar séu stjórnendur sumra fyrirtækja að velta fyrir sér hvaða áhrif þetta muni hafa. Tengdar fréttir Tollahækkun ESB tekur gildi Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. 22. júní 2018 06:29 Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00 Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Sú ákvörðun Evrópusambandsins að setja tolla á vörur frá Bandaríkjunum mun ekki hafa áhrif á verð á vörum sem fluttar eru frá Bandaríkjunum hingað til lands því Ísland stendur utan við tollabandalag Evrópusambandsins þótt það sé hluti af innri markaði sambandsins. Tollar Evrópusambandsins á vörur innfluttar frá Bandaríkjunum voru innleiddir í dag. Tollarnir eru svar sambandsins við tollahækkunum Bandaríkjaforseta á evrópskar vörur sem tóku gildi fyrr á þessu ári. Verðið á evrópsku stáli hækkaði þannig um 25 prósent í Bandaríkjunum og verðið á áli um 10 prósent eftir tollahækkanirnar. Frá og með deginum í dag hækkar verð á bandarískum vörum sem fluttar eru til Evrópu um 25 prósent. Þar má nefna bandarískt viskí, sígarettur, mótorhjól og appelsínusafa. Þá mun verð á vörum eins og skóm, fatnaði og þvottavélum hækka um 50 prósent. Tollahækkunin nemur alls um 2,8 milljörðum evra, jafnvirði 353 milljarða króna.Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.Vísir/Viðskiptaráð ÍslandsÓvíst um óbein áhrif Ísland stendur utan við tollabandalag Evrópusambandsins þótt það sé hluti af innri markaði þess í gegnum EES-samninginn. Þess vegna munu þessar hækkanir ekki bitna á innflutningi íslenskra fyrirtækja á vörum frá Bandaríkjunum. Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir að þetta muni því ekki leiða til verðhækkana hér innanlands. „Ég sé ekki að svo stöddu að þetta muni hafa bein áhrif á verðhækkanir á þær vörur sem við flytjum beint inn frá Bandaríkjunum því eins og þú segir réttilega á þá erum við ekki hluti af Evrópusambandinu. Það er enn óljóst hvort einhver óbein áhrif muni hljótast af þessu í tengslum við viðskipti okkar við Evrópusambandið. Vissulega eru þetta neikvæðar fréttir fyrir þróun alþjóðaviðskipta að tollastríð sé í raun skollið á og við Ísland, sem lítið land, eigum mikið undir frjálsum alþjóðlegum viðskiptum í heiminum. Þetta sýnir kannski hversu mikilvægt er að leggja áherslu á fríverslunarsamnina,“ segir Ásta.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.Tollar alltaf slæmir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að fljótt á litið sé ósennilegt að þetta hafi einhver bein áhrif á innflutning til Íslands. „Það er auðvitað alltaf slæmt fyrir lítið opið hagkerfi eins og Ísland, sem á mjög mikið undir frjálsum milliríkjaviðskiptum, þegar svona tollaskærur eða tollastríð fara af stað. Það er á endanum vont fyrir alla, líka þá sem beita tollunum. En eins og þú segir þá stendur Ísland utan tollabandalagsins þannig að þetta á ekki að hafa nein áhrif á innflutning til Íslands. Það gætu auðvitað verið einhver dæmi um að vörur sem fluttar eru frá Bandaríkjunum gegnum Evrópusambandslönd gætu hækkað í verði ef þær eru tollaðar inn til Evrópusambandsins en ef þær eru aðeins með viðkomu í einhverjum höfnum ríkja Evrópusambandsins en eru ekki tollaðar þar þá ætti það ekki í rauninni að skipta máli. Við þurfum bara að fylgjast vel með þessu eins og öðru í þessum tollamálum og hafa augun á íslenskum hagsmunum,“ segir Ólafur. Hann segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að þessi ákvörðun ESB skaði hagsmuni íslenskra fyrirtækja. Hins vegar séu stjórnendur sumra fyrirtækja að velta fyrir sér hvaða áhrif þetta muni hafa.
Tengdar fréttir Tollahækkun ESB tekur gildi Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. 22. júní 2018 06:29 Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00 Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Tollahækkun ESB tekur gildi Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. 22. júní 2018 06:29
Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00
Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49