Ökumaður sjálfkeyrandi Uber var að streyma þætti rétt fyrir banaslys Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2018 11:27 Uber stöðvaði tilraunir með sjálfkeyrandi bíla sína tímabundið eftir slysið. Þær höfðu þá gengið nokkuð brösulega. Vísir/Getty Lögreglan í Tempe í Arizona í Bandaríkjunum segir nú að ökumaður sjálfkeyrandi bíls á vegum akstursveitunnar Uber hafi verið að streyma sjónvarpsþætti í símanum sínum allt þangað til bíllinn ók á gangandi konu. Algerlega hafi verið hægt að komast hjá banaslysinu.Slysið átti sér stað að kvöldi til í mars. Sjálfkeyrandi Volvo-jepplingur Uber ók þá á 49 ára gamla heimilislausa konu sem var að fara yfir götu. Uber stöðvaði tilraunir sínar með sjálfkeyrandi bíla í nokkrum borgum í Bandaríkjunum eftir banaslysið. Í skýrslu lögreglunnar í Tempe sem gerð var opinber í gær kemur fram að konan sem sat við stýri bílsins hafi ítrekað litið niður og ekki haft augun á veginum fyrir slysið. Hún hafi aðeins litið upp hálfri sekúndu áður en bíllinn skall á konunni, að því er segir í frétt Reuters. Ökumaðurinn gæti verið ákærður fyrir manndráp í kjölfarið. Lögreglan telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir slysið ef ökumaðurinn hefði verið með athyglina við aksturinn. Krafa er gerð til sjálfkeyrandi bíla um að ökumaður sé alltaf við stýrið til að grípa inn í, jafnvel þegar bílinn keyrir sig sjálfur.Var að streyma „Röddinni“ Með því að afla upplýsinga frá efnisveitunni Hulu komst lögreglan að því að ökumaðurinn hafi verið að streyma raunveruleikaþættinum „Röddinni“ [e. The Voice] í um 42 mínútur kvöldið sem slysið átti sér stað. Streyminu hafi verið hætt um svipað leyti og ekið var á konuna. Upptökur eftirlitsmyndavéla hafi leitt í ljós að ökumaðurinn hafi verið annars hugar og litið niður í sjö af síðustu 22 mínútunum fyrir áreksturinn. Í skýrslunni var konunni sem lést einnig kennt um slysið að hluta til. Hún hafi farið yfir götuna utan gangbrautar. Komið hefur fram að tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla hafi gengið brösulega. Ökumenn hafi þurft að grípa mun tíðar inn í aksturinn en hjá keppinautunum. Fyrirtækið hafi ennfremur fækkað verulega skynjurum sem eiga að nema veginn og hindranir í kringum bílana. Tengdar fréttir Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25 Uber slökkti á neyðarhemlun sjálfkeyrandi bíla Sjálfkeyrandi bíll Uber sem varð gangandi konu að bana í Arizona átti í erfiðleikum með að greina hana og neyðarhemlun var óvirk. 24. maí 2018 16:31 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Lögreglan í Tempe í Arizona í Bandaríkjunum segir nú að ökumaður sjálfkeyrandi bíls á vegum akstursveitunnar Uber hafi verið að streyma sjónvarpsþætti í símanum sínum allt þangað til bíllinn ók á gangandi konu. Algerlega hafi verið hægt að komast hjá banaslysinu.Slysið átti sér stað að kvöldi til í mars. Sjálfkeyrandi Volvo-jepplingur Uber ók þá á 49 ára gamla heimilislausa konu sem var að fara yfir götu. Uber stöðvaði tilraunir sínar með sjálfkeyrandi bíla í nokkrum borgum í Bandaríkjunum eftir banaslysið. Í skýrslu lögreglunnar í Tempe sem gerð var opinber í gær kemur fram að konan sem sat við stýri bílsins hafi ítrekað litið niður og ekki haft augun á veginum fyrir slysið. Hún hafi aðeins litið upp hálfri sekúndu áður en bíllinn skall á konunni, að því er segir í frétt Reuters. Ökumaðurinn gæti verið ákærður fyrir manndráp í kjölfarið. Lögreglan telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir slysið ef ökumaðurinn hefði verið með athyglina við aksturinn. Krafa er gerð til sjálfkeyrandi bíla um að ökumaður sé alltaf við stýrið til að grípa inn í, jafnvel þegar bílinn keyrir sig sjálfur.Var að streyma „Röddinni“ Með því að afla upplýsinga frá efnisveitunni Hulu komst lögreglan að því að ökumaðurinn hafi verið að streyma raunveruleikaþættinum „Röddinni“ [e. The Voice] í um 42 mínútur kvöldið sem slysið átti sér stað. Streyminu hafi verið hætt um svipað leyti og ekið var á konuna. Upptökur eftirlitsmyndavéla hafi leitt í ljós að ökumaðurinn hafi verið annars hugar og litið niður í sjö af síðustu 22 mínútunum fyrir áreksturinn. Í skýrslunni var konunni sem lést einnig kennt um slysið að hluta til. Hún hafi farið yfir götuna utan gangbrautar. Komið hefur fram að tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla hafi gengið brösulega. Ökumenn hafi þurft að grípa mun tíðar inn í aksturinn en hjá keppinautunum. Fyrirtækið hafi ennfremur fækkað verulega skynjurum sem eiga að nema veginn og hindranir í kringum bílana.
Tengdar fréttir Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25 Uber slökkti á neyðarhemlun sjálfkeyrandi bíla Sjálfkeyrandi bíll Uber sem varð gangandi konu að bana í Arizona átti í erfiðleikum með að greina hana og neyðarhemlun var óvirk. 24. maí 2018 16:31 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25
Uber slökkti á neyðarhemlun sjálfkeyrandi bíla Sjálfkeyrandi bíll Uber sem varð gangandi konu að bana í Arizona átti í erfiðleikum með að greina hana og neyðarhemlun var óvirk. 24. maí 2018 16:31
Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39
Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51
Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56