Cesc Fabregas hrósar íslenska liðinu fyrir að hafa fundið leiðina til að stoppa Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2018 10:30 Cesc Fabregas og Lionel Messi. Þeir þekkjast vel. Vísir/Getty Cesc Fabregas er pistlahöfundur hjá BBC á HM í Rússlandi og í nýjasta pistli sínum þá fjallar hann um vin sinn og fyrrum liðsfélaga Lionel Messi. Messi og félagar í Argentínu eru bara með eitt mark skorað og eitt stig í húsi eftir tvo fyrstu leiki sína á HM. Cesc Fabregas fjallar um Lionel Messi og Argentínu eftir 3-0 tapið á móti Króatíu í gær en spænski miðjumaðurinn eyddi engu að síður hluta af pistli sínum í það að hrósa íslenska landsliðinu fyrir það sem strákarnir okkar gerðu í Argentínuleiknum. „Ísland setti ekki einn leikmann á Lionel Messi þegar liðið mætti Argentinu en liðið var með svo marga leikmenn aftarlega á vellinum að Messi hafði ekkert pláss til að vinna með,“ skrifaði Cesc Fabregas. „Það er ekki oft sem maður sér lið stoppa Messi og ég vil því hrósa íslenska liðinu fyrir að gera það svona vel. Ég sá að Leo datt aftur á völlinn þegar leið á til að reyna að búa eitthvað til,“ skrifar Fabregas. „Þegar hann er kominn svona aftarlega á völlinn þá fær hann ekki lengur boltann á hættulegum stöðum og ef ég væri hann þá væri ég þá orðinn prekar pirraður,“ skrifar Cesc. „Þú vilt sjá Messi framar á vellinum svo að hann fái boltann á síðasta þriðjungnum og komi einhverju í gang. En um leið og honum finnst hann ekki vera að fá nægjanlega þjónustu þá dettur hann aftar og aftar á völlinn. Það er ekki góð þróun fyrir argentínska landsliðið,“ skrifaði Cesc Fabregas. „Það var svipaða sögu að segja af Messi í Króatíuleiknum en þetta var ekki bara honum að kenna. Eins og ég sagði í sjónvarpinu þá lítur út fyrir að argentínska liðið sé brotið. Þetta hefur því verið mjög erfitt fyrir Messi. Hann hefur ekki nægilega mikil gæði með sér og engan til að hjálpa honum almennilega að koma spili í gang,“ skrifaði Cesc Fabregas. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Cesc Fabregas er pistlahöfundur hjá BBC á HM í Rússlandi og í nýjasta pistli sínum þá fjallar hann um vin sinn og fyrrum liðsfélaga Lionel Messi. Messi og félagar í Argentínu eru bara með eitt mark skorað og eitt stig í húsi eftir tvo fyrstu leiki sína á HM. Cesc Fabregas fjallar um Lionel Messi og Argentínu eftir 3-0 tapið á móti Króatíu í gær en spænski miðjumaðurinn eyddi engu að síður hluta af pistli sínum í það að hrósa íslenska landsliðinu fyrir það sem strákarnir okkar gerðu í Argentínuleiknum. „Ísland setti ekki einn leikmann á Lionel Messi þegar liðið mætti Argentinu en liðið var með svo marga leikmenn aftarlega á vellinum að Messi hafði ekkert pláss til að vinna með,“ skrifaði Cesc Fabregas. „Það er ekki oft sem maður sér lið stoppa Messi og ég vil því hrósa íslenska liðinu fyrir að gera það svona vel. Ég sá að Leo datt aftur á völlinn þegar leið á til að reyna að búa eitthvað til,“ skrifar Fabregas. „Þegar hann er kominn svona aftarlega á völlinn þá fær hann ekki lengur boltann á hættulegum stöðum og ef ég væri hann þá væri ég þá orðinn prekar pirraður,“ skrifar Cesc. „Þú vilt sjá Messi framar á vellinum svo að hann fái boltann á síðasta þriðjungnum og komi einhverju í gang. En um leið og honum finnst hann ekki vera að fá nægjanlega þjónustu þá dettur hann aftar og aftar á völlinn. Það er ekki góð þróun fyrir argentínska landsliðið,“ skrifaði Cesc Fabregas. „Það var svipaða sögu að segja af Messi í Króatíuleiknum en þetta var ekki bara honum að kenna. Eins og ég sagði í sjónvarpinu þá lítur út fyrir að argentínska liðið sé brotið. Þetta hefur því verið mjög erfitt fyrir Messi. Hann hefur ekki nægilega mikil gæði með sér og engan til að hjálpa honum almennilega að koma spili í gang,“ skrifaði Cesc Fabregas.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira